Fara í efni

40. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

08.04.2025 14:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

40. fundur skipulags- og umhverfisnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 8. apríl 2025. Fundur var settur kl. 14:00
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Ina Leverköhne, Hallsteinn Stefánsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Almar Marinósson umhverfisfulltrúi kom inn undir 6 lið og gerði grein fyrir stöðu mála.

Formaður spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð – svo var ekki og fundur því settur.

Fundargerð

1. Skipulagstillaga – Suðurbær Þórshöfn
     01.1 Húsakönnun Suðurbær
     01.2 Fornleifaskráning Suðurbær
     01.3 Samantekt umsagna
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir suðurbæja Þórshafnar var auglýst frá 7. febrúar til 24. mars 2025. Með tillögunni fylgdi húsakönnun fyrir skipulagssvæðið og fornleifaskráning. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna ásamt umsögnum frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Nefndin samþykkir svör og viðbrögð við innsendum athugasemdum og umsögnum og leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni í samræmi við þau, sjá samantekt umsagna og viðbrögð.
A
Vægi tengingar til suðurs frá Nýjum Norðausturvegi verður minnkað á skipulagsuppdrætti og eftirfarandi texta bætt við á uppdrátt ,,Hugsanleg staðsetning tengingar vegna framtíðaruppbyggingar reits með fyrirvara um samráð og leyfi Vegagerðarinnar“.

B
Eftirfarandi texta verður bætt við á skipulagsuppdrátt vegna útskots fyrir ferðamenn við Fjarðarveg ,,Leiðbeinandi staðsetning útskots fyrir ferðamenn. Endanleg staðsetning ákveðin í samráði við Vegagerðina“

Þessar breytingar teljast lítilsháttar og kalla ekki á að tillagan verði auglýst að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu með fyrrnefndum breytingum.

Samþykkt samhljóða.

2. Umsögn Veðurstofu Íslands um fyrirhugaða virkjun í Tunguá
Í meðferð nefndarinnar um virkjun í Tunguá barst umsögn Veðurstofu of seint til að fylgja gögnum.
Umsögnin er hér lögð fram til upplýsinga.

3. Merkjalýsing Pálmholt 6, 8, 10 og 12
Lögð fram ný merkjalýsing fyrir ofangreindar lóðir.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir merkjalýsinguna og felur sveitarstjóra að undirrita hana og senda í skráningu hjá HMS.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um byggingaleyfi fyrir bílskúr við Fjarðarveg 9
05.1 Aðaluppdráttur
05.2 Ásýnd
05.3 Snið
Jón Rúnar Jónsson, Fjarðarvegi 9 leggur fram umsókn um byggingu bílskúrs að Fjarðarvegi 9. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur, ásýnd og snið.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa til afgreiðslu. Uppfæra þarf byggingarreit og skila inn á skrifstofu samþykktri grenndarkynningu.

Samþykkt samhljóða.

5. Erindi frá Verkís með ósk um skipulagsgerð vegna áforma Artic Hydro um virkjun Staðarár í Bakkafirði.
     05.1 Tillaga að skipulagslýsingu, breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 og nýju deiliskipulagi.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki að auglýsa fyrirliggjandi skipulagslýsingu í samræmi við 30. og 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

6. Skýrsla umhverfisfulltrúa
Umhverfisfulltrúi mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir störfum sínum fyrsta starfsárið.

