Fara í efni

7. fundur, aukafundur skipulags og umhverfisnefndar

20.12.2022 15:00

Fundur í skipulags- og umhverfisnefnd

7. fundur, aukafundur umhverfis- og skipulagsnefndar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, þriðjudaginn 20. desember 2022. Fundur var settur kl. 15:00.

Mættir voru: Hildur Stefánsdóttir formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Hallsteinn Stefánsson, Sigtryggur Brynjar Þorláksson og Þórir Jónsson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og spurði var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð:

1. Fyrirspurn frá Ísfélaginu vegna hugsanlegra breytinga á deiliskipulagi hafnarinnar ásamt teikningu frá EFLU. Bókun hafnarnefndar vegna málsins.
Bókun hafnarnefndar: Hafnarnefnd vísar málinu til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Nefndin gerir athugasemd við svo mikla fyllingu sem þrengir að höfninni og ókyrrð gæti aukist.

Samþykkt samhljóða.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að koma á framfæri við skipulagsfulltrúa athugasemdum hafnarnefndar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að koma á fundi hafnarnefndar, Ísfélagsins, skipulags- og umhverfisnefndar og Vegagerðarinnar um tillöguna.

Samþykkt samhljóða.

2. Fyrirspurn um frá „Sniddu“ vegna veiðihúss í landi Tungusels ásamt fylgigögnum frá 28.11.2022 og 15.12.2022. Fyrirspurnin varðar hvort bygging veiðihúss við Hafralónsá þurfi að fara í skipulagsferli. Einnig eru reifaðar hugmyndir um breytingu á aðkomu að veiðihúsi til að sneiða hjá íbúðarhúsum og setja nýja brú yfir Tungnaá til að koma þungaflutningum yfir.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin beinir fyrirspurninni til skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúi kanni afstöðu Vegagerðarinnar til málsins. Framkvæmdir skulu hefjast innan tveggja ára.

Samþykkt samhljóða.

3. Umsókn um lóð – Bakkavegur 7 frá 30.11.2022 ásamt lóðarblaði og drögum að lóðaleigusamningi frá Dawid smiður ehf.   
      03.01 Bakkavegur 7 – lóðarblað
      03.02 Drög að lóðaleigusamningi

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar til Dawid smiður ehf. samkvæmt reglum um úthlutun lóða í Langanesbyggð og vísar málinu til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

4. Umsókn um lóð – Langanesvegur 25  
     04.01 Langanesvegur 25 – lóðarblað
     04.02 Drög að lóðaleigusamningi

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar til Dawid smiður ehf. samkvæmt reglum um úthlutun lóða í Langanesbyggð og vísar málinu til byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

5. Minnisblað um hundagerði. Tillögur skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúi hefur lagt fram tillögur að stöðum þar sem mögulegt er að koma fyrir hundagerði og dæmi um útfærslu.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar og mælir með svæði nr. 2 með þeim fyrirvara að svæðið verði kannað sérstaklega m.t.t. til bleytu og viðhaldskostnaðar. Til vara að skoða svæði 4.

Samþykkt samhljóða.

6. Drög að deiliskipulagi Suðurbæjar frá skipulagsfulltúa.
Skipulagsfulltrúi sendi fyrirspurn hvort ljúka eigi við tillöguna og kynna fyrir nefndinni í janúar og vinna verkefnið svipað og gert var við skipulag vestan Langanesvegar.

Næstu skref gætu verið:
TSNL vinnur drög að deiliskipulagi, uppdráttur og greinargerð.
Skipulagsnefnd fer yfir drögin.
Kynning fyrir íbúum með frétt á heimasíðunni eða t.d. örstuttu myndbandi sem birtist á Facebook síðu sveitarfélagsins. Íbúum og hagsmunaaðilum gefinn kostur að senda inn ábendingar í nokkra daga-2 vikur.
Skipulagsnefnd og sveitarstjórn tekur tillöguna fyrir á fundi og samþykkir að auglýsa formlega.
Auglýsingartími með athugasemdafresti í 6 vikur.
Skipulagsnefnd fer yfir inn komnar ábendingar, gerðar minniháttar lagfæringar.
Skipulagsnefnd og sveitarstjórn samþykkja gildistöku.
Gildistökuferli.
Skipulagsfulltrúi óskar eftir áliti nefndarinnar og hvort hefja megi vinnuna.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að unnið verði áfram að deiliskipulagi Suðurbæjar samkvæmt skipulagsferli.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsókn um geymslu á gámi við Stórholt 2 frá Dawid smið. ehf.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir erindið og vísar í gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir geymslu á gámum utan geymslusvæða.

Samþykkt samhljóða.

8. Tillögur frá Dawid smið um aðstöðu fyrir rúllu skauta og grillskúra utanhúss
Dawid smiður ehf. hefur lagt fram 2 tillögur að verkefnum tengdum útivistarsvæðum á Þórshöfn og Bakkafirði.

     A) Tillaga um að gera aðstöðu fyrir 6 grillstaði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Kostnaður við stað er áætlaður kr. 500 þúsund og samtals 3                  milljónir.

     B) Tillaga að „Brettagarði“ fyrir hjólabretti á Bakkafirði samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Kostnaður er áætlaður kr. 10 milljónir.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin þakkar fyrir tillögurnar og tekur vel í að tillaga A verði skoðuð sérstaklega. Tillögu B þarf að skoða nánar. Nefndin vísar tillögu A áfram til sveitarstjórnar til ákvörðunar en bendir á að finna þarf ákjósanlegan staði ef af verður.

Samþykkt Samhljóða.

9. Önnur mál.

A) Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að við úthlutun lóða sem tilbúnar eru til bygginga verði aðeins þau gjöld sem hafa í för með sér beinan kostnað fyrir sveitarsjóð innheimt s.s. tengigjöld.

B) Kynnt erindi frá Karen Konráðsdóttur um „húsnæðislausn á Þórshöfn“

Nefndin fagnar framkomnu erindi og lýsir yfir vilja sínum til að vinna með bréfritara að mögulegri staðsetningu. Nefndin óskar eftir því, að bréfritari komi á næsta fund nefndarinnar og geri nánari grein fyrir erindinu, staðsetningu húsa og notkun.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 16:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?