26. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
26. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 14. maí 2024. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Þorri Friðriksson, Þórir Jónsson, Ina Leverkönen og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Uppfært deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn ásamt greinargerð.
Breytingar sem gerðar eru í uppfærslu eru:
- Nafn á götu breytt í Bryggjuveg, bæði á uppdrætti og í greinagerð.
- Texti vegna bygginga „víkjandi/til flutnings“ bætt við textaskjal samanber útskýringum í uppdrætti.
- Ný starfsmannaaðstaða og skrifstofa Ísfélagsins bætt á mynd.
- Grjótvörn minnkuð í uppdrætti.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin ítrekar fyrri bókanir um að smábátabryggjan sé teiknuð sem timburbryggja. Fyrr er ekki hægt að auglýsa deiliskipulagið.
Samþykkt samhljóða.
Bókun Þorsteins: Fulltrúar L-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins á 28 fundi sveitarstjórnar dags. 17. apríl sl. Ástæðan fyrir hjásetunni var sú að ekki fylgdu í gögnum fundarins uppfærður deiliskipulagsuppdráttur með teknu tilliti til athugasemda skipulagsnefndar, að byggingarreitur Ísfélagsins verði tæpir 22.000 m2 sem er afar vel í lagt og að ekkert samtal hefur átt sér stað við Bjsv. Hafliða um að ný aðkoma fyrir höfnina fari í gegnum lóðina Fjarðarvegur 4 þar sem húsnæði Bjsv. Hafliða stendur í dag.
Á sama fundi sveitarstjórnar samþykkti meirihluti sveitarstjórnar framkvæmdaleyfi Ísfélagsins aðeins örfáum mínútum eftir að meirihluti ákvað að setja í auglýsingaferli nýtt deiliskipulag fyrir höfnina. Í dag 14. maí er ekki enn búið að auglýsa deiliskipulagið. Það er mat fulltrúa L-lista eftir samtal við skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins að auglýsingarferli á nýju samþykktu deiliskipulagi þurfi að klárast áður en framkvæmdar- og eða byggingarleyfi eru gefin út. Í auglýsingarferli geta komið fram athugasemdir sem erfitt getur verið að leysa ef framkvæmdir eru hafnar á svæðinu.
Að þessum sökum hafna ég tillögunni og geri alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð stjórnenda sveitarfélagsins í málinu.
2. Fyrirhugaður útsýnispallur á Brekknaheiði.
Lagt fram til kynningar
3. Umferðarhraði á Þórshöfn.
Samantekt og tillaga frá formanni nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
4. Umsagnarbeiðni frá Skipulagsgátt.
Skipulagsgátt hefur óskað eftir umsögn Langanesbyggðar að breyttu aðalskipulagi vegna veiðihúss á landi Hofs við Hofsá. Umsagnarfrestur er til 15. maí 2024.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir engar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
Samþykkt samhljóða.
5. Umsókn frá Ísfélaginu um byggingarleyfi/endurbætur á Fjarðarvegi 3.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir athugasemd við að húsnæðið sé flokkað sem fjölbýlishús þar sem það gefur til kynna að fólk hafi þar fasta búsetu. Eðlilegra er að þetta sé flokkað sem gistihús.
Samþykkt samhljóða.
6. Synjun umsóknar um styrk úr Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða vegna verkefnisins „Útsýnisstaður á Hafnargarðinum“.
Lagt fram til kynningar.
7. Umsókn um niðurrif á húsnæði.
Ísfélagið óskar eftir leyfi til að rífa niður iðnaðarhúsnæðið að Eyrarvegi 3.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin getur ekki heimilað niðurrif þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Samþykkt samhljóða.
8. Umsókn um byggingarleyfi á smáhýsum á landi Skeggjastaða.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin óskar eftir fullnægjandi gögnum og bendir einnig á að samkvæmt aðalskipulagi má leyfa tvö frístundahús á hverju lögbýli án þess að breyta þurfi aðalskipulagi og gera deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða.
9. Önnur mál.
9.1 Minnisblað nefndarinnar 16. janúar 2024.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin vill vísa í punkta sem voru gerðir vegna undirbúnings nýs deiliskipulags hafnarsvæðisins dagsett 16. janúar 2024 og beinir því til sveitarstjórnar að vinna úr þeim atriðum sem ekki hafa enn verið útfærð, sérstaklega hvað varðar innviðauppbyggingu og samfélagssáttmála Ísfélagsins og LNB.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 16:06