116. fundur sveitarstjórnar
116. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Langanesvegi 16 Þórshöfn, fimmtudaginn 2. júlí 2020 . Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Þórarinn J. Þórisson, Jósteinn Hermundsson, Siggeir Stefánsson, Aðalbjörn Arnarsson, Ævar Rafn Marinósson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann H. Jónasson rekstrarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
Hann lagði til að nýjum dagskrárlið yrði bætt við, fundargerð 4. fundar hverfaráðs dreifbýlis, dags. 25. júní 2020, en fundargerðinni hefur verið dreift til sveitarstjórnarmanna. Nýr liður yrði númer 5 í dagskrá og númeraröðun annarra liða breyttist til samræmis. Jafnframt lagði hann til að dagskrárliður 1, Skipulag fjallskilamála, yrði tekinn út. Samþykkt.
Því næst var gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. júní 2020
2. Fundargerð 423. fundar stjórnar Hafnarsambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. maí 2020
3. Fundargerð 424. fundar stjórnar Hafnarsambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2020
4. Fundargerð 4. fundur Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ses. dags. 3. júní 2020
5. Fundargerð 4. fundar hverfaráðs dreifbýlis, dags. 25. júní 2020
a. Skipulag fjallskilamála
6. Fundargerð 24. fundar byggðaráðs, dags. 19. júní 2020
7. Fundargerð 21. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 23. júní 2020
8. Fundargerð 14. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 24. júní 2020
9. Fundagerð 10. fundar hafnarnefndar, dags. 29. júní 2020
10. Fundargerð veiðifélags Hafralónsár, 19. júní 2020 (drög)
11. Fundarboð aðalfundar SSNE 9. og 10. október 2020 í Eyjafjarðarsveit
12. Fjarðarvegur 3, ósk um viðræður um kaup
13. Samningur við ábúendur Hallgilsstaða – frá byggðaráði
14. Kvennaathvarf á Norðurlandi, beiðni um styrk
15. Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2020
16. Rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins A og B hluta
17. Íþróttahúsið Ver, undirbúningur og vegna viðhalds og viðgerða, frá 115. fundi
18. Frá U lista: Ítrekun á ósk um gögn frá 8. maí sl. vegna ársreiknings 2019
19. Sumarleyfi sveitarstjórnar
20. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1. Fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. júní 2020
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð 423. fundar stjórnar Hafnarsambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 19. maí 2020
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 424. fundar stjórnar Hafnarsambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. maí 2020
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 4. fundur Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ses. dags. 3. júní 2020
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 4. fundar hverfaráðs dreifbýlis, dags. 25. júní 2020
Til máls tók oddviti
Liður 1, Skipulag fjallskilamála.
Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu að afgreiðslu: Í ljósi þess hve tími er skammur, þar til nýr fjallskilaseðill skal vera tilbúinn, er málinu frestað til hausts 2020.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin staðfest.
Til máls tóku Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson.
6. Fundargerð 24. fundar byggðaráðs, dags. 19. júní 2020
Til máls tók sveitarstjóri.
Fundargerðin staðfest.
7. Fundargerð 21. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 23. júní 2020
Til máls tóku: Jónas Egilsson og Siggeir Stefánsson.
Fundargerðin staðfest.
8. Fundargerð 14. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 24. júní 2020
Til máls tóku: Jónas Egilsson og Siggeir Stefánsson.
Fundargerðin staðfest.
9. Fundagerð 10. fundar hafnarnefndar, dags. 29. júní 2020
Til máls tóku: Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson
Fundargerðin staðfest.
10. Fundargerð veiðifélags Hafralónsár, dags. 19. júní 2020
Til máls tók oddviti og lagði fram svohljóðandi bókun að afgreiðslu: Sveitarstjórn tekur undir ályktun aðalfundar veiðifélags Hafralónsár, sem haldinn var 19. júní sl., um framlengingu núverandi leigusamnings við veiðifélagið Hreggnasa til tveggja ára. Í millitíðinni gefst tími til mótunar langtímastefnu um leigu á ánni og innviðuppbyggingu við hana.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lögð fram.
11. Fundarboð aðalfundar SSNE, 9. og 10. október 2020 í Eyjafjarðarsveit
Fundarboðið lagt fram. Fulltrúar Langanesbyggðar á fundinum eru: Þorsteinn Ægir Egilsson og Siggeir Stefánsson.
12. Fjarðarvegur 3, ósk um viðræður um kaup
Lögð fram ósk frá Nik Peros, dags. 29. júní 2020, um viðræður um kaup á neðri hæð Fjarðarvegar 3, þar sem skrifstofur sveitarfélagsins eru til húsa.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara um hugmyndir hans um verð og mögulega afhendingardagsetningu og kynna fyrir byggðaráði.
