Fara í efni

31. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

27.08.2024 15:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

31. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 27. ágúst. Fundur var settur kl. 15:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Fundargerð

1. Umsókn um byggingarleyfi að Kötlunesvegi 3 frá Gunnlaugi Steinarssyni  
     01.1 Byggingalýsing og teikningar
     01.2 Hafnartangi deiliskipulag
     01.3 Skráningartafla Kötlunesvegur 3
     01.4 Lóðaeigusamningur Vík
     01.5 Lóðaleigusamningur úr landi Hafnar
Fyrir liggur beiðni frá Gunnlaugi Steinarssyni um byggingarleyfi fyrir 24,2 m2 sólskála að Kötlunesvegi 3, Bakkafirði

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og samþykkir það fyrir sitt leyti og vísar því til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

2. Breyting á aðal- og deiliskipulagi skipulagi Tungusels, tillaga
     02.1 Deiliskipulags greinargerð
     02.2 Deiliskipulagsuppdráttur
     02.2 Umsögn Umhverfisstofnunar vegna skipulags Tungusels.

Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar- og deiliskipulags vegna veiðhúss í landi Tungusels var kynnt frá 12. til 23. ágúst sl. Engin athugasemd barst á kynningartímanum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að sveitastjórn samþykki að óska eftir heimild skipulagsstofnunar til að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig leggur nefndin til að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 41. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

3. Aðalskipulagsbreyting vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar
Auglýsing tillögu að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar lauk þann 2. ágúst sl. Ein athugasemd barst við tillöguna ásamt umsögnum frá Samgöngustofu, Hafrannsóknarstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti NE, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Vegagerðinni. Fyrir liggur tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna frá skipulagshönnuði og skipulagsfulltrúa.

Á 30. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, þann 13. ágúst sl., ákvað nefndin að fresta afgreiðslu skipulagsins vegna úrvinnslu á svörum við athugasemd og umsögnum og lagði jafnframt til að óverulegar breytingar yrðu gerðar á skipulagsgögnum í samræmi við innsendar umsagnir.
Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn, greinargerð með umhverfismatsskýrslu ásamt uppdrætti dags. 26.08.2024. Breytingar á skipulagsgögnum eftir auglýsingu koma fram í kafla 6 í greinargerð skipulagsins.

Hér fyrir neðan eru innsend athugasemd og umsagnir ásamt svörum skipulags- og umhverfisnefndar.
     03.1 Athugasemd Egils Einarssonar við mál 528.2024 og 239.2024 stækkun hafnarsvæðið
     03.2 Umsögn Samgöngustofu
     03.3 Umsögn Hafrannsóknarstofnunar
     03.4 Umsögn Minjastofnunar
     03.5 Umsögn Heilbrigðiseftirlits NE
     03.6 Umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands
     03.7 Umsögn Vegagerðarinnar
     03.8 Viðbrögð við auglýstri tillögu að Aðalskipulagsbreytingu

Bókunartillaga fulltrúa L-lista: Að fengin verði óháður aðili til að yfirfara umsagnir sem bárust eftir auglýstan tíma vegna aðal- og deiliskipulagsbreytinga á hafnarsvæðinu á Þórshöfn og veitir óháða umsögn um þær.

Atkvæðagreiðsla: með tillögu: Þorsteinn. Á móti tillögu: Hildur, Ina, Brynjar og Þorri.

Bókun L- lista: Fulltrúar L-lista gera en og aftur verulegar athugasemdir við skipulagið í heild sinni í þessu verkefni og ekki síður skipulagsvinnuna hjá umhverfis-og skipulagsnefnd, hafnarnefnd og meirihluta sveitarstjórnar eftir að málið fór inn á borð sveitarstjórnar dags. 17. apríl sl. Ferlið hefur ekki verið unnið að öllu leyti skv. lögum, reglum og hefðum. Einnig gera fulltrúar L-lista aftur verulegar athugasemdir við það að verkfræðistofan Efla skuli taka saman athugasemdirnar við auglýsta tillögu og veitir umsögn. Efla er að vinna fyrir Ísfélagið og er því ekki óháður aðili enda niðurstaða þeirra skv. minnisblaði í gögnum fundarins hér í dag að litlu sem engu þarf að breyta, enda eru það hagsmunir þeirra sem þeir vinna fyrir að svo sé. Málið í heild hefur litast af sérhagsmunum í stjórnkerfi sveitarfélagsins en ekki almanna- eða samfélagshagsmunum.
Margar ábendingar og athugasemdir hafa borist eftir auglýsingu þ.m.t. frá stofnunum og ekki síst íbúum. Hér þarf fyrst og fremst að gæta að almanna- og samfélagshagsmunum og taka tillit til þeirra en ekki sérhagsmuna.
Það skal tekið fram að ekkert mat eða gögn liggja fyrir um að verkefnið sé til samfélagslegra hagsbóta.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir svör við innsendri athugasemd og umsögnum og leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar.

