Fara í efni

23. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

01.09.2020 16:00

23. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 1. september 2020. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson, Karl Ásberg Steinsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1.            Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf, tillaga að deiluskipulagi

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Hafnartanga á Bakkafirði. Skipulagsgögn er skipulagsuppdráttur og greinargerð dags. 1. september 2020. Bakkafjörður er skilgreindur sem brothætt byggð og er deiliskipulagið mikilvægur liður til að styrkja innviði samfélagsins. Viðfangsefni skipulagsins eru m.a. skilgreining á lóðarmörkum, gatna- og stígakerfi og umgjörð dvalarsvæða.

Skipulagsdrög voru kynnt á heimasíðu og samfélagsmiðlum Langanesbyggðar þann 14. ágúst 2020. Þá var dreifibréf sent í öll hús á Bakkafirði og auglýsing  birt í fréttabréfinu Skeglan. Skipulagsgögn voru aðgengileg íbúum og hagsmunaaðilum á skrifstofum sveitarfélagsins og heimasíðu og var gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin til 24. ágúst í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fornleifaskráning var unnin á svæðinu í ágúst 2020 af Rannveigu Þórhallsdóttur, fornleifafræðingi hjá Sagnabrunni ehf í samræmi við 16. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. 

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd felur sveitarstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda tillöguna til umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

2.            Tillaga að deiliskipulagi á Þórshöfn, vestan Langanesvegar

Lögð voru fram skipulagsdrög fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar og miðsvæðis vestan Langanesvegar á Þórshöfn, greinargerð og skipulagsuppdrátt dags. 1. september 2020. Tilgangur skipulagsins er að setja skilmála um framtíðar uppbyggingu íbúðarbyggðar og miðsvæðis og eru helstu viðfangsefni þess m.a. að skilgreina lóðarmörk og byggingarreiti, gönguleiðir, aðkomu og bílastæði. Markmið skipulagsins er að mæta eftirspurn eftir nýjum íbúðarlóðum á Þórshöfn og eru skilgreindar 6 nýjar lóðir í nýrri götu, Lónabakka, með aðkomu frá Langanesvegi.

Bókun um afgreiðslu: Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi er fallið frá gerð skipulagslýsingar  í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að drögin verði kynnt og gerð aðgengileg á heimasíðu og skrifstofu sveitarfélagsins þar sem íbúum og hagsmunaaðilum skal gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin sbr. við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

3.            Tillaga að deiliskipulag á Þórshöfn, miðsvæði

Lögð er fram skipulagsdrög fyrir deiliskipulag miðsvæðis við Fjarðarveg á Þórshöfn, greinargerð og skipulagsuppdrátt dags. 1. september 2020. Tilgangur skipulagsins er að styrkja svæðið sem hluta af miðsvæði Þórshafnar og setja skilmála um framtíðar uppbyggingu. Helstu viðfangsefni skipulagsins eru m.a. að skilgreina lóðarmörk og byggingarreiti, gönguleiðir, aðkomu og bílastæði. Í skipulaginu eru skilgreindar fimm nýjar lóðir.

Bókun um afgreiðslu: Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi er fallið frá gerð skipulagslýsingar  í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að drögin verði kynnt og gerð aðgengileg á heimasíðu og skrifstofu sveitarfélagsins þar sem íbúum og hagsmunaaðilum skal gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin sbr. við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

4.            Samstarf við Vopnafjarðarhrepp og Svalbarðs um stefnumótun í sorpmálum

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með Söru Elísabetu Svansdóttur sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps og Sigurði Þór Guðmundssyni oddvita Svalbarðshrepps 25. ágúst sl., um mögulega svæðisáætlun í sorpmálum sveitarfélaga.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin er sammála því að halda áfram þessari vinnu og felur sveitarstjóra að vinna að tillögu um aðgerðir og samstarf við nágrannasveitarfélögin með mögulegri aðkomu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða.

5.            Önnur mál

Engin.
 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:12.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?