109. fundur sveitarstjórnar
Fundur í sveitarstjórn
109. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn, fimmtudaginn 13. febrúar 2020. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst varaoddviti, Árni Bragi Njálsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.
Almar Marinósson tók sæti undir lið 8.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
Því næst var gengið til dagskrár.
Dagskrá
1) Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. janúar 2020
2) Fundargerð 419. fundar stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, dags. 20. janúar 2020
3) Fundargerð 20. fundar stjórnar Siglingaráðs, dags. 7. nóvember 2019
4) Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 22. janúar 2020
5) Fundargerð 7. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, dags. 29. janúar 2020
6) Fundagerð 18. fundar byggðaráðs, dags. 18. janúar 2020
7) Erindisbréf velferðar- og fræðslunefndar, drög 2
8) Óveruleg breyting á deiliskipulagi – hafnarsvæði Þórshafnar
9) Boðun XXXV (35.) Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
10) Nýr framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE)
11) Gestavinnustofa Rastarinnar 2020
12) Skipun eins fulltrúa í öldungaráð Þingeyinga og annars til vara
13) Kosning fulltrúa í velferðar- og fræðslunefnd sveitarfélagsins í stað Jóns Gunnþórssonar
14) Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu
15) Samningur við Rarik um yfirtöku á götulýsingarbúnaði
16) Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum
17) Beiðni um viðbótarframlag vegna starfsloka fyrrv. framkvæmdastjóra Eyþings
18) Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020
19) Frá U-lista - Ítrekun á óskum um aðgang að gögnum og upplýsingum í samræmi við 20. gr. í samþykktum Langanesbyggðar.
20) Skýrsla starfandi sveitarstjóra
Fundargerð
- Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. janúar 2020
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð 419. fundar stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga, dags. 20. janúar 2020
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð 20. fundar stjórnar Siglingaráðs, dags. 7. nóvember 2019
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 22. janúar 2020
Fundargerðin lögð fram.
- Fundargerð 7. fundar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, dags. 29. janúar 2020
Fundargerðin lögð fram.
- Fundagerð 18. fundar byggðaráðs, dags. 18. janúar 2020
Fundargerðin staðfest samhljóða.
- Erindisbréf velferðar- og fræðslunefndar
Endurskoðað og uppfært erindisbréf velferðar- og fræðslunefndar lagt fram. Erindisbréfið var afgreitt á 11. fundi nefndarinnar 22. janúar sl. og er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar á 18. fundi byggðaráðs.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir erindisbréfið.
Samþykkt samhljóða.
- Óveruleg breyting á deiliskipulagi – hafnarsvæði Þórshafnar
Siggeir Stefánsson lýsti sig vanhæfan við afgreiðslum málsins. Samþykkt.
Almar Marinósson tók sæti á fundinum.
Lögð var fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar. Breytingin er gerð í samræmi við fyrirhuguð byggingaráform Ísfélags Vestmannaeyja við suðurhlið frystihúss félagsins við Eyrarveg 16 á Þórshöfn. Um er að ræða breytingu á lóðamörkum og byggingarreitum Eyrarvegar 5 og 16. Breytingin er sett fram á skipulagsuppdrætti dags. 6. janúar 2020. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og Ísfélags Vestmannaeyja og var því fallið frá grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur fjallaði um þetta mál á 13. fundi sínum 21. janúar og mælir með samþykki þessarar breytingar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Þórshafnar og felur sveitarstjóra að senda Skipulagsstofnun hana og birta auglýsingu um samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Almar vék af fundi og tók Siggeir sæti að nýju á fundinum.
- Boðun XXXV (35.) Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Boð um 35. Langsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. mars nk. lagt fram.
- Nýr framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE)
Tölvupóstur frá SSNE um nýjan framkvæmdastjóra, dags. 21. janúar 2020, lagður fram.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn færir nýjum framkvæmdastjóra bestu óskir um farsælt starf og býður hann velkominn til starfa fyrir sveitarfélögin á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.
