38. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
38. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 18. febrúar 2025. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Ina Leverköhne, Sigtryggur Brynjar Þorláksson, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Formaður óskaði eftir afbrigðum frá boðaðri dagskrá og taka á dagskrá lið 7. ásamt fylgigögnum um framkvæmdaleyfi vegna Brekknaheiðar frá Vegagerðinni.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
1. Umferðaröryggi á Þórshöfn – drög frá 2014.
01.1 Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga. Leiðbeiningar.
01.2 Bréf frá Ungmennaráði þar sem lagðar eru fram óskir í umferðaröryggismálum.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd felur formanni nefndarinnar að vinna umferðaröryggisáætlun fyrir Langanesbyggð í samráði við Vegagerðina. Byrjað verður á þéttbýlum og síðar dreifbýli. Greitt verður sérstaklega fyrir þá vinnu.
Samþykkt samhljóða.
2. Langanesbyggð – aðalskipulag, lýsing og áætlun.
Á 40. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra og formanni skipulags- og umhverfisnefndar heimild til að hefja undirbúningsvinnu við endurskoðun aðalskipulagsins og leiða vinnuna í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Frá fyrirtækinu Landslag liggur fyrir nefndinni bréf um verk- og kostnaðaráætlun í skipulagslýsingu. Verkefnið felst í því að vinna undirbúningsskjal eða stefnuyfirlýsingu sveitarfélagsins. Kostnaður er áætlaður allt að 2.1 m.kr.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir meðfylgjandi verk- og kostnaðaráætlun og felur sveitarstjóra og formanni skipulags- og umhverfisnefndar að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.
3. Kvörtun frá íbúa vegna foks.
Sveitarfélaginu hefur borist kvörtun, dags. 27.12.2024 og ítrekun 5.02.2025 um fok vegna framkvæmda við hafnarsvæðið sem veldur ónæði við Fjarðarveg 1. Sveitarstjóri hefur sent heilbrigðiseftirliti kvörtunina með spurningu um hvort ástæða sé til mælinga á loftgæðum miðsvæðis á Þórshöfn í tilefni af kvörtuninni. Heilbrigðiseftirlitið hefur svarað því til að það er vilji til að skoða málið.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin bíður niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits. Forstöðumaður Þjónustmiðstöðvar telur að eina úrræðið sé að dæla sjó á farg sem sett hefur verið á grunn þar til fargið verður fjarlægt í apríl/maí.
Samþykkt samhljóða.
4. Bréf um merkingu eyðibýla í Langanesbyggð ásamt svari Vegagerðarinnar.
Hilma Steinarsdóttir hefur sent nefndinni tölvupóst um möguleika þess að setja upp skilti við eyðibýli í Langanesbyggð. Með erindinu fylgir svar Vegagerðarinnar þar sem kemur fram að kostnaður við hvert skilti sé 60-80 þúsund sem sveitarfélögin (eða aðrir greiði). Vegagerðin sér um uppsetningu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að hafin sé undirbúningsvinna við merkingu eyðibýla helst sem flestra í sveitarfélaginu. Nefndin óskar eftir áliti atvinnu- og nýsköpunarnefndar á málinu.
Samþykkt samhljóða.
5. Tölvupóstur frá Tryggva Sigfússyni um afturköllun lóðarinnar að Langanesvegi 19b.
Tölvupóstur til sveitarfélagsins þar sem Tryggvi afþakkar lóðina við Langanesveg 19b þar sem það hús sem hann hugðist reisa er ekki hægt að samræma skipulagsskilmálum.
Erindi móttekið.
6. Aðaluppdrættir, teikningar og skráningartafla vegna Miðholts 21-27.
Lagt fram af teiknistofunni Akritektinn.is aðaluppdrættir, teikningar og skráningartafla fyrir Miðholt 21-27.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fram komin gögn. Málinu vísað til byggingafulltrúa til meðferðar.
Samþykkt samhljóða.
7. Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna Brekknaheiðar.
07.1 Fylgiskjal 1 - Yfirlitsmynd og teikningar.
07.2 Fylgiskjal 2 – Efnistökusvæði.
07.3 Fylgiskjal 3 – Fornleyfaskráning.
07.4 Fylgiskjal 4 – Umsögn Hafrannsóknarstofnunar um Gunnlaugsá.
07.5 Fylgiskjal 5 – Votlendi.
07.6 Fylgiskjal 6 – Fyrirspurnarskýrsla.
07.7 Fylgiskjal 7 ¬- Matskylduákvörðun.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að gefa út framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna lagningu nýs vegar yfir Brekknaheiði samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:15.