41. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
41. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn þriðjudaginn 15. febrúar 2022. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Kristján Úlfarsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson, Karl Ásberg Steinsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Fundargerðir náttúruverndarnefndar Þingeyinga nr. dags. 11. janúar 2022
Fundargerðin lög fram.
2. Húsnæðissjálfseignastofnun á landsbyggðinni
Lögð voru fram eftirtalin skjöl: Viljayfirlýsing félagsmálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. janúar 2020, bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september 2021, minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. september 2021, minnisblað Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 17. september 2021 og skýrsla HMS um þróun húsnæðismarkaðar á landsbyggðinni, útg. 23. mars 2021.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin fagnar hugmyndum sem lagðar eru fram um Húsnæðissjálfseignastofnun á landsbyggðinni.
Samþykkt samhljóða.
3. Lóð við Langanesveg 1 og sameiginleg bifreiðastæði
Lög fram tillaga að bílastæðum við Langanesveg 1.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomna tillögu um ný bílastæði við Langanesveg 1 með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar og Samkaupa.
Samþykk samhljóða.
4. Hafnarsvæði lóðamörk
Lögð fram skipulagslýsing á lóðamörkum á hafnarsvæði samkvæmt skipulagslýsingu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir þeirri spurningu til skipulagsráðgjafa hvort mörk skipulagslýsingar séu hin sömu og kynnt voru fyrir nefndinni á síðasta ári hvað varðar línu sem dregin er inni í höfninni. Nefndin leggur til að mörk skipulagssvæðis liggi meðfram stórstraumsfjöruborði.
Samþykkt samhljóða.
5. Umsókn um niðurrif Bergsholt II
Umsókn frá Almari Eggertssyni hjá Faglausn, fyrir hönd Langanesbyggðar, um niðurrif á Bergsholti II á Bakkafirði.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti niðurrif hússins og vísar málinu til byggingarfulltrú til meðferðar.
Samþykkt samhljóða.
6. Greining á útfærslum „Borgað þegar hent er“
Samantekt frá verkfræðistofunni Eflu, ehf. Borgað þegar hent er dags. 2. janúar 2022, lögð fram til kynningar.
7. Veiðihús við Miðfjarðará – breytt teikning
Lagðar fram uppfærðar teikningar að veiðihúsi við Miðfjarðará frá Sniddu arkitektastofu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomnar teikningar og vísar málinu til byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
8. Skipulagslýsing vegna vegagerðar á Brekknaheiði
Lögð fram skipulagslýsing á nýrri veglínu yfir Brekknaheiði frá Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd Vegagerðarinnar.
Bókun um afgreiðslu: Lögð var fram skipulagslýsing um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi fyrir nýja veglínu yfir Brekknaheiði. Þar er m.a. gerð grein fyrir viðfangsefni og helstu forsendum. Skipulagið mun fela í sér breytingu á stofnvegi á þéttbýlisuppdrætti Þórshafnar og sveitarfélagsuppdrætti Langanesbyggðar. Jafnframt er fyrirhuguð efnistaka úr þremur nýjum námum sem verða skilgreindar í skipulagstillögunni. Skipulagssvæðið er 51,3 ha að stærð og nær utan um veghelgunarsvæði fyrirhugaðrar veglínu og nýrra náma.
Ný veglína Brekknaheiðarvegar fellur í flokk B samkvæmt tölulið 10.08 í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þá verða nýttir fleiri en einn efnistökustaður við framkvæmdina og fellur því í flokk B samkvæmt tölulið 2.02. Framkvæmdir sem falla undir flokk B kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og eru tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar sem mun meta hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Vegagerðin er framkvæmdaraðili og tilkynnir framkvæmdina til Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjórn að kynna lýsinguna almenningi og hagsmunaraðilum og senda hana umsagnaraðilum skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Aðalbjörn Arnarsson sat hjá.
9. Kostnaðarþátttaka í endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt í verkefninu.
Samþykkt samhljóða.
10. Hlutverk nefndarinnar í sameinuðu sveitarfélagi
Lagt var fram umræðuskjal frá samráðsnefnd um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps.
11. Frárennslisáætlun Langanesbyggðar 2022-2030
Áætlun um aðgerðir í frárennslismálum 2022-2030 fyrir Langanesbyggð. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
12. Önnur mál
12.1. Lögð fram umsókn frá Almari Eggertssyni frá Faglausn f.h. Ísfélags Vestmannaeyja um niðurrið Eyrarvegar 12 MHL 05, hús fyrir starfsmenn, ásamt teikningu merkt R1.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsókn um niðurrif fyrir sitt leyti og vísar málinu til byggingarfulltrúa til meðferðar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:42.