7. fundur stjórnar jarðasjóðs
Fundur í stjórn Jarðasjóðs
7. fundur stjórnar jarðasjóðs, haldin á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 Þórshöfn, miðvikudaginn 28. júní 2023. Fundur var settur kl. 16:00.
Mættir voru: Jónas Bóasson, Þórir Jónsson, Ragnar Skúlason, Júlíus Sigurbjartsson og Ævar Marinósson. Björn S. Lárusson sveitarstjóri ritaði fundargerð.
Spurt var hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð. Svo var ekki.
Fundargerð
1. Umsóknir um Hallgilsstaði
01.01) Lars Lund
01.02) Davíð og Alexandra
Tvær umsóknir liggja fyrir um Hallgilsstaði ásamt fyrri umsókn frá Bjarna Sigurjónssyni.
Bókun um afgreiðslu: Formanni falið að ræða við Lars Lund sem fyrst um hugsanlega leigu á Hallgilsstöðum. Sveitarstjóri veiti aðstoð í viðræðum.
Samþykkt samhljóða
2. Uppsög á leigu á íbúðarhúsinu á Flögu frá Sigurbjörgu Jónsdóttur og Stefáni Gunnarssyni.
Sigurbjörg og Stefán hafa sagt upp leigu á íbúðarhúsinu að Flögu með löglegum fyrirvara og húsið er laust 1. september.
Bréfið lagt fram.
3. Ósk frá Reyni Atla Jónssyni og Katarinu Winter um viðræður um leigu á jörðinni Flögu.
Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í erindið en vilji er til að auglýsa íbúðarhúsið til leigu í miðlum heima. Óskað er eftir viðræðum við Akur Organic og Reyni Atla Jónsson um hugsanlega leigu á íbúðarhúsinu og hluta jarðarinnar. Fyrst verði rætt við Akur Organic um möguleika á leigu.
Samþykkt samhljóða.
4. Önnur mál
Lögð fram þinglýst eignayfirlýsing á eignum sem áður voru í eigu Svalbarðshrepps og yfirlýsing um umsýslu Jarðasjóðs á eignunum.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30