3. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
3. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn fimmtudaginn 21. mars 2019. Fundur var settur kl. 15:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Kristján Úlfarsson, Hallsteinn Stefánsson, Karl Ásberg Steinsson og Elías Pétursson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
1. Erindi Björgunarsveitarinnar Hafliða, ósk um umsögn vegna mögulegrar stækkunar Hafliðabúðar
Lagt fram erindi Björgunarsveitarinna Hafliða með ósk um umsögn vegna mögulegrar stækkunar Hafliðabúðar.
Samþykkt um afgreiðslu: Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að fela sveitar-stjóra óska álits skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins á hugmyndinni.
2. Staða á skipulagsvinnu
a. Breyting á aðalskipulagi – efnistökusvæði
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi er í auglýsingu vantar dags.
b. Breyting á aðal- og deiliskipulagi – hesthúsabyggð við Þórshöfn
Tillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfisins er í auglýsingu til 24. apríl nk.
c. Breyting á deiliskipulagi - athafnasvæði á Þórshöfn
Drög að tillögu verða kynnt á opnu húsi á skrifstofu sveitarfélagsins. Þegar því er lokið verður tillagan lögð fyrir skipulagsnefnd/sveitarstjórn og svo auglýst.
d. Breyting á deiliskipulagi – kirkjugarður á Þórshöfn
Drög eru vinnslu. Samþykkt að fallast á ábendingar sóknarnefndar, dags. 19. febr. sl., þess efnis að suðurhlið garðsins færist að drenskurði sem þegar hefur verið grafinn.
Samþykkt samhljóða.
e. Deiliskipulag miðsvæðis við Bakkaveg og Vesturveg
Tillaga að deiliskipulagi er í auglýsingu til 27. mars nk.
3. Sorpskil 2018 og umhverfismarkmið
Lag fram yfirlit um magn sorps 2018 sem urðað var á Bakkafirði og ákv. í starfsleyfi UST fyrir urðunnarstaðinn. Sveitarfélaginu ber, skv. starfsleyfinu, að setja sér umhverfismarkmið fyrir 1. maí nk., það mál er í vinnslu á skrifstofu.
4. Uppgræðsla skjólbeltis á Bakkafirði
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við gerð skjólbeltis umhverfis urðunarstaðinn, það verði gert með gróðursetningu trjáa.
Samþykkt samhljóða.
5. Lóðir við Langanesveg og gamla olíuportið
Nefndin felur sveitarstjóra að taka saman fyrirliggjandi gögn og leggja fyrir næsta fund.
Samþykkt samhljóða.
6. Innsend erindi
a. Erindi frá Grétu Bergrúnu o.fl. vegna sorpflokkunar, dags. 26. febr. 2019
Nefndin þakkar bréfriturum erindið og tekur undir að góð flokkun er mjög mikilvæg. Sveitarstjóra falið að svara bréfriturum í samræmi við umræður á fundinum.
b. Hættulegt hús á Bakkafirði, erindi frá Ólafi B. Sveinssyni, dags. 27. febr. 2019
Nefndin felur sveitarstjóra að rita eiganda hússins bréf og krefjast úrbóta bæði hvað varðar ytra útlit og ástand þess.
7. Önnur mál
a. Hreinsunardagur 2019
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að stefna að hreinsunardegi 18. maí nk. Sveitarstjóra falið að auglýsa hreinsunarátak með hefðbundnum hætti.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:26.