- Gestavinnustofa Rastarinnar 2020
Tölvupóstur, dags. 7. febrúar 2020, frá Röstinni með beiðni um afnot af húsnæði grunnskólans og gjaldfrjálsan aðgang að sundlaug fyrir þátttakandi listamenn eins og undanfarin ár.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra afgreiðslu málsins.
Samþykkt samhljóða.
- Skipun eins fulltrúa í öldungaráð Þingeyinga og annars til vara
Skv. samkomulagi milli sveitarfélaga á starfssvæði Héraðsnefndar Þingeyinga eiga sveitarfélögin kost á að skipa fulltrúa í Öldungaráð svæðisins, aðal- og varamann.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að Jón Gunnþórsson verði aðalmaður og Gunnlaugur Ólafsson varamaður.
Samþykkt samhljóða.
- Kosning fulltrúa í velferðar- og fræðslunefnd sveitarfélagsins í stað Jóns Gunnþórssonar
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að Þórarinn J. Þórisson taki sæti aðalmanns í velferðar- og fræðslunefnd í stað Jóns Gunnþórssonar. Enn fremur að Þorsteinn Ægir Egilsson taki sæti aðalmanns í atvinnu- og nýsköpunarnefnd í stað Þórarins J. Þórissonar.
Samþykkt með sex atkvæðum. Siggeir Stefánsson sat hjá.
- Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu
Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu með minniháttar breytingum lagður fram.
Til máls tók: Jónas Egilsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir samninginn með áorðnum breytingum.
Samþykkt samhljóða.
- Samningur við Rarik um yfirtöku á götulýsingarbúnaði
Drög að samningi við Rarik um yfirtöku á götulýsingarbúnaði við húsagötur á Bakkafirði og Þórshöfn lagður fram, ásamt yfirlitsmyndum með þeim götuljósabúnaði sem um ræðir.
Til máls tóku: Jónas Egilsson, Siggeir Stefánsson. Jónas Egilsson veitti andsvar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að vinna að undirbúningi yfirfærslu eigna til sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði samningsins.
Samþykkt samhljóða.
- Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum
Lagður fram tölvupóstur frá fyrrverandi lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. desember 2019 um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins í samræmi við ný lög og reglugerðir um mat á umhverfisáhrifum.
Til máls tók: Jónas Egilsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tillögur að breytingum á samþykktum Langanesbyggðar í samræmi við framlagðan póst.
Samþykkt samhljóða.
- Beiðni um viðbótarframlag vegna starfsloka fyrrv. framkvæmdastjóra Eyþings
Lögð fram beiðni frá SSNE, dags. 7. febrúar 2020 frá um fjármögnum á kostnaði við starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings.
Til máls tók Siggeir Stefánsson. Jónas Egilsson veitti andsvar.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir kr. 245.006 í framlag til SSNE vegna ofangreinds máls.
Samþykkt samhljóða.
- Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2020
Lagður er fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Langanesbyggðar 2020
Til máls tóku Jónas Egilsson og Siggeir Stefánsson sem fór fram á atkvæðagreiðslu um hvern lið fyrir sig. Þorsteinn Ægir Egilsson veitti andsvar.
Bókun um afgreiðslu:
Liður 1) Tölvukaup grunnskóla, kr. 4.000.000.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók Siggeir Stefánsson.
Liður 2) Landgangur á Bakkafirði, kr. 1.000.000
Samþykkt samhljóða.
Liður 3) Framhaldsendurbætur á Nausti, kr. 12.000.000.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun: Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 voru áætlaðar 20 milljónir króna í heildarkostnað við verkið. Gert er ráð fyrir 12 milljónum króna á árinu 2020 til að klára verkið. Við óskum eftir nánari upplýsingum og skiptingu á heildarkostnaði við verkið fyrir næsta fund byggðaráðs.
Liður 4) Endurbætur á íbúðum aldraðra, kr. 2.600.000.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn fagnar því að til standi að fara í nauðsynlegt viðhald á íbúðum aldraðra. Við teljum að þörf sé á að skoða hvernig heildarstaðan er á viðhaldi íbúðahúsnæði aldraðra við Miðholt og Bakkaveg og að gerð verði framtíðaráætlun um að fara í markvissar endurbætur. Eins og fram kemur í gögnum hefur viðhaldi verið lítið sinnt frá byggingu og kominn tími á margskonar viðhald.