Til máls tóku: Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson og Ævar Rafn Marinósson.
Siggeir Stefánsson óskaði eftir fundahléi.
Oddviti gerði hlé á fundi kl. 17:28.
Oddviti setti fundinn kl.17:30.
Samþykkir Þorsteinn Ægir Egilsson, Jósteinn Hermundsson, Þórarinn J. Þórisson og Mirjam Blekkenhorst. Hjáseta Siggeir Stefánsson, Ævar Rafn Marinósson og Aðalbjörn Arnarsson.
U-listinn leggur fram svohljóðandi bókun: U-listinn telur eðlilegt að húsnæðið sé auglýst formlega til sölu þegar það er tímabært.
Til máls tók Þórarinn J. Þórisson.
13. Samningur við ábúendur Hallgilsstaða – frá byggðaráði
Endurnýjaður samningur, sem undirritaður var 17. júní 2020, við ábúendur á Hallgilsstöðum 1 lagður fram.
Til máls tók sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir samninginn.
Til máls tók: Siggeir Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson og Jónas Egilsson.
Samþykkt samhljóða.
14. Kvennaathvarf á Norðurlandi, beiðni um styrk
Lögð fram beiðni frá Kvennaathvarfinu, dags. 16. júní 2020 með beiðni um þátttöku í fjármögnun kvennaathvarfs á Akureyri. Hlutur Langanesbyggðar yrði í samræmi við íbúahlutfall af 2,5 m.kr. heildarfjárhæð sveitarfélaga á starfssvæði SSNE. Áætlaður hlutur Langanesbyggðar er um 1,6% m.v. íbúafjölda um 40 þús. kr.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir áætlaðan hlut sinn, um kr. 40.000, til verkefnisins á þessu ári.
Samþykkt samhljóða.
15. Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2020
Viðauki er lagður til, til að leiðrétta áætlaða innri leigu fyrir árið 2020. Áhrif viðauka er kr. 0 á samstæðu Langanesbyggðar fyrir árið 2020 þar sem um innri leigu er að ræða. Áhrif eru á milli sjóða og deilda og eru eftirfarandi: Áhrif viðauka í aðalsjóði er aukin innri leigukostnaður uppá 54,2 m.kr. Áhrif viðauka í þjónustumiðstöð er aukin innri leigukostnaður uppá 0,9 m.kr. Áhrif viðauka í Nausti er aukin innri leigukostnaður uppá 4,2 m.kr. Áhrif viðauka í Eignasjóði er auknar innri leigutekjur uppá 59,3 m.kr. Engin áhrif eru á handbært fé.
Til máls tók sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka og felur sveitarstjóra að senda uppfærða fjárhagsáætlun ársins til sveitarstjórnarmann og deildarstjóra í kjölfarið.
Samþykkt samhljóða.
16. Rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins A og B hluta
Sveitarstjóri fór yfir fjögurra mánaða rekstraryfirlit A og B hluta sveitarsjóðs. Fyrirvari er á rekstrarniðurstöðum málaflokka vegna innri leigu sem ekki er rétt skv. viðauka 7 við fjárhagsáætlun 2020.
Til máls tóku: Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson.
17. Íþróttahúsið Ver, undirbúningur og vegna viðhalds og viðgerða, frá 115. fundi
Til máls tók sveitarstjóri
Oddviti tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun að afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að hafinn verði undirbúningur að nauðsynlegu viðhaldi og breytingum á íþróttahúsinu Veri. Sveitarstjóra er falið að leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar viðauka við framkvæmda- og fjárfestingaráætlun sveitarstjórnar. Í framhaldi verði lagt fyrir sveitarstjórn heildar verkefna og kostnaðaráætlanir fyrir framkvæmdir við íþróttahúsið.
Einnig er lagt til að starfshóp um framtíðarhugmyndir íþróttahússins og nærliggjandi svæði skipi fulltrúar stjórnar Ungmennafélags Langnesinga, Grunnskólans á Þórshöfn og Félags eldri borgara við Þistilfjörð. Sveitarstjóri starfi með hópnum og kalli hann saman til fyrsta fundar. Byggðaráð samþykki erindisbréf starfshópsins.
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku: Siggeir Stefánsson og Þorsteinn Ægir Egilsson.
