Fara í efni

30. fundur skipulags- og uhverfisnefndar

13.08.2024 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

30. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 13. ágúst 2024. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Mirjam Blekkenhorst, Helga G. Henrýsdóttir, Ina Leverkönen, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Formaður fór fram á að taka fyrir svar Ísfélagsins við spurningum sem nefndin lagði fram á 29. fundi. Svörin bárust eftir að fundarboð var sent út. Sá liður verður þá nr. 4.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Tilnefningar vegna snyrtilegra athafna og/eða iðnaðarlóðar í Langanesbyggð.
Borist hefur skrifleg ábending um lóðina við Bjargið á Bakkafirði og 2 munnlegar ábendingar um lóð RARIK á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir góðar ábendingar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

2. Aðalskipulagsbreyting vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar, tillaga
     2.1 Deiliskipulag – greinargerð og umhverfismatsskýrsla – tillaga
Frá Önnu Katrínu: Samkvæmt upplýsingum frá Elis, hefur verið tekið ákvörðun að breyta deiliskipulagsuppdrættinum lítillega. Þær breytingar sem hafa nú verið gerðar frá auglýsingu eru:
· Upptökubrautinni hefur verið hliðrað til og aðkomu að henni breytt.
· Fylling var minnkuð.
· Lóðarmörk og byggingarreitur við Hafnarveg 4-12 var lagfærður. Á aðallega við austurhluta lóðar.
· Staðsetning og lögun timburbryggju var uppfærð miðað við nýjustu upplýsingar.

2.2 Hafnarsvæðið á Þórshöfn kort – tillaga
2.3 Hafnarsvæðið á Þórshöfn - umsögn Heilbrigðiseftirlits NE
2.4 Hafnarsvæðið á Þórshöfn - umsögn Vegagerðarinnar
2.5 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Egils Einarssonar
2.6 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Minjastofnunar
2.7 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands
2.8 Hafnarsvæðið á Þórshöfn – umsögn Samgöngustofu
2.9 Viðbrögð við auglýstri tillögu um aðalskipulagsbreytingu
2.10 Viðbrögð við auglýstri tillögu um deiliskipulagsbreytingu

Bókun um afgreiðslu: Nefndin frestar afgreiðslu fram að næsta fundi vegna úrvinnslu á athugasemdum. Sveitarstjóra er falið að svara þeim athugasemdum sem bárust.

Samþykkt samhljóða.

Bókun frá Mirjam: Mirjam gerir athugasemd við að það er Efla sem tekur saman athugasemdirnar við auglýsta tillögu og veitir umsögn. Efla er að vinna fyrir Ísfélagið og er því ekki óháður aðili.

3. Deiliskipulag fyrir Bakkafjarðarhöfn
     3.1 Deiliskipulag kort
     3.2 Bakkafjarðarhöfn yfirlitsmynd
     3.3 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn – umsögn Skipulagsstofnunar
     3.4 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn – umsögn HNE
     3.5 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn - umsögn Vegagerðar
     3.6 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn – umsögn Minjastofnunar
     3.7 Deiliskipulag Bakkafjarðarhöfn - umsögn Umhverfisstofnunar
     3.8 Bókanir hafnarnefndar um skipulag hafnarinnar á Bakkafirði
     3.9 Samantekt athugasemda um Bakkafjarðarhöfn

Bókun um afgreiðslu: Nefndin telur svör skipulagshönnuðar og skipulagsfulltrúa við athugasemdum og umsögnum fullnægjandi og leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins á Bakkafirði.

Samþykkt samhljóða.

4. Svar við spurningum skipulags- og umhverfisnefndar frá 24. júlí.
Efla hefur sent svar vegna spurninga á 29. fundi nefndarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir svörin en áréttar mikilvægi þess að brjóta upp stóra veggjafleti t.d með timburklæðningu að hluta eða annarri aðlaðandi hönnun. Viljum við t.d benda á möguleikann að hafa samband við Myndlistaskólann á Akureyri með hugmyndasamkeppni að útliti byggingarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:24.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?