- Frá U-lista - Ítrekun á óskum um aðgang að gögnum og upplýsingum í samræmi við 20. gr. í samþykktum Langanesbyggðar.
Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir. Jónas Egilsson veitti andsvar. Sigríður Friðný Halldórsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn lýsir yfir óánægju sinni með vinnubrögð sveitarfélagsins þegar kemur að aðgengi að gögnum. Eftirfarandi beiðnir frá U listanum um gögn liggja í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða ýmis málefni sveitarfélagsins. Hafa þessar beiðnir verið ítrekaðar.
- Sent 25 október af U lista á Skrifstofu LNB, U-listinn óskar eftir upplýsingum um hver heildarkostnaður við byggingu leikskólans er sem fyrst. Sjá nánar fylgigögn. Þessum lið hefur verið svarað að hluta til.
- Sent 2 nóvember á Skrifstofu LNB, Umbótaáætlun GÞ, ósk um að fá að sjá öll samskipti milli LNB og ráðuneyta vegna umbótaáætlunar Grunnskóla Þórshafnar.
- Sent 4 nóvember á skrifstofu LNB, Ósk um upplýsingar og sundurliðun á málaflokki sem heitir sameiginlegur kostnaður. Sjá nánar fylgigögn
- Sent 18 nóvember á Skrifstofu LNB, kostnaður LNB eftir viðskiptamönnum. Hefur verið svarað að hluta en ekki öllu leyti.
- Sent 18 nóvember á skrifstofu LNB, Ósk frá U listanum, staða verkefna á Bakkafirði
- Sent 7 janúar 2020 á skrifstofu LNB. Ósk frá U listanum um aðgengi að gögnum vegna samskipta Langanesbyggðar við Landeigendur í Finnafjarðarverkefninu
Í 20.gr. samþykkta Langanesbyggðar stendur eftirfarandi:
,,Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Beiðni um slíkt skal beint skriflega til skrifstofu sveitarfélagsins. Tiltaka skal í beiðninni hvaða gögnum óskað er eftir og/eða um hvaða málefni þau fjalla. Miða skal við að aðgangur sé veittur innan 5 daga frá móttöku beiðninnar.“
Á síðasta ári leitaði U-listinn til ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála vegna samskonar máls og er það óviðunandi að senda þurfi inn kvörtun til ráðuneytisins til þess að geta fengið aðgang að gögnum frá sveitafélaginu sem við eigum rétt á vegna vinnu okkar í sveitarstjórn. Í því tilviki tók það um 4 mánuði að fá viðkomandi gögn afhent.
Við óskum eftir því að þetta verði lagað.“
Jónas Egilsson veitti andsvar.
Til máls tóku: Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Siggeir Stefánsson.
- Skýrsla starfandi sveitarstjóra
Slökkvilið Langanesbyggðar fékk afhentan tankbíl þann 7. febrúar sl., en ákvörðun um kaup hans voru tekin á síðasta fundi sveitarstjórnar. Unnið er nú að því að ganga frá nýjum merkingum og koma fyrir búnaði slökkviliðsins í bílinn. Hann mun stórauka öryggi ef til tjóns kemur, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum þjónustusvæðis slökkviliðsins, en hann tekur um 12 þús. lítra af vatni.
Undirbúningur er hafinn að gerð útboða við endurbætur á hafnarmannvirkjum á Bakkafirði hjá Vegagerðinni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í vor þegar snjóa tekur að leysa og hægt verður að opna grjótgarðinn, en ekki verður tekinn áhætta á öðrum norðan stormi, en þeir verða fátíðari þegar líður á vorið.
Unnið er að gerð tillögu til ráðuneytisins um dýpkunarframkvæmdir á Þórshöfn, en þær eru ekki á áætlun. En gera þarf ráðuneytinu og þingmönnum grein fyrir alvarleika málsins, að stór skip taki niðri í innsiglingunni, sem skapar hættu fyrir vinnslu uppsjávarafurða hjá okkur.