18. Frá U-lista: Ítrekun á ósk um gögn frá 8. maí sl. vegna ársreiknings 2019
Lögð fram tölvupóstssamskipti oddvita U-lista og sveitarstjóra, dags. 8. maí 2020 vegna beiðni um sundurliðunarbók fyrir A og B hluta reksturs sveitarfélagsins vegna áranna 2018 og 2019. Afrit var sent sveitarstjórnaráðuneytinu.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn ítrekar fyrri óskir um aðgengi að gögnum vegna ársreiknings 2019. Ársreikningurinn var borinn upp á fundi sveitarstjórnar 4 júní síðastliðinn. U-listinn óskaði 8 maí 2020 eftir sundurliðunarbók um rekstur síðasta árs en þar kemur fram nánari upplýsingar um bæði tekju og gjaldaliði skipt eftir málaflokkum og fleiru. Þessi ósk var ítrekuð 18 maí, þar sem kom fram að nauðsynlegt væri að þessi gögn bærust tímanlega svo hægt væri að rýna fyrir sveitarstjórnarfundinn sem gerðist ekki.
Til máls tóku Jónas Egilsson og Ævar Rafn Marinósson.
19. Sumarleyfi sveitarstjórnar
Sveitarstjórn fer að þessum fundi loknum í sumarleyfi til 17. september nk., skv. starfsáætlun sem samþykkt var á á 108. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019. Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi, fer byggðaráð, samkvæmt 5. tl. 31. gr. samþykkta um stjórn Langanesbyggðar, með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella. Aukafundur í sveitarstjórn verður haldinn í millitíðinni ef þörf krefur.
20. Skýrsla sveitarstjóra
Ný upplýsingasíða sveitarfélagsins fyrir ferðamenn var sett á netið fyrr í morgun. Á þessari síðu er að finna allar helstu upplýsingar um gististaði, matsölustaði og aðra þjónustu fyrir ferðamenn, gönguleiðir, afþreyingu og áhugaverða staði. Þessi upplýsingasíða var upphaflega hugsuð fyrir „kalda“ snertiskjái sem hefðu verið staðsettir á helstu viðkomustöðum ferðamanna í sveitarfélaginu, en nú verður síðan sett á alnetið og kynnt undir slóðinni „visitlanganes.is“. Þessi upplýsingasíða verður fyrst um sinn eingöngu á íslensku, en unnið er að birta einnig texta og aðrar upplýsingar á ensku og pólsku.
Framkvæmdir við dýpkun Þórshafnarhafnar hefjast að loknum sumarleyfum starfsmanna verktaka upp úr 20. júlí nk. Verkfundur með Vegagerðinni, verktaka og sveitarfélaginu verður í upphafi og verða helstu hagsmunaaðilum boðið á fyrsta fund til að ræða samskiptamál.
Ný flotbryggja á Bakkafirði bíður nægilega öflugs krana til að setja út undirstöður fyrir hana, sem væntanlega verður í þessari viku eða þeirri næstu.
Viðgerðir við varnargarð hafnarinnar á Bakkafirði voru boðin út en engin tilboð bárust. Verkið verður því boðið út aftur en augljóslega verða tafir á viðgerðum hafnargarðsins. Frekari endurbætur á hafnarsvæðinu þar bíða þar til framkvæmdum við dýpkun og varnargarðinn er lokið.
Alls fengust 3,5 m.kr. í styrkvegafé á þessu ári og er undirbúningur framkvæmda þegar hafinn skv. áætlun frá hverfisráði dreifbýlis. Þetta er óvenju snemma árs sem framkvæmdir geta hafist, því oft á tíðum hafa þær hafist í ágúst/september.
Viðgerðir og lagfæringar vegna leka í leikskólabyggingunni sem varð í vor, hófust í vikunni. Ástand hússins er mjög gott, engin mygla eða raki finnast á þeim stöðum sem leka og raka var vart í vor. Þétt verður undir þakskegg og aðrar endurbætur gerðar til að snjór og raki komist ekki upp undir klæðningar á þaki aftur. Batteríið arkitektar sjá um allar viðgerðir og endurbætur á sinn kostnað. Nokkur óafgreidd minni mál bíða ársúttektar á byggingunni.
Ekki verður farið í malbikun Fjarðarvegar og Langanesvegar í sumar, þar sem endurnýja þarf lagnir í hluta Langanesvegar, en sú endurnýjun er á ábyrgð sveitarfélagsins og verður ekki framkvæmd á þessu ári.
Varmadælur fyrir Langanesveg 2 eru komnar á staðinn og verða þær settar upp að loknum sumarleyfum. Íbúðirnar þrjár í suðurenda hússins verða settar í opinbert söluferli í þessum mánuði, nú þegar stöðuúttekt hússins liggur fyrir. Ætlunin er að sjá hvað fæst fyrir íbúðirnar í því ástandi sem þær eru núna, áður en ákvörðun verður tekin um frekari framkvæmdir við þær.
Hefðbundin sumarlokun skrifstofu verður frá 27. júlí til og með 7. ágúst nk.
Til máls tóku Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson.
Fundargerð upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:31
Hægt er að horfa á fundinn hér.