Fara í efni

25. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

20.10.2020 16:00

25. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 20. október 2020. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Almar Marinósson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1.            Tillaga að deiliskipulag – miðsvæði við Fjarðarveg á Þórshöfn

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi miðsvæðis við Fjarðarveg á Þórshöfn, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 12. október 2020. Skipulagsdrög voru kynnt á heimasíðu Langanesbyggðar 2. september 2020 og auglýsing  birt í fréttabréfinu Skeglan. Skipulagsgögn voru aðgengileg íbúum og hagsmunaaðilum á skrifstofu sveitarfélagsins og heimasíðu og var gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin til 21. september í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bókun um afgreiðslu: Endurskoða þarf byggingarreit við Hálsveg 5 m.v. nýjan bílskúr sem grunnur er kominn að. Skipulags- og umhverfisnefnd felur sveitarstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda tillöguna til umsagnaraðila með áorðinni breytingu sem tilgreind er hér að ofan.

Samþykkt samhljóða.

2.            Tillaga að deiliskipulagi – íbúðarbyggð og miðsvæði vestan Langanesvegar á Þórshöfn

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar og miðsvæðis vestan Langanesvegar á Þórshöfn, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 12. október 2020. Skipulagsdrög voru kynnt á heimasíðu Langanesbyggðar 2. september 2020 og auglýsing  birt í fréttabréfinu Skeglan. Skipulagsgögn voru aðgengileg íbúum og hagsmunaaðilum á skrifstofu sveitarfélagsins og heimasíðu og var gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin til 21. september í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bókun um afgreiðslu: Lagt til að ekki verði skipulögð lóð á reit sem merktur er Langanesvegur 17. Þar verði útivistarsvæði. Einnig að ný gata á móts við Langholt og Stórholt verði nefnd síðar. Skipulags- og umhverfisnefnd felur sveitarstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda tillöguna til umsagnaraðila og senda tillöguna til umsagnaraðila með áorðinni breytingu sem tilgreind er hér að ofan.

Samþykkt samhljóða.

3.            Stefnumótun í úrgangsmálum – síðari hluti

Lögð fram stefnumótun í úrgangsmálum, síðari hluti, drög að verklýsingu frá Environice, dags. 11. september 2020.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin er sammála því að hefja þennan áfanga og mælir með áframhaldandi samstarfi við nágrannasveitarfélögin, Vopnafjarðarhrepp og Svalbarðshrepp um mögulega sorpáætlun fyrir sveitarfélögin þrjú. Einnig mælir nefndin með því að niðurstöður beggja áfanganna verði kynntar fyrir umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun með það fyrir augum að fá stuðning við verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

4.            Önnur mál

Engin. 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?