7. Önnur mál.
     07.1 Áform um skógrækt við Miðfjarðarnessel.
Lögð eru fram tvö kort sem sýna afstöðu og afmörkun svæðis sem er til athugunar vegna fyrirhugaðrar skógræktar í Miðfjarðarnesseli í Miðfirði sem Six Rivers hyggst framkvæma á þessu ári 2025. Að auki eru .shp skrár með afmörkun athugunarsvæðisins ásamt hnitsetningu.
Umrætt svæði verður fornleifaskráð að vonum innan hálfs mánaðar og ætti skýrsla fornleifafræðings (Guðnýjar Zoëga) að liggja fyrir skömmu síðar. Engum fornminjum verður raskað við skógræktarframkvæmdir og verður öllum fornminjum gefið a.m.k. 15 m helgunarsvæði sem verður undanskilið hvers kyns skógræktarframkvæmdum, lögum samkvæmt.
Innan athugunarsvæðisins eru umtalsverð votlendissvæði, m.a. samfelld votlendi stærri en 2 ha sem njóta sjálfkrafa sérstakrar verndar skv. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Öll vernduð votlendissvæði verða með öllu undanskilin væntanlegu skógræktarsvæði að kortlagningu lokinni, og verður þeim ekki raskað vegna skógræktarframkvæmda. Þá verða tré ekki gróðursett í önnur votlendi, stór sem smá, né heldur þeim unnið annað rask.
Innan athugunarsvæðisins finnast ekki önnur verndarsvæði, friðlýst svæði eða aðrar náttúruminjar.
Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði skv. Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027.
Fyrirhugað skógræktarsvæði verður samfellt svæði minna en 200 ha að stærð. Lögð verður áhersla á mikla fjölbreytni trjátegunda á svæðinu, nánast alfarið með lauftrjám og að meginuppistöðu birki og víði tegunda.
Höfuðmarkmið skógræktarinnar er að efla lífríki og auðga jarðveg til þess að efla og auðga vatnavistkerfi Miðfjarðarár og hliðaráa - laxinum og öðrum lífverum til heilla.

Ég vil vinsamlega biðja um að Skipulags og umhverfisnefnd Langanesbyggðar taki málið til umfjöllunar á fundi á þriðjudaginn næsta, 8. apríl. Þá bið ég um að nefndin tilkynni mér í kjölfar fundar hvort og þá nákvæmlega hvaða frekari upplýsinga og gagna er krafist svo veita megi leyfi til umræddrar skógræktar. Þar er með talið hvort farið sé fram á framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar skógræktar og ef svo er, þá hvaða fylgigögn skulu fylgja framkvæmdaleyfisumsókn sem og leiðbeiningar um hvernig framkvæmdaleyfisumsókn skuli vera háttað
Virðingarfyllst Kári Levfever (Six Rivers Iceland).

Bókun um afgreiðslu: Þar sem svæðið nær yfir vistgerðir í verndarflokk álítur nefndin að framkvæmdin falli undir framkvæmdarleyfi sveitarstjórnar.
Með framkvæmdaleyfisumsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:
• Undirrituð umsókn frá framkvæmdaraðila þar sem framkvæmdinni er lýst og upplýsingar um hvaða skipulagsáætlanir hafa verið lagðar til grundvallar .
• Hnitsettur afstöðuuppdráttur í til greindum mæli kvarða (1:500-1:2000) af framkvæmdasvæðinu, næsta nágrenni og að komu að því.
• Lýsing á svæðinu og ástandi þess.
• Hönnunargögn og lýsing á efnisvali, frágangi og áfangaskiptingu eftir atvikum.
• Upplýsingar um áætlaðan framkvæmdatíma.
• Skýringargögn, eftir því sem við getur átt, svo sem sneiðmyndir, útlitsmyndir, lýsing á efnisnotkun, vinnuaðferðum og frágangi, landmótun og plöntuvali.
• Samþykki og/eða leyfi annarra leyfisveitenda ef við á og umsagnir lögbundinna umsagnaraðila ef þær hafa ekki legið fyrir við gerð gildandi skipulagsáætlana.
• Einnig óskar nefndin eftir upplýsingum um girðingaráform og samráð við nærliggjandi landeigendur með tilliti til upprekstrarréttar.

Samþykkt samhljóða.

     07.2 Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi umferðaröryggisáætlun fyrir Þórshöfn.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 15:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?