29. fundur í skipulags og umhverfisnefnd
29. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri á Þórshöfn þriðjudaginn 23. febrúar 2021. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Vindmyllugarðar
Ketill Sigurjónsson frá Zephyr á Íslandi kynnti hugmyndir um mögulegan vindmyllugarð í landi Eiðis I og II og Ártúns á Langanesi. Lögð var fram samantekt Tilhögun virkjunarkosts R4312A, dags. í febrúar 2020.
2. Líforka
Lögð fram beiðni frá Vistorku og SSNE um beiðni um styrk til að gera hagkvæmnismat um samþætta vinnslu á lífrænum úrgangi með hátækni efnaferlum, líforkuver. Áætlaður hlutur Langanesbyggðar er um 1,6% miðað við íbúafjölda eða kr. 157.537. Sveitarstjórn samþykkti á 122. fundi að vísa ákvörðun um málið til nefndarinnar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin er samþykk því að Langanesbyggð taki þátt í verkefninu og framlagi að upphæð kr. 157.537, að því gefnu að önnur sveitarfélög á svæðinu taki þátt líka.
Samþykkt samhljóða.
3. Drög að umsögn um frumvarp að hringrásarhagkerfi – frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. febr. 2021.
Bókun um afgreiðslu: Tekið er undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga í öllum megin dráttum.
Samþykkt samhljóða.
4. Önnur mál
4.1. Innsent erindi frá landeigendum Kverkártungu (landnúmer 156365), dags. 19. febrúar 2021 lagt fram. Erindinu fylgja i) umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, ii) lóðarblað, iii) uppdráttur með staðsetningu byggingar á lóða, iv) afstöðumynd veiðihúss Miðfjarðarár og L-Kverkár, v) arkitektateikningar af mannvirkjum.
Bókun um afgreiðslu: Erindið fram til kynningar. Nefndin tekur jákvætt í umsögnina og felur sveitarstjóra að yfirfara innsend gögn og kalla eftir frekari upplýsingum eftir því þörf á og kynna fyrir nefndinni. Nefndin óskar eftir því að öll gögn málsins séu á íslensku.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.