Fara í efni

100. fundur sveitarstjórnar

09.05.2019 17:00

 

 

Fundur í sveitarstjórn

 

100. fundur, aukafundur, sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 9. maí 2019. Fundur var settur kl. 17:00.

 

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson, Þórarinn J. Þórisson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Almar Marinósson og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Samþykkt samhljóða.

Oddviti lagði til að nýjum lið, Skammtímalán fjármögnun, yrði bætt við dagskrána. Samþykkt samhljóða. Að því loknu var gengið til dagskrár.



Dagskrá

  1. Tilkynning Björns Guðmundar Björnssonar um afsögn úr sveitarstjórn.

  2. Ársreikningar Langanesbyggðar 2018 – síðari umræða – vísast til gagna 14. liðar 99. fundar.

  3. Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar.

  4. Skammtímalán fjármögnun.

Fundargerð

1.Tilkynning Björns Guðmundar Björnssonar um afsögn úr sveitarstjórn

Oddviti las upp bréf frá Birni Guðmundi Björnssyni dagssetta 8. maí 2019, þar sem hann tilkynnir úrsögn úr sveitarstjórn, frá og með þeim degi, en hann er að flytja lögheimili sitt úr sveitarfélaginu. Með afsögn Björns Guðmundar mun Sólveig Sveinbjörnsdóttir taka sæti í sveitarstjórn í hans stað. Oddviti sagði að á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar yrði skipað í laus sæti í nefndum sveitarfélagsins. Oddviti færði Birni Guðmundi þakkir fyrir störf hans fyrir sveitarfélagið og óskaði honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

2.Ársreikningar Langanesbyggðar 2018 – síðari umræða – vísast til gagna 14. liðar 99. fundar

Endurskoðaðir ársreikningar Langanesbyggðar 2018 lagðir fram að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða ársreikninga og þeir undirritaðir af viðstöddum sveitarstjórnarmönnum.

Samþykkt samhljóða.

Oddviti lagði fram svohljóðandi bókun: Sveitarstjórn vill þakka starfsfólki Langanesbyggðar fyrir góðan árangur í rekstri sveitarfélagsins sem og fyrir mikið og öflugt starf í þágu þess á síðasta ári.

3.Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar

Lögð fram uppdráttur „Tillaga að breytingu á staðfestu aðalskipulagi – efnistaka“ og greinargerð og umhverfis tillaga með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007 – 2027. Skipulags og umhverfisnefnd Langanesbyggðar auglýsti, með samþykki Skipulagsstofnunar, samkvæmt 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga, tillögu að breytingu á gildandi aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 - Efnistaka, sveitarfélagsuppdrátt ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 29.11.2018 frá 18. mars 2019. Athugasemdafrestur var til 29. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust sem krefjast formlegra svara að hálfu sveitarfélagsins.

Til máls tók: Almar Marinósson. Jónas Egilsson veitti andsvar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar. Samhliða felur sveitarstjórn sveitarstjóra að leita samþykkis landbúnaðarráðherra fyrir því að það land sem tillagan tekur til verði tekið úr landbúnaðarnotum.

Samþykkt samhljóða.

4.Skammtímalán fjármögnun

Vegna breytinga á skilmálum viðskiptabanka sveitarfélagsins er krafa um samþykkt a.m.k. meirihluta sveitarstjórnarmanna fyrir fjármögnun til áframhaldandi skamms tíma láns (ádráttarlán) á reikninga sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Almar Marinósson, Halldór Rúnar Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra framlagða áframhaldandi heimild til skammtíma láns.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir og lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn samþykktir þessa afgreiðslu en gerir athugasemd við hve seint gögn bárust fyrir þennan lið.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:34.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?