39. fundur skipulags og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
39. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 11. mars 2025. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Ina Leverköhne, Þórsteinn Vilberg Þórisson, Helga G. Henrýsdóttir, Þorri Friðriksson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.
Formaður fór fram á að taka mál 4 á dagskrá með afbrigðum. Umsókn Rarik um lóð á Bakkafirði.
Samþykk samhljóða
Fundargerð
1. Fundargerð heilbrigðisnefnar NE frá 12..02.2025.
Fundargerðin lögð fram
2. Bréf frá EFLU varðandi breytingar á aðaluppdráttum vegna tengibyggingar við frystigeymslu.
02.1 Greinargerð brunavarna.
02.2 Bygginga og brunavarnalýsing
02.3 Skráningatafla
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leiti og vísar því til byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
3. Tunguárvirkjun í Þistilfirði, breyting á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027, nýtt deiliskipulag – Skipulagslýsing
03.1 Umsögn Fiskistofu sem barst ekki fyrr en 11.3. og er því ekki í samantektinni.
Skipulagslýsing vegna verkefnisins var auglýst frá 6. til 28. febrúar 2025. Umsagnir bárust frá Norðurþingi, Vopnafjarðarhreppi, Rarik, Minjastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Náttúruverndarstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Náttúrufræðistofnun Íslands. Sjá samantekt umsagna og viðbrögð.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin hefur farið yfir inn komnar umsagnir og heimilar skipulagsaðila að leggja fram vinnslutillögu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags í samræmi við athugasemdir umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
4. Rarik – umsókn um lóð á Bakkafirði fyrir dreifistöð.
04.1 Lóðablað fyrir dreifistöð Rarik
04.2 Teikningar af grunnhúsi (Rafal)
Rarik sækir um lóð við hlið gamla pósthússins á Bakkafirði. Meðfylgjandi er lóðablað og teikningar af húsi.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um að lóðamörk séu í samræmi við Hafnargötu 1 (hús Mílu s.br. meðfylgjandi lóðablað) og vísar málinu til byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13:45