Fara í efni

4. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

10.04.2019 15:00

4. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 10. apríl 2019. Fundur var settur kl. 15:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Þorsteinn Vilberg Jónsson, Almar Marinósson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

 

Fundargerð

1.         Umhverfismarkmið

Drög að umhverfismarkmiðum lögð fram, en samkvæmt starfsleyfi fyrir urðunnarstaðinn á Bakkafirði, þarf sveitarfélagið að hafa sett sér umhverfismarkið fyrir 1. maí nk.

Samþykkt um afgreiðslu: Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að leggja til að framlögð drög verði send Umhverfisstofnun til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

2.         Minnisblað vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir kirkjugarð á Þórshöfn

Minnisblað um skipulagsmörk kirkjugarðs Þórshafnarkirkju, dags. 9. apríl 2019 lagt fram. Þar koma fram staðsetningar kirkjugarðs m.v. upphaflegu tillöguna og eftir ábendingu sóknarnefndar.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða tillögu sóknarnefndar að staðsetningu kirkjugarðs eins og fram kemur á uppdrætti á minnisblaðinu. Einnig er samþykkt að gera skuli óverulegrar breytingar á aðalskipulagi til samræmis við breytingar á staðsetningu kirkjugarðs

Samþykkt samhljóða.

3.         Önnur mál

3a. Lögbýli að Hólum

Bréf Stefáns Rúnars Sigurbjörnssonar, dags. 9. apríl sl., lagt fram til kynningar ásamt bréfi frá Skógræktinni, dags. 9. apríl.

 Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:44.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?