Fara í efni

21. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

16.01.2024 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

21. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 16. janúar 2024. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Þorsteinn Ægir Egilsson varaformaður sem stýrði fundi, Hildur Stefánsdóttir formaður (á fjarfundi), Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverkönen, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Formaður fór fram á að mál undið 14, 15, og 16 yrðu tekin til afgreiðslu og/eða umfjöllunar með afbrigðum.

Samþykkt samhljóða.

Varaformaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Fundargerð

1. Fundargerð Heilbrigðisnefndar NE frá 15.11.2023.
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar NE frá 13.12.2023
Fundargerðin lögð fram

3. Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag Heilbrigðiseftirlits.
     03.1 Bókun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi vegna skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits.

Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið hefur látið starfshóp gera skýrslu um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við skýrslu starfshópsins sem vann hana með bókun Samtaka heilbrigðissvæða á Íslandi í meðfylgjandi bréfi (03.1).

Lagt fram til kynningar

4. Bréf Heilbrigðiseftirlits vegna snúningssvæðis við Gunnólfsvíkurfjall (Ítrekun)
Heilbrigðiseftirlit NE hefur ítrekað (bréf sent 14.07.2017) að hún hafni beiðni Langanesbyggðar að opna veg að snúningssvæði við Gunnólfsvíkurfjall með vísan í 9. gr. reglugerðar um neysluvatn nr. 536/2001. Ekki er hægt að kæra niðurstöðuna áfram til æðra stjórnvalds að sögn HNE.

Bréf HNE lagt fram

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að kanna útivistarmöguleika á svæðinu og koma með hugmyndir til nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

5. Lóðablað vegna Steinholts 2, Bakkafirði - afmörkun lóðar.
Kristín Þorsteinsdóttir, Herjólfsgötu 34, 220 Hafnarfirði kt. 160143-2909 hefur lagt fram beiðni um hnitsetningu og afmörkun lóðar sinnar að Steinholti 2 á Bakkafirði og gerð lóðasamnings í framhaldi af því.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir lóðarblaðið og felur sveitarstjóra að gera nýjan lóðasamning við lóðahafa á grundvelli þess.

Samþykkt samhljóða.

6. Lóðablað vegna Hálsvegar 10 – stækkun lóðar.
Jón Fannar Jónsson, Fjarðarvegi 25 kt. 070198-3479 sækir um stækkun og hnitsetningu lóðar á eign sinni að Hálsvegi 10, Þórshöfn til norðurs. Núverandi lóðamörk liggja við bílskúr á lóðinni. Jafnframt að gert verði snúningsplan við enda götunnar eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir stækkun lóðarinnar og felur sveitarstjóra að gera nýjan lóðasamning við lóðahafa. Gerð snúningsplans samkvæmt skipulagi er vísað til sveitarstjórnar vegna gatnaframkvæmda 2024 eða framkvæmda á 3ja ára áætlun.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsókn um geymslu á gámi utan skilgreindra geymslusvæða. Háholt 2.
Albert Sigurðson kt. 250681-3528 sækir um að fá að geyma 20 feta gám á lóð við Háholt 2 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir eru á lóðinni tveir 40 feta gámar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir leyfi til handa umsækjanda til 6 mánaða samkvæmt uppdrætti á 20 feta gám.

Samþykkt samhljóða.

8. Umsókn um geymslu gáma utan skilgreindra geymslusvæða við Bakkaveg 7 og Langanesveg 25.
David Potrykus, Bakkavegi 2 kt. 230578-4199 sækir um að fá að setja upp tvo 40 feta gáma á vinnusvæði, annars vegar við Bakkaveg 7 og hins vegar við Langanesveg 25 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir leyfi, til handa umsækjanda vegna Bakkavegar 7, til 2 mánaða samkvæmt uppdrætti á 40 feta gám.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir leyfi, til handa umsækjanda vegna Langanesvegar 25, til 2ja mánaða samkvæmt uppdrætti á 40 feta gám.

Samþykkt samhljóða.

9. Reiðstígur sem þverar veg yfir Brekknaheiði. Athugasemd frá Vegagerð.
Vegagerðin hefur gert athugasemdir við staðsetningu þverunar á reiðstíg yfir fyrirhugaðan nýjan veg yfir Brekknaheiði. Vegagerðin hefur lýst vilja sínum til að koma með eigin tillögur.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að fylgja eftir óskum nefndarinnar við Vegagerðina um staðsetningu á þverun reiðstígs og jafnframt að breyta reiðstíg á teikningu í samræmi við hvernig stígurinn liggur raunverulega.

