24. fundur, aukafundur
Fundur, aukafundur í skipulags- og umhverfisnefnd
24. fundur, aukafundur skipulags- og umhverfisnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 20. mars 2024. Fundur var settur kl. 13:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þórir Jónsson, Þorri Friðriksson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverkönen, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sveitastjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn tillaga til kynningar á vinnslustigi, greinargerð og umhverfismatsskýrsla ásamt spurning um frá EFLU varðandi deiliskipulag. Meðfylgjandi er húsaskráning vegna deiliskipulags.
Lög fram frumtillaga að deiliskipulagi hafnarinnar ásamt greinargerð og umhverfismatsskýrslu. Tillaga var kynnt á íbúafundi á Þórshöfn þriðjudaginn 19. mars.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að tillagan sem liggur frammi verði unnin áfram til auglýsingar með tilliti til þeirra ábendinga sem komu fram á íbúafundi 19. mars sem voru:
a) Timburbryggja í smábátahöfn.
b) Fjaran, grasbalar og umhverfi fjörunnar raskist sem minnst við dýpkunarframkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lítilli landfyllingu við Eyrarveg 3 og 12. Svör við spurningum nefndarinnar frá 13.02.2024 (22. fundir nefndarinnar) og teikning af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Lög fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lítilli fyllingu við Eyrarveg 3 og 12 ásamt lýsingu og teikningu af fyrirhuguðum framkvæmdum.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að veitt verði leyfi fyrir framkvæmdinni eins og kemur fram í umsókn. Nefndin beinir eftirfarandi til framkvæmdaaðila:
a) Fjaran, grasbalar og umhverfi fjörunnar raskist sem minnst við dýpkunarframkvæmdir. Bráðabirgðvegur verði sem lengst frá fjöruborði.
b) Tekið verði tillit til aðstöðu fyrir smábáta og annarra sem nota höfnina á meðan á framkvæmdum stendur í samvinnu við hafnarvörð.
Samþykkt samhljóða
3. Bréf (greinargerð) frá umhverfisfulltrúa til nefndarinnar um breytingar á lóðum við Markholt vegna stærra umfangs sorpmóttökustöðvar. Fyrir liggja lóðablöð vegna Markholts 3 (samþykkt lóðablað) og nr. 5. (ósamþykkt)
Nefndin fjallaði um málið undir önnur mál á síðasta reglulega fundi og fól umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram. Sveitarstjóri og hönnuður svæðisins munu vinna málið með umhverfisfulltrúa.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að bæta við lóðum nr. 3 og 5 við Markholt við athafnasvæði sorpmóttökustöðvar. Nefndin samþykkir lóðablað fyrir Markholt 5. Skipta þarf um jarðveg á lóðinni Markholt 3. Breytingin felur í sér aukakostnað við jarðvegsskipti á lóðinni Markholt 3.
Samþykkt samhljóða
4. Tillaga að deiliskipulagi hafnarinnar á Bakkafirði
Forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar var falið að koma með þær upplýsingar sem EFLA hafði farið fram á vegna lokafrágangs deiliskipulagsins.
Bókun um afgreiðslu: Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar hefur komið á framfæri upplýsingum við skipulagslýsingu deiliskipulags hafnarinnar á Bakkafirði sem hér með er lögð fram. Nefndin samþykkir deiliskipulagið og greinargerðina með þeim breytingum sem gerðar voru á henni. Sveitarstjóra falið að auglýsa skipulagið í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
5. Önnur mál
a) Finna þarf nafn á nýja götu sem samkvæmt tillögu að skipulagi kemur frá Fjarðarvegi með nýrri aðkomu að höfninni.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að gatan, sem samkvæmt tillögu verður ný aðkoma að höfninni beri nafnið Bryggjuvegur.
Samþykkt samhljóða.
b) Sveitarstjóra falið að gera eftirfarandi breytingu á götunúmerum: Langholt 1 a og 1 b verði Markholt 1 a og 1 b.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14:30