Fara í efni

8. fundur skipulags- og umhverfisnefndar

14.08.2019 15:00

8. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn miðvikudaginn 14. ágúst 2019. Fundur var settur kl. 15:00.

Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Þorsteinn Vilberg Þórisson, Karl Ásberg Steinsson, Almar Marinósson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

1.         Norðausturvegur um Brekknaheiði – samantekt á valkostum

Fram er lögð samantekt Vegagerðarinnar á valkostum C og D úr frumhönnun Norðausturvegar (85) um Brekknaheiða frá því í júlí 2019, ásamt grunnmynd af mögulegum vegstæðum og tengingu við veg inn í Þórshöfn með fleiri uppdráttum.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin mælir með veglínu D.

Samþykkt samhljóða.

2.         Stefna í meðhöndlun úrgangs, bréf UST, dags. 12 . júlí 2019 ásamt drögum að stefnu

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunnar dags. 12. júlí sl. sem fylgir drögum að stefnu um meðhöndlun úrgangs. Í drögunum er lögð aukin áhersla á endur nýtingu úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aukinni sjálfbærni á nýtingu auðlinda og draga þar að leiðandi úr urðun úrgangs.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin er í grundvallaratriðum sammála þeim hugmyndum sem settar eru fram í tillögunum. Hún vill vekja athygli á sérstöðu strálbýlli og fámennari byggða í landinu, þar sem sorpmagn er lítið en vegalengdir miklar og kostnaður því hlutfallslega hærri á íbúa. Þá hefur sveitarfélagið nú þegar mótað sér stefnu um að draga úr urðun sorps og hvetur íbúa reglulega til að flokka og endurvinna heimilisúrgang. Einnig er á stefnuskrá sveitarstjórnar Langanesbyggðar að leita úrræða fyrir úrgang til framtíðar litið í samvinnu við önnur sveitarfélög á Norðausturlandi. Nefndin áskilur sér rétt til frekari athugasemda á síðari stigum málsins.

Samþykkt samhljóða.

3.         Deiliskipulag miðsvæðis á Þórshöfn með áorðnum minniháttar breytingum

Tillaga að deiliskipulagi miðsvæðis við Bakkaveg og Vesturveg, Þórshöfn, var auglýst 6. febrúar 2019 með athugasemdarfresti til 27. mars 2019 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjórum aðilum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 30. júlí 2019 að gera óverulega breytingu á tillögunni til samræmis við svör nefndarinnar við innkomnum athugasemdum og vísaði tillögunni þannig breyttri til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðarráð staðfesti álit nefndarinnar á fundi 1. ágúst 2019.

Bókun um afgreiðslu: Lögð eru fram uppfærð skipulagsgögn þar sem er tillit til athugasemda, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 2. ágúst 2019. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgögnin og felur sveitarstjóra að senda þau til Skipulagsstofnunar ásamt samantekt um málsmeðferð sbr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemd við samþykkta tillögu mun sveitarstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

4.         Önnur mál

4.1. Ný lóð grunnskólans á Þórshöfn

Í ljósi breyttrar lóðar fyrir leikskólann á Þórshöfn er svohljóðandi bókun gerð:

Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir því að sveitarstjóri láti stofna nýja lóð þar sem núverandi leikskóli er og að sú lóð verði við Miðholt 4.  Samhliða verði gerður nýr lóðleigusamningur og fyrri lóð við Fjarðarveg 5b verði afskráð.

Samþykk samhljóða.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:37.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?