27. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
27. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 11. júní 2024. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Þorri Friðriksson, Ina Leverkönen, Brynjar Þorláksson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Fundargerð Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 09.05.2023
Fundargerðin lögð fram
2. Fundargerð Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 31.05.2023
Fundargerðin lögð fram
3. Fundargerð Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 14.02.2024
Fundargerðin lögð fram
4. Fundargerð Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 13.03.2024
Fundargerðin l0gð fram
5. Fundargerð Náttúruverndarnefndar Þingeyinga frá 22.04.2024
Fundargerðin lögð fram
6. Bréf MAST frá 08.05.2024 og Umhverfisstofnun 22.03.2024 vegna mengunar á Heiðarfjalli.
06.1 Skýrsla v. mengunar á Heiðarfjalli.
Bréfin og tölvupóstar lagðir fram ásamt skýrslunni um mengunina. Allt efni hefur einnig verið sent fulltrúum í landbúnaðarnefnd. Málið er á forræði nefndarinnar en lagt hér fram til kynningar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin lítur málið mjög alvarlegum augum og felur sveitarstjóra að leita eftir nánari upplýsingum um niðurstöður skýrslu um mengun á Heiðarfjalli. Jafnframt krefst nefndin þess að gerð verði aðgerðar- og tímaáætlun byggð á niðurstöðum skýrslunnar. Þá er þess einnig krafist að sveitarfélagið sé upplýst um framgang málsins og verði haft með í ráðum við val á mótvægisaðgerðum.
Samþykkt samhljóða.
7. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsskipta, Eyrarvegur 4-12
07.1 Jarðkönnun
07.2 Yfirlitskort með sniðum
Ísfélagið sækir um að fá að hefja framkvæmdir við jarðvegsskipti á lóð félagsins norðan við núverandi frystihús.
Ástæða umsóknar er að samhliða dýpkun á hafnarsvæði fellur til burðarhæfur jarðvegur sem fyrirhugað er að nýta til jarðvegsskipta norðan frystihúss.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið sem samræmist gildandi deiliskipulagi og felur sveitarstjóra að gefa út leyfið.
Samþykkt með 4 atkvæðum og einn situr hjá.
8. Bréf skipulagsstofnunar um að stofnunin geri ekki athugasemdir um auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar.
Skipulagsfulltrúi og EFLA þurfa að rýna niðurstöður yfirferðarinnar og undirbúa auglýsingu á tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
Lagt fram til kynningar.
9. Sorpflokkunarhús, útlitsteikningar, grunnteikningar og sökkulteikningar ásamt og skráningartöflu.
Faglausn leggur fram útlitsteikningar, grunnteikningar, sökkulteikningar ásamt skráningartöflu fyrir sorpflokkunarhús við Háholt 4. Um er að ræða hús sem keypt er af Landstólpa og aðlagað þarfagreiningu sem hefur verið í þróun frá því að ákvörðun var tekin um kaup á húsi.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin vísar málinu til byggingafulltrúa til yfirferðar og afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
10. Deiliskipulagsbreyting vegna sameininga lóða við Háholt og Markholt.
Deiliskipulagsbreyting vegna sameininga lóða við Háholt og Markholt.
Lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi þar sem lóðirnar Háholt 4 og Markholt 3 og 5 eru sameinaðar í eina lóð fyrir sorpmóttökustöð.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að breytingin verði unnin skv. 2. mgr 43. gr og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varðar einungis sameiningu lóða en ekki aukin byggingaráform.
Samþykkt samhljóða
11. Frágangur á grjótvörn við fyllingu í höfninni.
Á vinnufundi skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarnefndar þann 6. júní s.l. kynnti EFLA tillögur Vegagerðarinnar að frágangi á grjótvörn við uppfyllingu í höfninni á Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti þann frágang sem kynntur var á fundinum og ennfremur að forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar kanni kostnað við að setja niður staura fyrir fyrirhugaða trébryggju samhliða frágangi á grjótvörninni.
Samþykkt samhljóða.
12. Önnur mál.
a) Útisvið í Lystigarði. Rætt um hugsanlega útfærslu og stað.
b) Umferðarhraði í íbúagötum.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir að tillögu sinni að umferðarhraði í íbúagötum á Þórshöfn og á Bakkafirði verði að hámarki 30 km/klst. með vísan í Umferðarlög nr. 77/2019 gr. 37.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:10