Fara í efni

32. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

24.09.2024 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

32. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 24. september 2024. Fundur var settur kl. 14:00

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Mirjam Blekkenhorst, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorri Friðriksson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Formaður óskaði eftir afbrigðum frá boðaðri dagskrá þar sem 12. lið og 13. lið verði bætt við.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Umsókn frá Dawid smið ehf. um lóðirnar Langanesveg 17b og 19b.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir erindið. Afgreiðslu frestað þar sem deiluskipulagsbreytinga er þörf og önnur umsókn um Langanesveg 19 b liggur fyrir. Nefndin óskar eftir nánari gögnum. Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda. Nefndin bendir á kvaðir deiliskipulags svæðisins varðandi 35-40° þakhalla og hámarks þakhæð 6,5 -7 metrar.

Samþykkt samhljóða.

2. Umsókn frá Bergholt 1. ehf. um stækkun lóðar.
Óskað er eftir stækkun lóðarinnar við Bergholt 1 á Bakkafirði til að koma fyrir varmadælulögnu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir stækkun lóðar í samræmi við umsókn lóðarhafa og framlagðan lóðaruppdrátt frá Faglausn ehf.

Samþykkt samhljóða.

3. Umsóknir frá Dominik M. Potrykus og Mikolaj Potrykus um lóðina Sunnuveg 12.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar erindinu og samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina. Sveitarstjóra falið að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða.

4. Innsent erindi frá Mateusz Swierczewski varðandi golfvöll í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar erindinu. Fyrsta vinna við gerð golfvallar innan sveitarfélagsins myndi snúa að því að finna honum stað innan skipulags. Slík vinna gæti hafist við gerð nýs aðalskipulags sem mun hefjast innan tíðar meðal annars með íbúafundum þar sem kjörið er að koma á framfæri sjónarmiðum hagsmunahópa.

Samþykkt samhljóða.

5. Umsókn frá Tryggva S. Sigfússyni um lóðin Langanesveg 19b.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir erindið en frestar afgreiðslu þar sem önnur umsókn um Langanesveg 19 b liggur fyrir. Nefndin óskar eftir nánari gögnum. Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjanda. Nefndin bendir á kvaðir deiliskipulags svæðisins varðandi 35-40° þakhalla og hámarks þakhæð 6,5 -7 metrar.

Samþykkt samhljóða.

6. Umsókn frá Sigurði R. Kristinssyni um leyfi til geymslu hluta utan skipulagðra svæða.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti umsóknina með þeim tímamörkum sem sótt er um.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsókn frá Rarik um lóð undir spennustöð.

Bókun um afgreiðslu: Erindið kallar á deiliskipulagsbreytingu. Erindinu vísað til skipulagsfulltrúa til að finna hentuga lausn á staðsetningu lóðar og aðkomu að þessari lóð.

Samþykkt samhljóða.

8. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á lóð Þjónustumiðstöðvar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir umsóknina samkvæmt uppdrætti til 6 mánaða.

Samþykkt samhljóða.

9. Skipulagsdagurinn 2024 – Boð á ráðstefnu.
Lagt fram til kynningar.

10. Deiliskipulag Suðurbæjar – athugasemdir.
Farið yfir innsendar athugasemdir og breytingatillögum komið til hönnuðar skipulagsins.

11. Innsent erindi frá íbúum.
Erindi og undirskriftarlisti frá íbúum í Fjarðarvegi (innan lækjar) og Sunnuvegi vegna lóðar í Sunnuvegi 12.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir innsent erindi og fagnar áhuga íbúa að bæta nærumhverfi sitt og útivistarmöguleika barna. Nefndin bendir hins vegar á að þessi lóð hefur verið auglýst sem laus byggingarlóð í ýmsum miðlum í nokkur ár án mótmæla. Þá er bent á að í Suðurbæjarskipulagi - í vinnslu, er gert ráð fyrir þremur leiksvæðum.

Samþykkt samhljóða.

12. Merkjalýsing Hafnargata 2b.
Lögð fram drög að merkjalýsingu fyrir Hafnargötu 2b. Merkjalýsingin er í samræmi við lóðablað sem var samþykkt á fundi nefndarinnar þann 13. febrúar síðastliðinn.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir merkjalýsingu fyrir Hafnargötu 2b.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:26.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?