3. fundur í skipulags- og unhverfisnefnd
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
3. fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 11. október 2022. Fundur var settur kl. 13:00.
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Mirjam Blekkenhorst, Þorri Friðriksson og Sigtryggur Brynjar Þorláksson. Davíð Hansson frá UST var í fjarfundarsambandi. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð:
1. Langanes - friðlýsingarkostir. Davíð Hansson frá Umhverfisstofnun kynnti málið og svarar spurningum.
Bókun um afgreiðslu: Umhverfisstofnun hefur kynnt friðlýsingakostina fyrir nefndinni sem tekur jákvætt í að hefja vinnu við friðlýsingarferlið og vísar því til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
2. Tillaga að reglum um úthlutun lóða - frá sveitarstjórn
Reglur settar fram í ljósi eftirspurnar eftir lóðum á Þórshöfn. Hafa verður gengsæjar reglur um úthlutun lóða.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar. Við aðra grein bætist eftirfarandi: „Umsóknum skal skilað á þar til gerðum umsóknareyðublöðum“. Sveitarstjóra falið að koma þessum breytingum á framfæri við sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
3. Suðurbær – niðurstöður úr rannsóknum á borholum í tillögu að skipulagi Suðurbæjar.
Í ljós hefur komið að ekki er djúpt niður á fast í þeirri deiliskipulagstillögu sem lögð hefur verið fram.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur Teiknistofu Norðurlands að vinna áfram með skipulagið í ljósi niðurstaðna athugunar á jarðvegi á deiliskipulagsreitnum.
Samþykkt samhljóða
4. Styrkumsókn til framkvæmdastjóðs ferðmanannastaða –
Sótt um í annað sinn um gerð göngurstígs eftir suðurgarði hafnarinnar til framkvæmdasjóðs ferðamanna.
5. Bakkafjörður höfnin –
Tillaga hafnarnefndar að færslu olíutanks að garði nærri hafnarhúsi.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti færslu olíutanks samkvæmt framlagðri teikningu og felur TsNl að ljúka við deiliskipulagið í samvinnu við skipulags- og umhverfisnefnd, byggðaráð og sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
6. Erindi vegna greiningar hugtaksins „þéttbýli“. – Sjá lið 7 um svæðisáætlun sem tengist þessum lið.
Lagt fram bréf SSNE til Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis þar sem óskað er eftir fundi vegna skilgreiningar á þéttbýli til að ræða þessar skilgreiningar.
Lagt fram til kynningar.
7. Svæðisáælun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 ásamt fylgiskjölum.
Smári Lúðvíksson frá SSNE úrskýrir hugmyndina að baki svæðisáætlunar og ferlið.
Þessum lið frestað fram til 18. október þar sem Smári og Stefán Gíslason munu mæta báðir og fara nákvæmlega í málið.
8. Erindisbréf nefndarinnar – Lagt fram erindisbréf nefndarinnar frá sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
9. Umsók um byggingaleyfi frá Almari Eggertssyni vegna Ísfélagsins –
Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og vísar málinu til byggingafulltrúa til meðferðar.
Samþykkt samhljóða.
Önnur mál
A. Tillaga um Teams fund með TsNl vegna þeirra skipulagsverkefna sem eru á dagskrá eða framundan. –
Tsnl boðuð á næsta fund nefndarinnar.
B. Dagsetning fyrir skipulagsnámskeið Eflu –
Mánudag 24. október kl. 16:00.
C. Umferðarhraði í þéttbýlinu Þórshöfn – upplýsingar
Leggja þarf fram skýrar óskir til Vegagerðarinnar vegna hraðatakmarkana og hraðahindrana. Ákveðið að safna saman gögnum vegna umferðaröryggis.
D. Undirgöng fyrir búfé á Brekknaheiði – sveitarstjóra falið að leita álits landeigenda á staðsetningu og þörf.
E. Útsýnisstaður/áningarstaður á Brekknaheiði - staðsetning. Hafa samband við Vegagerðina um gerð áningastaðar þar sem gamli og nýi vegurinn skarast.
F. Gönguleið á bakkanum og göngubrú við Fossá - möguleg styrkveiting frá Vegagerðinni. Sækja um í sjóð vegna verkefnisins „Strandstígur“.
G. Gerð aðalskipulags - þarf að taka ákvörðun í sveitarstjórn og sækja um í Skipulagssjóð fyrir 1. nóvember. Vísað til sveitarstjórnar sem leggur inn umsókn.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:00