Fara í efni

13. fundur stjórnar Jarðasjóðs

23.07.2024 16:00

Fundur í stjórn Jarðasjóðs

13. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, þriðjudaginn 23 júlí 2024. Fundur var settur kl. 16:00.

Mættir voru: Júlíus Sigurbjartsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Ragnar Skúlason, Þórir Jónsson, Ævar Marinósson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.

Fundargerð

1. Endur útreikningur vegna Hallgilsstaða samkvæmt niðurstöðu síðasta fundar
Lagður fram endur útreikningur vegna uppgjörs Hallgilsstaða samkvæmt umræðum á síðasta fundi.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir útreikninginn og heimilar greiðslu.

Samþykkt samhljóða.

     01.2 Bréf frá Þórði Úlfarssyni vegna girðingar
Þórður Úlfarsson fer fram á það við stjórn Jarðasjóðs að girt verði á milli Hallgilsstaða og Syðri Brekkna með fjárheldri girðingu. Kostnaður er um 180.000 fyrir hvorn aðila.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir að greiða fyrir þann hluta sem fellur á Hallgilsstaði 1.

Samþykkt samhljóða.

2. Málefni Flögu
     02.1 Bréf frá Akur Organic 25.06.2024
Bréf frá eigendum Akur Organic varðandi nýtingu jarðarinnar, byggingar og útleigu.

Bókun um afgreiðslu: Bréfið tekið til umræðu á fundinum. Formanni og stjórnarmanni falið að ræða við Akur Organic.

Samþykkt samhljóða.

     02.2 Tímabundin leigusamningur vegna Flögu
Gerður hefur verið tímabundinn leigusamningur við Dawid smið um leigu á íbúðarhúsinu að Flögu frá 1. júlí til 1. október 2024.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn sjóðsins samþykkir leigusamninginn. Fjórir stjórnarmenn, Júlíus, Ævar, Ragnar og Mirjam greiða atkvæði með. Þórir greiðir atkvæði á móti.

Ævar bókar eftirfarandi: Í beðni var talað um leigu til tveggja mánaða en samningurinn hljóða upp á 3 mánuði. Ævar gerir athugasemdir við að ekki var gerður samningur í samræmi við beiðni.

Þórir bókar eftirfarandi: Þórir gerir athugasemd við upphæð leigu sem að mati hans er of lág fyrir skammtímaleigu.

     02.3 Umsókn um leigu á Flögu
Tölvupóstur frá Sölva Péturssyni þar sem hann fer fram á að fá jörðina Flögu á leigu.

Bókun um afgreiðslu: Jörðin er sem stendur í leigu en verður auglýst þegar hún verður tilbúin til leigu.

Samþykkt samhljóða.

3. Önnur mál
a) Samkvæmt samtali við sýslumann þarf að aflýsa byggingabréfi. Sýslumaður mun senda afrit af bréfinu sem Maríus og Lára auk sveitarstjóra þarf að undirrita með textanum „Undirrituð óska þess að meðfylgjandi bréfi verði aflýst“.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu til þinglýsingar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?