33. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
33. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 8. október 2024. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Mirjam Blekkenhorst, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Helga Henrýsdóttir og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Fundargerð
1. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða minnisblað
01.0 Erindi frá Kistunni vegna umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða
01.1 Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamanna.
01.2 Gæðamatsblað, útsýnispallur á hafnargarði
01.3 Göngustígur á hafnargarði frumhönnun
01.4 Útsýnispallur á hafnargarði – tilboðsskrá uppfærð.
Lagt fram til kynningar. Verkefni sem atvinnu- og nýsköpunarnefnd ásamt Kistunni vinnur að.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin hvetur til þess að hugmyndin verði sett inn í skipulag hafnarsvæðisins til að styrkja möguleika á úthlutun til verkefnisins úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Samþykkt samhljóða.
2. Tölvupóstur frá EFLU vegna útlits húsa við höfnina vegna ábendinga nefndarinnar
EFLA hefur sent tölvupóst varðandi útlit húsa í kjölfar ábendingar nefndarinnar um klæðningu á frystigeymslu. EFLA útskýrir í tölvupóstinum fyrirhugað útlit ásamt ástæðum fyrir því.
Brynjar Þorláksson lýsir sig vanhæfan við afgreiðslu þessa liðar.
Samþykkt samhljóða.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakka fyrir upplýsingarnar sem koma fram í tölvupósti frá Einari Andressyni hjá EFLU. Tekið skal fram, að ekki var verið að fara fram á heilklæðningu með timbri, einungis uppbrot á stórum hvítum flötum. Nefndin veltir upp hugmyndum um fleiri litbrigði í fletinum og lýsingu og mætti t.d. efna til samkeppni um listskreytingu á byggingunni.
Samþykkt með 4 atkvæðum.
3. Umsókn um lóðina Langanesvegur 19 b frá Tryggva Steini ásamt teikningu.
Tekin er fyrir umsókn um lóðina frá síðasta fundi eftir samtal á milli sveitarstjóra og umsækjenda. Minnt var á skilmála í deiliskipulagi og hugsanlega notkun og útfærslu á húsi. Ræða þarf nánar við umsækjanda vegna hugsanlegra breytinga á skipulagi til að koma til móts við umsækjanda verði henni úthlutað til hans.
03.1 Teikningar af útliti.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni til Tryggva Steins Sigfússonar en minnir jafnframt á deiliskipulagsskilmála svæðisins.
Samþykkt samhljóða.
4. Umsókn um lóðina Langanesvegur 17 b frá D.P. smiður
Sveitarstjóri hefur rætt við umsækjanda og farið fram á útlitsteikningu vegna skilmála í deiliskipulagi sem umsækjandi hefur skilað að hluta. Umsækjandi hefur lýst því yfir að útliti verði breytt til að koma til móts við t.d. þakhalla á húsum og koma þannig til móts við skilmála. Hvað varðar aðrar kröfur, þarf engu að síður að breyta skilmálum í skipulagi þar sem um er að ræða parhús (samtals 160m2) en ekki sjálfstæð hús á 2 lóðum.
04.1 – 04 4 Grunnteikning ásamt útlitsteikningum af byggingu (verður breytt til að koma til móts við skipulagsskilmála að einhverju leiti)
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni til D.P. smiður en minnir jafnframt á deiliskipulagsskilmála svæðisins.
Samþykkt samhljóða.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna styrkingu vegslóða og endurnýjun á Brú yfir Tungná.
Erindi frá Sniddu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin heimilar styrkingu vegslóðans og endurnýjun brúarinnar yfir Tungná samkvæmt beiðninni og felur sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi. Nefndin leggur áherslu á að vegslóðinn verði áfram opinn allri umferð.
Samþykkt samhljóða.
6. Önnur mál.
a) Val á snyrtilegustu lóð fyrirtækis í Langanesbyggð.
Nefndin hefur valið úr tilnefningum og ákveðið að veita RARIK á Þórshöfn viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóðina árið 2024.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:05