15. fundur stjórnar Jarðasjóðs
Fundur í stjórn Jarðasjóðs
14. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 16. janúar 2025. Fundur var settur kl. 15:00.
Mættir voru: Júlíus Sigurbjartsson formaður, Ina Leverköhne, Úlfhildur Helgadóttir, Elfa Benediktsdóttir, Þórir Jónsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Stefán Hrafnsson og Sveinn Björnsson frá Six Rivers.
Fundargerð
1. Kynning frá Six Rivers
Fulltrúar frá Six Rivers mættu á fundinn og kynntu starfsemi og áætlanir félagins á svæðinu í tengslum við Sandá og Svalbarðsá.
2. Málefni Flögu, auglýsing og skipting jarðarinnar.
Lögð fram tillaga að auglýsingu þar sem jörðin er auglýst til leigu og umsóknarfrestur verði 31. mars 2025.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framlagða auglýsingu sem mun birtast á heimasíðu sveitarfélagsins, samfélagsmiðlum og í Bændablaðinu.
Samþykkt samhljóða
3. Drög að samningi um leigu á jörðinni Flögu 2 til Akur Organic.
Lögð fram drög að samningi um leigu á Flögu 2 og afmörkun lands (hnit) sem fellur undir á Flögu 2.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin samþykkir framkomin drög að samningi og afmörkun lands sem leigt er út undir Flögu 2. Hnit jarðarinnar verða send til skráningar hjá HMS – nefndin áskilur sér rétt til að taka upp málið þegar skráning jarðarinnar liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00