23. fundur skipulags og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
23. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 12. mars 2024. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverkönen, Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Almar Marinósson umhverfisfulltrúi kom á fundinn undir 12.lið b.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Deiliskipulag Bakkafjarðarhafnar með þeim breytingum sem farið var fram á í umsögnum dags. 30.01.2024
Búið að taka út fyllingu sem var fyrir utan höfnina.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að auglýsa vinnslutillögu skipulagsins með áorðnum breytingum og Þorri sendir hönnuði þær upplýsingar sem vantar.
Samþykkt samhljóða.
2. Niðurrif Eyrarvegar 3 samkvæmt uppfærðri beiðni Ísfélagins.
Farið fram á heimild til niðurrifs á húsinu. Brugðist hefur verið við athugasemdum frá síðasta fundi.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin heimilar niðurrif hússins.
Samþykkt samhljóða.
3. Langanesvegur 3b bílastæði ásamt göngustígum og hleðslustöð
Hönnuðir hafa bent á að heppilegra gæti verið að hafa sér innkeyrslu beint inn á stæðið frá Langanesvegi þar sem að öðrum kosti þurfi kvöð á lóðina Langanesvegur 1 og 1b. Að auki fjölgar það bílastæðum. Vegagerðin er sem fyrr alfarið á móti því að ný innkeyrslan verði frá Langanesvegi. Samkvæmt tölupósti frá Brynjari hjá KSK eignum segir hann að ekki þurfi kvöð á Langanesveg 1 til að hafa sameiginlega innkeyrslu. Skipulagsfulltrúi bendir á að þrátt fyrir tölvupóst frá forsvarsmönnum KSK sé farsælla að fá kvöð á lóðirnar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að hafa innkeyrsluna sameiginlega með Langanesvegi 1 eins og áður var ákveðið. Sveitarstjóra falið að hafa samband við eigendur Langanesvegar 1 og 1b til að fá kvöð fyrir innkeyrslu sameiginlega fyrir þær lóðir og bílastæðið.
Samþykkt samhljóða.
4. Bréf frá Vegagerðinni. Viðauki við kynningu á fyrirhuguðum framkvæmdum við Norðausturveg vegna efnistöku.
Vegagerðin leggur fram viðauka þar sem breytingar hafa orðið á fyrirhugaðri efnistöku í landi jarðanna þriggja þar sem breytingar hafa orðið á áætluðu magni efnis. Vegargerðin óskar eftir athugasemdum við viðaukann.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir við aukna efnistöku.
Samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 07.02.2024
Fundargerðin lögð fram
6. Lóðablað fyrir Hvamm
Nýtt lóðablað fyrir húsið að Hvammi 1
Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu frestað.
Samþykkt samhljóða.
7. Skipulagsuppdráttur Suðurbæjar ásamt húsakönnun– tillaga.
Í nýjustu gögnum frá Vegagerðinni vilja þeir hafa ein undirgöng undir nýja veginn. Þau göng verða þá sameiginleg fyrir reiðstíg og útivistarstíg. Búið að setja þessi gögn inn á uppdráttinn og uppfæra stígana.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að auglýsa vinnslutillögu skipulagsins með áorðnum breytingum.
Samþykkt samhljóða.
8. Tillaga að breytingum á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Tillaga á vinnslustigi.
Tillagan er lögð fram til kynningar.
9. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn til yfirferðar ásamt greinargerð, spurningum og húsaskráningu.
Lögð fram tillaga til kynningar á vinnslustigi um deiliskipulag hafnarinnar á Þórshöfn ásamt greinagerð og spurningum. Kynningarfundur um skipulagið í undirbúningi 19. mars í Þórsveri kl. 16:00.
10. Umsókn um byggingu bílskúrs við Pálmholt 12.
Umsækjandi sendi inn mynd af tilbúnum bílskúr ásamt grunnteikningu.
Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir meiri upplýsingum um bygginguna, afstöðumynd og nákvæmari teikningu. Staðsetning kallar á grenndarkynningu. Grenndarkynning skal fara fram hjá eftirfarandi heimilisföngum; Pálmholt 4, 6, 8 og 10 og Langanesvegi 22 og 24. Afgreiðslu frestað.
Samþykkt samhljóða.
11. Ný skipulagslýsing, deiliskipulag, greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt tillögu að breytingum á aðalskipulagi fyrir veiðihús í landi Tungusels.
Lög fram ný skipulagslýsing fyrir veiðihús í landi Tungusels þar sem húsið hefur verið fært til frá upprunalegri staðsetningu.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa nýja skipulagslýsingu fyrir deiliskipulagið.
Samþykkt samhljóða.
12. Önnur mál.
a) Tillaga um íbúafund í Þórsveri vegna breytinga við höfnina þriðjudaginn 19. mars kl. 16:00. Anna Katrín frá EFLU kynnir breytingar á aðal- og deiliskipulagi.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að boða til íbúafundar eins og kemur fram í tillögunni. Sveitarstjóra falið að auglýsa fundinn.
Samþykkt samhljóða.
b) Sameining lóða við Háholt og Markholt. Almar Marinósson umhverfisfulltrúi kynnti málið.
Bókun um afgreiðslu: Umhverfisfulltrúa falið að vinna verkefnið áfram samkvæmt umræðum á fundi.
Samþykkt samhljóða.
c) Umsókn frá Ísfélaginu um framkvæmdarleyfi fyrir landfyllingu.
Bókun um afgreiðslu: Þar sem erindið barst seint er málinu frestað.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:49.