Fara í efni

11. fundur stjórnar Jarðasjóðs

05.06.2024 16:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

11. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, miðvikudaginn 5. júní 2024. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Elfa Benediktsdóttir, Ragnar Skúlason, Júlíus Sigurbjartsson og Ævar Marinósson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Kjör stjórnarmanns og formanns stjórnar
Formaður stjórnar hefur beðist lausnar frá störfum í stjórn sjóðsins. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér formann.

Bókun um afgreiðslu: Í stað Jónasar P. Bóassonar tekur 1. varamaður sæti sem er Ævar Marinósson. Nýr formaður kosinn. Stjórn tilnefnir Júlíus Sigurbjartsson sem formann.

Samþykkt samhljóða.

2. Uppgjör vegna Hallgilsstaða 1
Lög fram greinargerð frá fv. formanni og Maríu Svanþrúði Jónsdóttur hjá Ráðgjafamistöð landbúnaðarins um mat og uppgjör vegna leigusamnings fv. ábúenda að Hallgilsstöðum 1.

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað og beðið eftir meiri upplýsingum sem stjórnin hefur kallað eftir. Stjórnin stefnir að því að ljúka málinu sem fyrst á fundi þegar gögn hafa borist og stefnir að því að ljúka málinu í næstu viku.

Samþykkt samhljóða.

2.1 Athugasemdir fyrri ábúenda vegna mats og uppgjörs í lið 2.
Fyrri ábúendur að Hallgilsstöðum hafa lagt fram athugasemdir við áðurnefnt uppgjör.

Bókun um afgreiðslu: Sjá afgreiðslu á lið nr. 2.

Samþykkt samhljóða.

     2.2 Tilboð í viðgerð á fjárhúsi Hallgilsstaða 1.
     Tilboð frá Hýsi um klæðningu á þak fjárhús á Hallgilsstöðum.

Bókun um afgreiðslu: Stjórnin tekur tilboðinu en óskar eftir viðbótartilboði með þakglugga á fjárhúsið.

Samþykkt samhljóða.

3. Leiga á Flögu – greinargerð um fasteignir og ástand þeirra.
Gögn sem áður hafa verið lögð fram um fasteignir að Flögu og ástand þeirra. Óskir hafa komið um hugsanlega leigu á Flögu m.a. frá Reyni Atla Jónssyni og Arnari Sigurvinssyni.

Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir því að núverandi leigutakar mæti á næsta fund stjórnarinnar til viðræðna.

Samþykkt samhljóða.

     03.1 Tilboð í stálgrindarhús að Flögu, sundurliðað ásamt teikningu af festingum.
     Borist hefur tilboð frá Hýsi, að beiðni Jarðasjóðs um að reisa stálgrindarhús að Flögu til að nýta megi sem vélageymslu fyrir þá leigutaka sem hafa       jörðina á leigu (ekki hús).

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

4. Bréf MAST og Umhverfisstofnunar vegna mengunar á Heiðarfjalli
Matvælastofnun (MAST) hefur í tölvupósti 8. maí og Umhverfisstofnun í tölvupósti 22. mars upplýst Langanesbyggð um að rannsóknir á Heiðarfjalli hafi leitt í ljós umfangsmikla megnun á fjallinu. MAST mælir gegn því að skepnur verði settar á beit í grennd við fjallið vegna heilsufarsáhættu fyrir skepnurnar og hættu á megnun afurða.

     04.1 Skýrsla NGI um mengun á Heiðarfjalli
     Skýrslan er fylgirit bréfs sem barst um sama efni frá MAST

Lagt fram til kynningar og rætt í stjórninni.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:42

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?