Samþykkt samhljóða.

10. Hundagerði. Sveitarstjórn hefur vísað málinu til nefndarinnar til nánari útfærslu.
Sveitarstjórn hefur samþykkt að leggja kr. 800 þúsund í gerð hundagerðis á Þórshöfn og vísað málinu til endanlegrar útfærslu, þ.m.t. staðsetningar og gerð hundagerðis.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að undirbúa málið og fara í framkvæmdir við hundagerði vorið 2024 á þeim stað sem nefndin hafði áður valið samkvæmt minnisblaði frá skipulagsfulltrúa (lið 10.1, staðsetning svæði 2).

Samþykkt samhljóða.

11. Sorpflokkunarhús – umsókn um byggingaleyfi, teikningar og umsagnir.
Umsókn um byggingaleyfi frá Langanesbyggð um byggingu sorpflokkunarhúss á lóðinni við Háholt nr. 4 ásamt teikningum, skráningartöflu og umsögnum.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti umsóknina og vísar málinu til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

12. Hugmyndir um skipulag hafnarinnar frá EFLU ásamt fylgigögnum.
EFLA hefur lagt fram grófar hugmyndir að nýju skipulagi hafnarinnar á Þórshöfn ásamt frumteikningum af þeim byggingum sem Ísfélagið hyggst reisa við höfnina í tengslum við þær breytingar á skipulagi sem farið er fram á.
Einnig eru lagðar fram spurningar og athugasemdir sem komið hafa frá nefndarmönnum varðandi breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Bókun um afgreiðslu: EFLA hefur óskað eftir vinnufundi til að kynna frekar útfærslu þeirra hugmynda sem liggja fyrir. Nefndin samþykkir að verða við þeirri ósk og að fundur verði haldinn með aðal- og varamönnum skipulags- og umhverfisnefndar ásamt hönnuðum hjá EFLU og starfsmönnum Ísfélagsins þar sem nefndin mun leggja fram punkta frá fundi sínum 16.01.2024. Sveitarstjóra falið að boða til fundarins.

Samþykkt samhljóða.

13. Bréf til Langanesbyggðar vegna fráveitu – nóvember 2023.
Ísfélagið hefur sent meðfylgjandi bréf til sveitarstjóra, hafnarnefndar og skipulagsnefndar vegna fráveitu frá athafnasvæði félagsins. Félagið fer fram á að brugðist verði við þeim vanda sem skapast þegar fráveitan (Súez) hefur ekki undan og óskar eftir að komið verði upp dælustöð og grófhreinsistöð við grjótgarðinn. Einnig óskar félagið eftir fundi vegna málsins til að finna viðunandi lausn.

Bókun um afgreiðslu: Á fjárhagsáætlun ársins 2024 eru ætlaðar 60 milljónir til að laga umrædda fráveitu (Súez og útrás við Suðurgarð). Ekki hefur verið gerð nýlega nákvæm skoðun á málinu eða ný kostnaðaráætlun. Sveitarstjóra falið að leita til verkfræðings (Björns Sveinssonar) um hugsanlega lausn á málinu og að láta gera uppfærða kostnaðaráætlun. Tekið skal fram að Súez liggur undir áætlaðri stækkun mjölhús og gæti þurft að haldast í hendur við þá framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

14. Umsókn um geymslu á gámi utan skipulagðra geymslusvæða
Umsókn til geymslu gáms utan skilgreindra geymslusvæða við Langholt 10 frá Vikari Má Vífilssyni.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir leyfi til handa umsækjanda til 1 árs samkvæmt uppdrætti á tveimur 40 feta gámum.

Samþykkt samhljóða.

15. Sólarsalir – Fyrirtækið, eigandi Brúarlands, hefur samkvæmt samþykkt skipulagsnefndar frá 17. fundi 29. ágúst s.l. skráð nýjar fasteignir í fasteignaskrá að Brúarlandi 4, 5, 6 og Höfða samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Lagt fram til upplýsinga

16. Brúarás – ný hnitsetning lóðar samkvæmt nýju lóðablaði þar sem eldra lóðablað náði inn á ræktarland Hallgilsstaða 1.

Bókun um afgreiðslu: Skipulagsnefnd samþykkir nýtt lóðarblað fyrir Brúarás í Langanesbyggð samkvæmt meðfylgjandi lóðablaði.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:25

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?