10. fundur stjórnar Jarðasjóðs
Fundur í stjórn Jarðasjóðs
10. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 29. febrúar 2024. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jónas Bóasson, Elfa Benediktsdóttir, Ragnar Skúlason, Júlíus Sigurbjartsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð
1. Uppgjör vegna Hallgilsstaða 1
Lögð fram gögn varðandi uppgjör Hallgilsstaða 1 við fyrri ábúendur.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagt uppgjör og felur sveitarstjóra að kynna niðurstöðuna fyrir fyrrum ábúanda og ganga frá greiðslu á kr. 6.514.940.- úr Jarðasjóði til fyrrum ábúenda samþykki hann uppgjörið. Aflétta þarf tryggingabréfi sem hvílir á jörðinni. Aflétta þarf úr þinglýsingabókum byggingabréfi fyrrum ábúanda.
Samþykkt samhljóða.
2. Þinglýst skjöl á Hallgilsstaði
Lögð fram öll þinglýst gögn varðandi Hallgilsstaði þ.m.t. þinglýst tryggingabréf.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að láta aflétta tryggingabréfum og skuldabréfum af jörðinni sem enn eru skráð.
Samþykkt samhljóða.
3. Málefni Flögu
Útleiga á húsinu á Flögu og hugsanlegum reit í kring um húsið.
Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir að leita leiða til að skipta jörðinni þannig að fyrir neðan þjóðveg 85 verði lífræn ræktun en aðrir hlutar jarðarinnar verði leigðir út og undanskildir lífrænni ræktun. Tilboða verði aflað í óeingangrað geymsluhúsnæði (c.a. 200m2) til að reisa norðan við þjóðveg 85. Húsið að Flögu þarfnast umtalsverðra endurbóta áður en það verður leigt út ásamt jörðinni sunnan þjóðvegar. Málinu frestað til næsta fundar og aflað upplýsinga um kostnað við endurbætur fyrir fundinn.
Samþykkt samhljóða.
4. Kosning fulltrúa á fundi veiðifélaganna
Jarðasjóður kýs fulltrúa á fundi veiðifélaganna
Bókun um afgreiðslu: Stjórnin leggur til að Ragnar Skúlason sitji fundi veiðifélags Hafralónsár og Ragnar Skúlason og Júlíus Sigurbjartsson veiðifélags Svalbarðsár, Jónas Bóasson fundi veiðifélags Sandár, Júlíus Sigurbjartsson situr fundi veiðifélags Sandvíkur.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55