114. fundur sveitarstjórnar
114. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Langanesvegi 16 Þórshöfn, fimmtudaginn 7. maí 2020. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann H. Jónasson starfsmaður skrifstofu sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.
Siggeir Stefánsson tók til til máls. Jónas veitti andsvar.
Því næst var gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Ársreikningar Langanesbyggðar 2019, fyrri umræða. Magnús Jónsson lögg. endurskoðandi mætir á fundinn
2. Fundargerð 881. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. apríl 2020
3. Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2020
4. Fundargerð 22. fundar byggðaráðs
5. Fundargerð 19. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 5. maí 2020
6. Fundargerð 12. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 6. maí 2020
7. Tillaga um framtíðartíðarfyrirkomulag Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
8. Langanesvegur 2 - staða og áætlanir
9. Dýpkun hafnar á Þórshöfn
10. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020
11. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1. Ársreikningar Langanesbyggðar 2019, fyrri umræða.
Ársreikningur Langanesbyggðar 2019 lagður fram, ásamt sundurliðunum og drögum að endurskoðunarskýrslu. Magnús Jónsson lögg. endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir helstu niðurstöður ársins.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 939,9 m.kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 744,9 m.kr. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,625% sem er lögbundið hámark með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark með álagi. Rekstrarniðurstaða A og B hluta sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð sem nam 54,3 m.kr., en jákvæð fyrir A hluta um 55,6 m.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2019 nam 806,0 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 545,2 m.kr.
Til máls tóku Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Magnús Jónsson veitti andsvar.
Bókun um afgreiðslu: Ársreikningi 2019 er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 881. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. apríl 2020
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2020
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 22. fundar byggðaráðs
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
5. Fundargerð 19. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 5. maí 2020
Liður 1, Óveruleg breyting á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007-2027 – námur
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar um breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007 – 2027 og að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Breytingin felur í sér aukna efnistöku í námum í Miðfirði 1 og Miðfirði 2 vegna framkvæmda við endurbyggingu Norðausturvegar um Finnafjörð og Bakkafjörð. Breytingin er talin óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hún hefur ekki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun eða mikil áhrif á nærliggjandi byggð og umhverfi.
Samþykkt samhljóða.
Tók til máls Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson veitti andsvar.
Tók til máls Siggeir Stefánsson.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
6. Fundargerð 12. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 6. maí 2020
Fundargerðin lögð fram og staðfest.
7. Tillaga um framtíðartíðarfyrirkomulag Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
Til máls tók Jónas Egilsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar er samþykk þeim hugmyndum um framtíðarhlutverk og skipan Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem fram koma í framlagðri tillögu stjórnar félagsins.
Samþykkt samhljóða.
8. Langanesvegur 2 - staða og áætlanir
Lögð fram samantekt frá Faglausn um mat á aðgerðum og kostnaði við að koma húseigninni að Langanesvegi 2 í söluhæft ástand ásamt teikningu frá arkitektastofunni Batteríinu um skipan hússins í eignir.
Til máls tóku Jónas Egilsson og Sigríður Friðný Halldórsdóttir.
9. Dýpkun hafnar á Þórshöfn
Til máls tók Jónas Egilsson.
Bókun á afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í útboði vegna dýpkunarframkvæmda í höfninni á Þórshöfn á þessu ári í samvinnu við Vegagerðina. Forsendur þessarar samþykktar eru þær áætlanir sem kynntar hafa verið. Nánari útfærsla og endanleg afgreiðsla verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar ásamt viðauka við fjárhagsáætlun vegna nauðsynlegrar lántöku vegna framkvæmdanna.
Tóku til máls Siggeir Stefánsson og Þorsteinn Ægir Egilsson.
Samþykkt samhljóða.
10. Viðauki við fjárhagsáætlun 2020
Lagður fram viðauki 5 að upphæð kr. 13.500.000, ásamt sundurliðuðu yfirliti um fyrri viðauka ársins.
Til máls tók Jónas Egilsson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 5 (sundurliðun á fjárfestingaráætlun) að upphæð samtals kr. 13.500.000.
Tóku til máls Þorsteinn Ægir Egilsson og Siggeir Stefánsson.
Samþykkt samhljóða
11. Skýrsla sveitarstjóra
Ráðherra hefur úthlutað 30 m.kr. úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til Langanesbyggðar úr viðbótarframlagi til uppbyggingar á verkefninu „Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf. Fyrsti fundur með höfundi hugmyndarinnar og verkefnisstjóra hefur þegar verið haldinn og undirbúningur kominn af stað.
Vegna fyrirhugaðra malbikunar á Fjarðarvegi og Langanesvegi í sumar hafa ræsi verið mynduð. Skv. frumniðurstöðum eru ræsi undir Fjarðarvegi í góðu ásigkomulagi, en ræsi undir Langanesvegi og Eyrarvegi eru illa haldin og óvíst hvort þau þoli þungar vélar og þjöppun. Nánari skýrsla og möguleg kostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra lagfæringa verður lögð fyrir næsta fund byggðaráðs.
Lokið hefur verið við að hreinsa sand og ryk af götum og göngustígum á Þórshöfn og götur á Bakkafirði verða hreinsaðar á næstu dögum.
Guðmundur Ósvaldsson framkvæmdastjóri Batterís arkitekta, hefur tilkynnt sveitarstjóra símleiðis að ábyrgð á leka í leikskóla sem upp kom um páskana sé þeirra og því eigi kostnaður ekki að falla á sveitarfélagið vegna viðgerða og úrbóta út af þessu máli. Nánari upplýsingar og skýrsla er í vinnslu hjá þeim sem verður send til okkar væntanlega í þessum mánuði. Stefnt er að viðgerðum á meðan sumarlokun leikskóla stendur.
Þá er hafinn undirbúningur hefðbundinna sumarstarfa á vegum sveitarfélagsins, en ljóst að verkefnin eru mörg og tilhlökkun hjá okkur að taka til hendinni eftir snjóþungan vetur.
Fundargerð upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:41.
Hægt er að horfa á fundinn hér.