Fara í efni

38. fundur skipulags og umhverfisnefndar

21.10.2021 16:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

38. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn fimmtudaginn 21. október 2021. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Halldór Rúnar Stefánsson, Hallsteinn Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Drög að skipulagi hafnarinnar á Bakkafirði
Drögum að skipulagstillögu lögð fram og vísað til hafnarnefndar til afgreiðslu.

2. Umsókn um niðurrif á Bergholti II á Bakkafirði
Langanesbyggð sækir um niðurrif á Bergholti II. Umsókn og myndir af framtíðarhúsi. Langanesbyggð hefur selt Bergholt I sem nýr eigandi vill byggja upp að nýju, en samþykkt hefur verið að rífa Bergholt II.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leiti og vísar málinu til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

3. Þórshöfn, suðurbær – Drög að skipulagslýsingu til kynningar.
Drög að skipulagslýsingu fyrir suðurbæ Þórshafnar frá teiknistofu Norðurlands.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á suðurhluta Þórshafnar, sbr. framlagða teikningu og felur skipulagsráðgjafa að koma með tillögu. Einnig samþykkt að deiliskipulag nái að Fossá við eignarmörk sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4. Ný veglína yfir Brekknaheiði – Vegagerðin óskar eftir afstöðu Langanesbyggðar
Fyrirspurn frá Vegagerðinni um afstöðu sveitarfélagsins um hvort ný veglína krefjist breytinga á skipulagi.

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd felst á framlagða tillögu að veglínu frá Þórshöfn upp Brekknaheiði. Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við framlagða tillögu að nýrri veglínu.

Samþykkt samhljóða.

5. Göngustígur á hafnargarði – lýsing, kostnaðaráætlun og umsókn til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða
Lögð fram tillaga og hönnun á göngubraut, útsýnispalli á Suðurgarðinum á Þórshöfn með bifreiðastæðum. Einnig lögð fram kostnaðaráætlun vegna verkefnisins, vegna mögulegrar umsóknar um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en umsóknarfrestur fyrir styrki til framkvæmda til 26. október nk.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara, að verði hún samþykkt er málinu vísað til fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

6. Fimm ára alsherjarátak til hreinsunar strandlengjunnar í samvinnu nokkurra félaga og yfirvalda.
Samstarfsyfirlýsing ríkisins og félagasamtaka um hreinsun strandlengju Íslands lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin felur sveitarstjóra að kanna með hvaða hætti Langanesbyggð geti tekið þátt í þessu verkefni. Reynslan af hreinsunarátaki í sumar sýnir að mikið magn af óæskilegu rusli er við strendur sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

7. Upplýsingaskilti á Heiðarfjalli, mynd, afstaða og umboð landeigenda
Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun þar sem kynnt er staðsetning, útlit, efnisval og frágangur skiltis við Heiðarfjall. Einnig lagt fram samþykki landeigenda, dags. 20. september 2021 fyrir staðsetningu skiltisins.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að staðsetningu skiltisins.

Samþykkt samhljóða.

8. Fjallahjólabraut – Minnisblað frá Teiknistofu Norðurlands.
Minnisblað frá Teiknistofu Norðurlands, dags. 13. október 2021, um mögulegar fjallahjólabrautir í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og kynna framlagðar hugmyndir og kalla eftir ábendingum og athugasemdum.

Samþykkt samhljóða.

9. Fjárhagsáætlun 2022
Sveitarstjóri greindi frá undirbúningi að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og óskaði eftir ábendingumfrá nefndinni og athugasemdum við gerð fjárhagsáætlunar á næsta fundi nefndarinnar.

10. Beiðni um byggingarheimild við Austurveg 16, bílskúr.
Beiðni um byggingarheimild ásamt grunn- og útlitsteikningum vegna bílskúrs við Austurveg 16 á Þórshöfn lögð fram. Einnig er lagt fram blað með samþykki eigenda húsa við Austurveg 14 og 18 og Miðholt 9, 11, 13, 15, 17 og 19 við fyrirhugaða byggingu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til byggingafulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

11. Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi – til kynningar.
Úttekt sem um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, frá verkfræðistofunni Eflu unna fyrir SSNE, dags. 19. september 2021, lögð fram.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt….

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?