45. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar, aukafundur
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
45. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar, aukafundur haldinn að Langanesvegi 2, Þórshöfn mánudaginn 16. maí 2022. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jósteinn Hermundsson formaður, Hallsteinn Stefánsson, Kristján Úlfarsson, Aðalbjörn Arnarsson, Karl Ásberg Steinsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð. Svo var ekki. Að því búnu var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Hugmynd að skipulagi Suðurbæjar
Kynnt drög og hugmynd að skipulagi Suðurbæjar Þórshafnar sem er í vinnslu hjá Teiknistofu Norðurlands. Hugmyndin lögð framvísað til næsta fundar nefndarinnar.
Bókun um afgreiðslu: Vísað til meðferðar á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
2. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna nýrrar veglínu yfir Brekknaheiði – breyting á aðalskipulagi 2007 - 2027.
Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027. Viðfangsefni er breytt veglína Norðausturvegar um Brekknaheiði. Breytingin er sett fram á skipulagsuppdrætti með greinargerð dags. 10/05/22. Skipulagið felur í sér breytingu á stofnvegi á þéttbýlisuppdrætti Þórshafnar og sveitarfélagsuppdrætti Langanesbyggðar. Með breytingunni eru þrjú ný efnistökusvæði (N17, N18, N19) skilgreind og settir fram skilmálar um heimild til efnistöku. Jafnframt er gerð breyting á skilmálum um efnistöku í námum N1 og N5.
Fyrirhuguð framkvæmd fellur í B flokk samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Breytt veglína Norðausturvegar um Brekknaheiði fellur undir tölulið 10.08. Jafnframt er fyrirhugað að nýta fleiri en einn efnistökustað og efnismagn fer yfir viðmið samkvæmt lið 2.02. Framkvæmdir sem falla undir flokk B kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og eru tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar sem mun meta hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Vegagerðin er framkvæmdaraðili og tilkynnir framkvæmdina.
Bókun um afgreiðslu: Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að kynna tillöguna á heimasíðu Langanesbyggðar og sveitarstjórn aðliggjandi sveitarfélaga sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að lokinni kynningu skal breytingartillagan lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu og senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Að því loknu skal auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:35.