5. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd
5. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 25 október 2022. Fundur var settur kl. 14:00.
Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorri Friðriksson, Helga Guðrún Henrýsdóttir, Ina Leverköhne. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Formaður óskar eftir afbrigðum til að taka á dagskrá 2. lið sem er umsókn til Skipulagsstofnunar um styrk til að gera nýtt aðalskipulag fyrir Langanesbyggð.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð:
1. Tillaga að reglum um úthlutun lóða. Gerð umsóknareyðublaðs og kort af lausum lóðum. Frá 3. fundi byggðaráðs
Byggðaráð hefur fjallað um tillögur að reglum um úthlutun lóða og vísað málinu til meðferðar skipulags- og umhverfisnefndar.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti tillögur um reglur fyrir lóðaúthlutun og felur sveitarstjóra að útfæra eyðublað fyrir umsóknir um lóðir. Upplýsingum um lausar lóðir, umsóknareyðublöð og reglur verði birtar á áberandi stað á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
2. Ósk um styrk frá Skipulagssjóði vegna nýs aðalskipulags fyrir Langanesbyggð.
Skipulagssjóður styrkir gerð og endurnýjun aðalskipulags fyrir sveitarfélög. Umsóknarfrestur um styrk er 1. nóvember.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að framlög við gerð/endurskoðun aðalskipulags Langanesbyggðar verði höfð með í áætlun Skipulagssjóðs fyrir árið 2023. Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn fyrir tiltekinn tíma.
Samþykkt samhljóða.
3. Önnur mál
a) Viðræður við skipulagsráðgjafa hjá TsNl.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 15:20