9. fundur skipulags- og umhverfisnefndar
9. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Langanesbyggðar haldinn að Fjarðarvegi 3 Þórshöfn þriðjudaginn 17. september 2019. Fundur var settur kl. 16:00.
Mætt voru: Jósteinn Hermundsson, Hallsteinn Stefánsson, Karl Ásberg Steinsson, Almar Marinósson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Kristján Úlfarsson og varamenn hans voru forfallaðir.
Formaður setti fund og stjórnaði. Hann spurði hvort athugasemd væri gerð væri við fundarboð og viðbótarlið við dagskrá. Svo var ekki og var gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 – Efnistökusvæði
Fram er lögð að nýju tillaga um breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 - Efnistökusvæði. Tillagan var auglýst 20. mars 2019 með fresti til athugasemda 29. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.
Bókun afgreiðslu: Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
2. Umsögn um ráðstöfun styrkvegafjár 2019
Langanesbyggð fær 3,5 m.kr. til ráðstöfunar í styrkvegafé hjá Vegagerðinni í ár. Erindinu var vísað til nefndarinnar til umsagnar af sveitarstjórn, en atvinnu- og nýsköpunarnefnd og hverfisráð dreifbýlis fá málið einnig til umsagnar.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að leggja til að fjárveitingunni verði varið í eftirtalin verkefni: Kverkártunguveg, veg upp Heiðarfjall og veg að Staðarseli.
Samþykkt samhljóða.
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi í landi Hóls, dags. 19. ágúst sl.
Lögð fram beiðni um framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Hóll, dags. 19. ágúst 2019. Svæðið sem sótt er um, er innan svæðis aðalskipulags Langanesbyggðar 2007-2027 sem skilgreint er sem skógræktarverkefni.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir að mæla með því við sveitarstjórn að fallist verði á framlagða beiðni um framkvæmdaleyfi á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Samþykkt samhljóða.
4. Önnur mál
4.1. Deiliskipulag fyrir kirkjugarð Þórshafnarkirkju – lokaafgreiðsla.
Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs Þórshafnarkirkju. Skipulagsgögn er skipulagsuppdráttur og greinargerð dags. 17. september 2019. Tilgangur skipulagsins er að skapa umgjörð fyrir trúariðkun og setja skilmála um framtíðar uppbyggingu kirkjugarðs við Þórshafnarkirkju. Viðfangsefni er m.a. skilgreining grafreita, gönguleiða, aðkomu og bílastæða.
Drög að deiliskipulagi fyrir kirkjugarð Þórshafnarkirkju lágu frammi til kynningar á skrifstofu sveitarfélagsins 26.-31. ágúst 2019. Þá var gefinn kostur á að koma athugasemdum um drögin á framfæri í viku frá opnu húsi. Engar athugasemdir bárust.
Bókun um afgreiðslu: Skipulags- og umhverfisnefnd felur sveitarstjórn að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er sveitarstjóra falið að senda tillöguna til umsagnar hjá umsagnaraðilum.
Samþykkt samhljóða.
4.2. Deiliskipulag fyrir athafnasvæði – tillaga að svari til umsagnaraðila
Tillaga að svarbréfi til umsagnaraðila við deiliskipulagstillögu fyrir athafnasvæði lögð fram.
Samþykkt samhljóða.
4.3. Erindi um úthlutun ræktunarsvæðis til Grunnskólans á Þórshöfn vegna þátttöku í Yrkjuverkefninu
Lagt fram bréf frá formanni Skógræktarfélagi Þórshafnar og skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn, dags. 16. september 2019. Farið er fram á svæði undir skógræktarverkefnið Yrkja.
Erindið lagt fram og vísað til næsta fundar nefndarinnar.
4.4. Urðunarmál
Umræður í kjölfar bréfs sem sent var á fyrirtæki í sveitarfélaginu vegna sorpsmagns sem til fellur.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.