29. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
29. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 24. júlí 2024. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Brynjar Þorláksson, Ina Leverkönen, Þorri Friðriksson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Fundargerð 236. fundar Heilbrigðisnefndar NE 26.06.2024
Fundargerðin lögð fram
2. Aðalskipulagsbreyting Tungusel
2.1 Aðalskipulagsbreyting
2.2 Deiliskipulagsuppdráttur
Lögð fram tillaga í vinnslu að breytingu á aðalskipulagi vegna veiðihúss í landi Tungusels, deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar almenningi og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2021 og 40. gr. sömu laga á heimasíðu LNB og liggi frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í amk 10 daga. Erindið væri þá hægt að afgreiða til auglýsingar á nefndarfundi í ágúst.
Samþykkt samhljóða.
3 Umsókn um byggingaleyfi Eyrarvegur 4-12
Ísfélagið mun, ef deiliskipulagstillaga verður samþykkt, leggja fram umsókn um byggingaleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Lagt fram til kynningar og athugasemda að beiðni Ísfélagsins og EFLU.
Bókun nefndarinnar: Þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir verður umsókn ekki lögð fram til afgreiðslu. Nefndin vill samt sem áður koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum við teikningarnar:
Þessi bygging mun verða sú stærsta á Þórshöfn og mikilvægt að hún hafi jákvæð áhrif á ásýnd þorpsins, til dæmis má brjóta upp stóra veggjarfleti með timburklæðningu eða annarri aðlaðandi hönnun. Ekki koma fram í gögnum upplýsingar um lýsingu (ljóskastara) á byggingu og umhverfi hennar. Jákvætt væri ef sú lýsing mundi nýtast hafnarsvæðinu einnig.
Samþykkt samhljóða
4. Ósk um heimild til að breyta aðalskipulagi og vinna deiliskipulag frístundabyggðar að Skeggjastöðum.
Landslag (Atli Steinn Sveinbjörnsson) hefur lagt fram ósk um heimild til að breyta aðalskipulagi og vinna deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skeggjastaða. Skipulagsnefnd gerði athugasemd við ósamræmi í texta til byggingafulltrúa og skipulagslýsingu þar sem annars vegar er talað um „frístundabyggð“ og hinsvegar um „verslunar og þjónustusvæði“. Ennfremur gerði nefndin fyrirvara um samþykki landeigenda. Samningur við landeigendur liggur fyrir en ekki hefur tekist að undirrita hann sökum sumarleyfa. Skipulagsfulltrúi leggur það í hendur umsækjenda að meta hvort lagt er í umræddar breytingar með eða án samþykkis landeigenda en bendir á að það sé betra að fá samþykki þeirra. Hann leggur það ennfremur í hendur þeirra hvenær skipulagslýsingin verður auglýst.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags verði auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 40. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.
5. Önnur mál
a) Staðsetning hundagerðis.
Rætt um frekari útfærslu á hundagerði
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:10