Fara í efni

110. fundur sveitarstjórnar

27.02.2020 12:00

Fundur í sveitarstjórn

 110. fundur, aukafundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Hafliðabúð Fjarðarvegi 6 á Þórshöfn, föstudaginn 27. febrúar 2020. Fundur var settur kl. 12:00.         

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson, Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Almar Marinósson og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.

Því næst var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá

  1. Starfsmannamál

 

Fundargerð

  1. Starfsmannamál

Drög að starfslokasamningi við Elías Pétursson sveitarstjóra lögð fram.

Til máls tóku: Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson veitti andsvar. Almar Marinósson. Þorsteinn Ægir Egilsson veitti andsvar. Siggeir Stefánsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Vegna ofangreindrar samþykktar lagði oddviti fram svohljóðandi tillögu:

Vegna beiðni Elíasar Péturssonar um starfslok sem sveitarstjóri Langanesbyggðar, samþykkir sveitarstjórn að Jónas Egilsson skrifstofustjóri og staðgengill sveitarstjóra, gegni störfum sveitarstjóra þar til nýr sveitarstjóri hefur störf. Á sama tíma fari hann með prókúru sveitarfélagsins í samræmi við 51. gr. samþykktar um stjórn Langanesbyggðar nr. 10/2019.

Samþykkt samhljóða.

Oddviti las upp svohljóðandi kveðju að ósk fráfarandi sveitarstjóra sem hann færði til bókar:

Um leið og ég vil þakka sveitarstjórn Langanesbyggðar fyrir liðlegheit vegna þess boðs um starf sem ég í liðinni viku fékk þá þakka ég ykkur samstarfsfólki mínu í sveitarstjórn fyrir ánægjulega samvinnu og samskipti. Undanfarin að verða sex ár hafa verið á stundum krefjandi en ákaflega lærdómsrík, þroskandi og ánægjuleg, fyrir það allt þakka ég.

Einnig vil ég þakka öllu starfsfólki Langanesbyggðar kærlega fyrir samstarf undanfarinna ára, samstarf sem hefur verið gefandi og ánægjulegt. Án þeirra framlags hefði ekki verið mögulegt að ná þeim árangri sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins né heldur að standa að nauðsynlegri uppbyggingu innviða samfélagsins hér við ysta haf.

Til máls tóku: Sigríður Friðný Halldórsdóttir. Þorsteinn Ægir Egilsson veitti andsvar. Almar Marinósson og Þorsteinn Ægir veitti andsvar. Siggeir Stefánsson.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:18.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?