Fara í efni

35. fundur skipulags og umhverfisnefndar

05.11.2024 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

35. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 5. nóvember 2024. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Hallsteinn Stefánsson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Ina Leverköhne, Þorsteinn Ægir Egilsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Fulltrúar frá Þekkingarneti Þingeyinga og símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar verða á Temas undir lið 1.

Fundargerð

1. Bréf til skipulags- og umhverfisnefnda frá Þekkinganeti Þingeyinga með ósk um stuttan kynningu á Teams.
Þekkingarnetið og Símenntunarmiðstöð hafa óskað eftir að koma á nefndarfund og kynna verkefnið LOFTUM á Temas.

Bókun: Ingunn og Kristín frá Símey kynntu verkefnið og þau námskeið sem í boði eru. Geta einnig sérsniðið námskeið ef óskað er eftir.

2. Fundargerð HNE nr. 237 frá 18.09.2024
02.1 Fjárhagsáætlun HNE 2025
02.2 Upphæðir í gjaldskrá
02.3 Áætluð framlög sveitarfélaga 2025
Fundargerð, fjárhagsáætlun, gjaldskrá og listi yfir framlög sveitarfélaga lagður fram. Áætlað framlag Langanesbyggðar er kr. 3.291.600.- fyrir árið 2025.
Fundargerð og gögn lögð fram.

3. Fundargerð HNE nr. 238 frá 16.10.2024
Fundargerðin lögð fram.

4. Sunnuvegur 12 – merkjablað
04.1 Sunnuvegur hugsanleg grenndarkynning.
Lagt fram merkjablað vegna Sunnuvegar 12 en einnig kort af grenndarkynningu sem skipulagsfulltrúi telur að eigi að fara fram þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu. Skipulagfulltrúi útbýr eyðublað vegna kynningarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir merkjablað fyrir lóðina og gerir kröfu um grenndarkynningu hjá eftirfarandi húseignum:
Fjarðarvegur 27, 29, 31 og 33
Sunnuvegur 9, 10, 11 og 14

Samþykkt samhljóða.

5. Umsókn Brákar um lóðirnar Miðholt 21-27
05.1 Lóðablað fyrir Miðholt 21-27, þarf að útbúa merkjablað.
Íbúðafélagið Brák leggur fram umsókn um lóðirnar að Miðholti 21 – 27. Útbúa þarf nýtt merkjablað sem skipulagsfulltrúi er að vinna.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að úthluta lóðunum við Miðholti 21 – 27 til íbúðafélagins Brákar hses. Íbúðirnar verða í eigu Brákar sem sér um rekstur, viðhald og útleigu. Samningur við félagið verður lagður fram á næsta fundi nefndarinnar eða um leið og samningur við verktaka liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

6. Sandurinn, bréf frá íbúum um hugmyndir um skipulag á svæðinu fyrir neðan Hafliðabúð.
Nokkrir íbúar hafa sent meðfylgjandi erindi til Atvinnu- og nýsköpunarnefndar, Hafnarnefndar og Skipulags- og umhverfisnefndar. Þar er óskað eftir því að tekið verið tillit til þessa svæðis svo það haldist áfram sem fallegur afþreyingarstaður fyrir íbúa.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í að þróa frekari hugmyndir um útivistasvæði. Nýlokið er auglýsinga- og athugasemdaferli um hafnarsvæðið þar sem upptökubrautin er staðsett. Í skilmálum fyrir dýpkun hafnarinnar kom fram að fjaran, grasbalar og umhverfi fjörunnar raskist sem minnst við framkvæmdirnar.

Samþykkt: Hildur, Hallsteinn, Brynjar og Ina. Situr hjá: Þorsteinn.

7. Umsókn um geymslu utan geymslusvæða að Lækjarvegi 2
Umsókn frá Óla Þorsteinssyni um að geyma bátinn Loka ÞH 52 á lóð sveitarfélagsins að Lækjarvegi 2.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir erindið sem gildi til 1. maí 2025. Gjald samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins.

Samþykkt Samhljóða

8. Önnur mál

a) Tunguárvirkjun í Þistilfirði.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggst ekki gegn erindinu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að leggja fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna nýs deiliskipulags skv. 1.mgr. 30.gr og 1. mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 15:20

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?