Gengið var formlega frá samningi um leigu á Hálsvegi 3 til félags eldri borgara föstudaginn 7. febrúar sl., en félag eldri borgara við Þistilfjörð hefur verið að koma sér þar fyrir undanfarna mánuði. Starf félagsins hefur tekið stakkaskiptum við að komast í þetta húsnæði og allt tómstundastarf félagsins hefur margeflst við það. Ljóst er að fara verður í þó nokkrar endurbætur á bæði hús og lóðinni.
Tæki í líkamsræktarsalinn í Veri hafa verið endurnýjum að mjög miklu leyti og öll aðstaða stórbatnað. Fengin voru á mjög hagstæðu verði tæki frá líkamsræktarstöð á Raufarhöfn sem var búið að loka. Því hefur aðstaða til líkamsræktar tekið stakkaskiptum á sl. tveimur árum eftir að salurinn var stækkaður og mötuneyti skólans fært í Þórsver.
ÁTVR hefur leigt um 95m2 húsnæði undir vínbúð við Langanesveg 2. Gerður var leigusamningur sem gildir frá 1. janúar sl. til 10 ára. ÁTVR mun standa allan kostnað við innréttingar á húsnæðinu og niðurrif þeirra sem þar voru komnar, en gert var ráð fyrir tveimur íbúðum í rýminu áður. Framkvæmdir eru þegar hafnar og mun ÁTVR leitast við að ráða heimamenn til vinnu eftir því sem kostur er. ÁTVR mun koma til móts við sveitarfélagið vegna kostnaðar sem fallið hefur til vegna endurbóta á húsnæðinu.
Lokið er við að varmadæluvæða áhaldahús á Þórshöfn og slökkviliðsstöðina og nýja hafnarhúsið á Þórshöfn. Samtals kostnaður er um 1,1 m.kr. í þessi þrjú hús, en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir í um 1,2 m.kr. bara í áhaldahúsið. Framkvæmdir voru unnar af Kæliþjónustu Akureyrar ehf. Í skoðun er hjá Þjónustumiðstöð Langanesbyggðar að finna út kostnað við að setja gólfhitalagnir í allt húsið að Langanesvegi 2 og mögulega varmadæluvæðingu hússins í kjölfarið.
Rafmagnsleysi. Rafmagn fór aftur af við bilun í Kópaskerslínu mánudagsmorguninn 10. febrúar sl. í um 2 klst. á Þórshöfn og nágrenni, en í tæpar 7 klst. á Bakkafirði, frá kl. 6:30 til 13. Ástæðan er sú að hvorug varaaflsvélin á Bakkafirði var í nothæfu ástandi og Rarik tregðast við að heimila fjármagn til viðgerða. Ljóst er að þetta er gjörsamlega óviðunandi á 21. öldinni og krefja verður fyrirtækið um úrbætur.
Skrifað var undir samstarfssamning við sýslumann 12. febrúar sl. vegna afnota embættisins að húsnæði skrifstofu Langanesbyggðar fyrir starfsmann embættisins, sem auglýst hefur verið laust til umsóknar. Um ákveðið tilraunastarf er að ræða, en sýslumaður hefur fengið styrk til að vinna að rafrænni skráningu ýmissa persónulegra upplýsinga sem unnið verður að hér. Starfsmaður þessi mun í framtíðinni getað sinnt einhverjum umboðsskyldum fyrir embættið hér á staðnum í framtíðinni, en það verkefni mun þróast með tímanum.
Framkvæmdir á Nausti ganga skv. áætlun og er enn áætlað að framkvæmdum ljúki í lok mánaðarins. Búist er við að kostnaður fari um 2 m.kr. fram úr áætlun m.a. vegna nokkurra auka- og ófyrirséðra verkefna. Tekin hefur verið m.a. ákvörðun um að mála ganginn upp á aðra hæð, en ljóst er að í framtíðinni þarf m.a. að skipta um ofna á 2. hæð. Rekstur Nausts er erfiður vegna þröngra ákvæða í reglum ríkisins um endurgreiðslur og lítið má út af bregða til að taprekstur verði.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.
Hægt er að horfa á fundinn hér