Fara í efni

16. fundur stjórnar Jarðasjóðs

05.03.2025 16:00
Fundur í stjórn Jarðasjóðs
 
16. fundur stjórnar Jarðasjóðs, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, miðvikudaginn 5. mars 2025. Fundur var settur kl. 16:00.
 
Mættir voru: Júlíus Sigurbjartsson formaður, Elfa Benediktsdóttir, Ævar Rafn Marinósson, Mirjam Blekkenhorst, Þórir Jónsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
 
Fundargerð
 
1. Ársreikningur veiðifélags Sandár 2020-2024
Lagðir fram ársreikningar veiðifélags Sandár fyrir árin 2020 – 2024
 
Bókun um afgreiðslu: Stjórn Jarðasjóðs gerir athugasemdir við framlagða reikninga þar sem undirritun stjórnar og endurskoðenda vantar.
 
Samþykkt samhljóða
 
2. Tölvupóstur með ósk um byggingu sumarhúsa að Hallgilsstöðum 1 frá 15.01.2025
02.1 Teikning með staðsetning vegna ofangreinds erindis.
Ábúendur á Hallgilsstöðum hafa lagt fram beiðni um byggingu sumarhúsa til útleigu að Hallgilsstöðum og fylgja teikningar af staðsetningu.

Bókun um afgreiðslu: Stjórn Jarðasjóðs tekur jákvætt í erindið en bendir á að sá staður sem fyrirhugað er að byggja á er ekki sá heppilegasti til að byggja slíka bústaði. Stjórnin ráðleggur ábúendum að leita ráða um heppilegri stað t.d. norðan eða austan íbúðarhúss. Óskað er eftir frekari upplýsingum og teikningum og gert er ráð fyrir að hægt verði að flytja húsin burtu að loknum leigutíma.
Samþykkt samhljóða
 
3. Drög a leigusamningi við Akur Organic.
03.1 Flaga 2 loftmynd
Lögð fram drög að leigusamningi við Akur Organic um leigu á því landi sem hnitað er á loftmynd.

Bókun um afgreiðslu: Óskað er eftir tillögu frá leigjendum um legu girðingar á landinu með gps punktum og teikningu. Formaður leggur drög að samningi fyrir leigjendur.
 
Samþykkt samhljóða.
 
4. Auglýsing um leigu á Flögu 1
04.1 Umsókn um jörðina Flögu 1
Komin er ein umsókn um leigu á Flögu þegar fundarboð var sent út.
Bókun um afgreiðslu: Komin er ný umsókn um jörðina og eru þær þá tvær auk munnlegra fyrirspurna. Umsóknarfrestur er til 31. mars. Stjórnin mun ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en að loknum umsóknarfresti.
 
Samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?