Fara í efni

36. fundur skipulags- og umhverfisnefndar.

11.11.2024 12:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

36. fundur skipulags- og umhverfisnefndar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, mánudaginn 11. nóvember 2024. Fundur var settur kl. 12:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Helga Henrýsdóttir, Mirjam Blekkenhorst, Þorri Friðriksson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Formaður óskaði eftir afbrigðum til að taka lið 5 inn á dagskrá sem er ósk um breytingu á á lóðamerkjum Bergholts 1 ehf.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Umsókn frá Steypustöð Þórshafnar um bráðabirgðaleyfi fyrir staðsetningu steypustöðvar samkvæmt meðfylgjandi korti.
Steypustöð Þórshafnar hefur komið fyrir steypustöð samkvæmt meðfylgjandi korti og sækir um bráðabirgðaleyfi til eins árs.

Bókun um afgreiðslu: Nefndi samþykkir leyfi til bráðabirgða til eins árs með eftirfarandi fyrirvörum;
a) að svæðið verði hnitsett og stangist ekki á við deiliskipulag hesthúsahverfis,
b) að sótt verði um breytingu á aðalskipulagi og gert deiliskipulag fyrir svæðið áður en leyfið rennur út eða stöðinni fundinn annar staður.
c) ef svæðið verður ekki nýtt umfram 1 ár, að þá gangi Steypustöð Þórshafnar frá svæðinu og hreinsi til á svæðinu og skili því í því ástandi sem stöðin tók við því.

Samþykkt samhljóða.

2. Umsókn um lagningu jarðstrengs frá Rarik samkvæmt meðfylgjandi korti
Rarik sækir um leyfi til lagningu heimtaugar vegna steypustöðvar samkvæmt meðfylgjandi korti.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir lagningu strengs samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Samþykkt samhljóða.

3. Skipulagslýsing. Breyting á aðalskipulagi 2007-2027 og deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæði að Skeggjastöðum í Bakkafirði.
Lögð fram skipulagslýsing með breytingu á aðalskipulagi 2007-2027 og deiliskipulag vegna þjónustusvæðis að Skeggjastöðum í Bakkafirði ásamt samantekt um viðbrögð við meðfylgjandi umsögnum.

     03.1 Viðbrögð við auglýstri tillögu um deiliskipulag
     03.2 Umsögn HNE um ASKBR
     03.3 Umsögn Minjastofnunar um ASKBR
     03.4 Umsögn Náttúrufræðistofnunar um ASKBR
     03.5 Umsögn Rarik um ASKBR
     03.6 Umsögn Skipulagsstofnunar um ASKBR
     03.7 Umsögn Umhverfisstofnunar um ASKBR
     03.8 Umsögn Vegagerðarinnar um ASKBR
     03.9 Umsögn Þjóðkirkjunnar um ASKBR
     03.10 Umsögn HNE um DSK
     03.11 Umsögn Minjastofnunar um DSK
     03.12 Umsögn Náttúrufræðistofnunar um DSK
     03.13 Umsögn Vegggerðarinnar um DSK
     03.14 Umsögn Þjóðkirkjunnar um DSK

Bókun um afgreiðslu: Auglýsing skipulagslýsingar fyrir nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustusvæði að Skeggjastöðum í Bakkafirði lauk þann 28. september 2024. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Rarik, Náttúrufræðistofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Þjóðkirkjunni. Engar athugasemdir bárust.
Sjá samantekt umsagna og viðbrögð, liður 03.1
Nefndin hefur farið yfir inn komnar umsagnir og heimilar skipulagsaðila að leggja fram drög að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í samræmi við þær athugasemdir sem koma fram hjá umsagnaraðilum. Skipulagsdrögin verða kynnt almenningi og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga skipulagsfulltrúa að grenndarkynningu á Sunnuvegi 12
Skipulagsfulltrúi gerir að tillögu sinni að merkjalýsing fyrir Sunnuveg 12 verði grenndarkynnt fyrir þeim íbúum sem búa í tilgreindum húsum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að grenndarkynna lóðamörk samkvæmt meðfylgjandi lýsingu merkja. Nefndin vekur athygli á því að líklega eru ekki allir eigendur rétt skráðir í skjalinu (Sunnuvegur 10, Fjarðarvegur 29 og Fjarðarvegur 31). Skrifstofustjóra falið að kanna málið í samvinnu við skipulagsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

5. Erindi frá Áka Guðmundssyni þar sem farið er fram á breytingu á lóðamerkjum til að koma fyrir lögnum.
Lóðin stækkar um 12-15 m. til norðaustur en á móti kemur minnkun lóðar að sama skapi í suðvestur. Meðfylgjandi er teikning frá skipulagsfulltrúa sem skýrir erindið.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir breytingu á lóðamörkum samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Samþykkt samhljóða.

6. Önnur mál
     a) Kynning á hugsanlegum virkjunarframkvæmdum við Staðará.
Þjóðkirkjan hefur fengið meðfylgjandi kynningu á fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum í Staðará sem tengjast áformum sama fyrirtækis í Tunguá.
Lagt fram til kynningar.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12:55

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?