Atkvæðagreiðsla: Með bókun: Hildur, Þorri, Brynjar. Á móti: Þorsteinn. Situr hjá: Ina.

4. Heildarendurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Þórshöfn
Auglýsing tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins á Þórshöfn lauk þann 2. ágúst sl. Ein athugasemd barst við tillöguna ásamt umsögnum frá Samgöngustofu, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti NE, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Fyrir liggur tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna frá skipulagshönnuði og skipulagsfulltrúa.

Á 30. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, þann 13. ágúst sl., ákvað nefndin að fresta afgreiðslu skipulagsins vegna úrvinnslu á svörum við athugasemd og umsögnum og lagði jafnframt til að óverulegar breytingar yrðu gerðar á skipulagsgögnum í samræmi við innsendar umsagnir.
Lögð eru fram uppfærð greinargerð, umhverfismatsskýrsla og skipulagsuppdráttur dags. 26.08.2024. Breytingar á skipulagsgögnum eftir auglýsingu koma fram í kafla 6.3 í greinargerð skipulagsins.

Innsend athugasemd og umsagnir eru undir lið 3 hér á undan.
     4.1 Deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn – skipulagsuppdráttur eftir uppfærslu
     4.2 Viðbrögð við auglýstri tillögu um deiliskipulag.

Bókunartillaga fulltrúa L-lista: Að fengin verði óháður aðili til að yfirfara umsagnir sem bárust eftir auglýstan tíma vegna aðal- og deiliskipulagsbreytinga á hafnarsvæðinu á Þórshöfn og veitir óháða umsögn um þær.

Atkvæðagreiðsla: með tillögu: Þorsteinn. Á móti tillögu: Hildur, Ina, Brynjar og Þorri.

Bókun L- lista: Fulltrúar L-lista gera en og aftur verulegar athugasemdir við skipulagið í heild sinni í þessu verkefni og ekki síður skipulagsvinnuna hjá umhverfis-og skipulagsnefnd, hafnarnefnd og meirihluta sveitarstjórnar eftir að málið fór inn á borð sveitarstjórnar dags. 17. apríl sl. Ferlið hefur ekki verið unnið að öllu leyti skv. lögum, reglum og hefðum. Einnig gera fulltrúar L-lista aftur verulegar athugasemdir við það að verkfræðistofan Efla skuli taka saman athugasemdirnar við auglýsta tillögu og veitir umsögn. Efla er að vinna fyrir Ísfélagið og er því ekki óháður aðili enda niðurstaða þeirra skv. minnisblaði í gögnum fundarins hér í dag að litlu sem engu þarf að breyta, enda eru það hagsmunir þeirra sem þeir vinna fyrir að svo sé. Málið í heild hefur litast af sérhagsmunum í stjórnkerfi sveitarfélagsins en ekki almanna- eða samfélagshagsmunum.
Margar ábendingar og athugasemdir hafa borist eftir auglýsingu þ.m.t. frá stofnunum og ekki síst íbúum. Hér þarf fyrst og fremst að gæta að almanna- og samfélagshagsmunum og taka tillit til þeirra en ekki sérhagsmuna.
Það skal tekið fram að ekkert mat eða gögn liggja fyrir um að verkefnið sé til samfélagslegra hagsbóta.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir svör við innsendri athugasemd og umsögnum og leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins á Þórshöfn.

Atkvæðagreiðsla: Með bókun: Hildur, Þorri, Brynjar. Á móti: Þorsteinn. Situr hjá: Ina.

5. Tilnefningar vegna snyrtilegrar athafna og/eða iðnaðarlóðar í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

6. Undirritaður leigusamningur vegna leigu Þóris Jónssonar fh. óstofnaðs hlutafélags og Þjóðkirkjunnar um leigu á Skeggjastöðum.
Leigusamningur lagður fram sem hluti gagna vegna breytinga á deiliskipulagi Skeggjastaða.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir framkomin gögn og telur þau fullnægjandi til að málið sé lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 16:00

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?