119. fundur sveitarstjórnar
119. fundur sveitarstjórnar, Langanesbyggðar haldinn í Félagsheimilinu Þórsveri, Langanesvegi 16 Þórshöfn, fimmtudaginn 12.nóvember 2020. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Halldór R. Stefánsson, Árni Bragi Njálsson, Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
Því næst var gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. október 2020
2. Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2020
3. Fundargerð aðalfundar SSNE 9. og 10. október
4. Fundargerð 14. fundar stjórnar SSNE, dags. 30. september 2020
5. Fundargerð 15. fundar stjórnar SSNE, dags. 14. október 2020
6. Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútsvegssveitarfélaga, 30. október 2020
7. Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 3. júní 2020 (ath.)
8. Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 14. október 2020
9. Fundargerð 13. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses, dags. 27. október 2020
10. Fundargerð 28. fundar byggðaráðs, dags. 22. október 2020
11. Fundargerð 29. fundar byggðaráðs, dags. 5. nóvember 2020
12. Fundargerð 15. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, 21. október 2020
13. Fundargerð 25. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 20. október 2020
a. Liður 1: Tillaga að deiliskipulag – miðsvæði við Fjarðarveg á Þórshöfn
b. Liður 2: Tillaga að deiliskipulagi – íbúðarbyggð og miðsvæði vestan Langanesvegar á Þórshöfn
14. Fundargerð 17. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 21. október 2020
15. Boðun 35. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. desember 2020
16. Boðun rafræns hafnarsambandsþings 27. nóvember 2020
17. Tilkynning EBÍ um arðgreiðslur 2020
18. Níu mánaða rekstraruppgjör Langanesbyggðar 2020 og útkomuspá
19. Ákvörðun um útsvarsálagningu 2021
20. Ákvörðun um breytingar á gjaldskrá Langanesbyggðar 2021
21. Drög að fjárhagsáætlun 2021 – fyrri umræða
22. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1. Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð aðalfundar SSNE 9. og 10. október
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð 14. fundar stjórnar SSNE, dags. 30. september 2020
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 15. fundar stjórnar SSNE, dags. 14. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútsvegssveitarfélaga, 30. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð aðalfundar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 3. júní 2020
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 14. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 13. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses, dags. 27. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
10. Fundargerð 28. fundar byggðaráðs, dags. 22. október 2020
Fundargerðin staðfest með 4 atkvæðum 3 sátu hjá.
11. Fundargerð 29. fundar byggðaráðs, dags. 5. nóvember 2020
Fundargerðin staðfest með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
12. Fundargerð 15. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, 21. október 2020
Fundargerðin staðfest með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
13. Fundargerð 25. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 20. október 2020
Liður 1: Tillaga að deiliskipulag – miðsvæði við Fjarðarveg á Þórshöfn
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi miðsvæðis við Fjarðarveg á Þórshöfn, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 12. október 2020 með áorðnum breytingum 26. október í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar þann 20. október sl. Skipulagsdrög voru kynnt á heimasíðu Langanesbyggðar 2. september 2020 og auglýsing birt í fréttabréfinu Skeglunni. Skipulagsgögn voru aðgengileg íbúum og hagsmunaaðilum á skrifstofu sveitarfélagsins og heimasíðu og var gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin til 21. september í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda tillöguna til umsagnaraðila.
Til máls tóku Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson.
Samþykkt samhljóða.
Liður 2: Tillaga að deiliskipulagi – íbúðabyggð og miðsvæði vestan Langanesvegar á Þórshöfn
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar og miðsvæði vestan Langanesvegar á Þórshöfn, greinargerð og skipulagsuppdráttur dags. 12. október 2020 með áorðnum breytingum 26. október í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar þann 20. október sl. . Skipulagsdrög voru kynnt á heimasíðu Langanesbyggðar 2. september 2020 og auglýsing birt í fréttabréfinu Skeglunni. Skipulagsgögn voru aðgengileg íbúum og hagsmunaaðilum á skrifstofu sveitarfélagsins og heimasíðu og var gefið tækifæri til að senda inn ábendingar um drögin til 21. september í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda tillöguna til umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða.
Fundagerðin staðfest með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
14. Fundargerð 17. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 21. október 2020
Fundargerðin staðfest með 4 atkvæðum, 3 sátu hjá.
15. Boðun 35. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 18. desember 2020
Fundarboðið lagt fram. Fulltrúar Langanesbyggðar eru: Þorsteinn Ægir Egilsson og Siggeir Stefánsson.
16. Boðun rafræns hafnarsambandsþings 27. nóvember 2020
Fundarboðið lagt fram, en Langanesbyggð á rétt á tveimur fulltrúum á þingið. Ákveðið að formaður hafnarnefndar og hafnarstjóri verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
17. Tilkynning EBÍ um arðgreiðslur 2020
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dags. 15. október 2020, lagt fram. Hlutur Langanesbyggðar í félaginu er 0,16% og því er hlutur þess af 70 m.kr. arðgreiðslu kr. 112.000.
18. Níu mánaða rekstraruppgjör Langanesbyggðar 2020 og útkomuspá
Yfirlit rekstrar, drög að efnahagsreikningi fyrir A og B hluta tímabilið janúar til og með september 2020 lagt fram.
Til mál tóku: sveitarstjóri, Siggeir Stefánsson, sveitarstjóri.
19. Ákvörðun um útsvarsálagningu 2021
Tillaga að útsvarsálagninu fyrir árið 2021 lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall skuli vera óbreytt frá því í fyrra, eða 14,52%.
Samþykkt samhljóða.
20. Ákvörðun um breytingar á gjaldskrá Langanesbyggðar 2021
Greinargerð með tillögum til sveitarstjórnar um gjaldskrárbreytingar 2020 lögð fram ásamt gjaldskrám sveitarfélagsins.
Eftirtaldar gjaldskrár voru lagðar fram og afgreiddar:
1. Samþykktir um gatnagerðargjöld, stofngjald fráveitu, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu, afgreiðslu, þjónustugjöld og gjaldskrá vatnsveitu.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða. Til máls tók Jónas Egilsson.
2. Álagningarákvæði fasteignagjalda.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða. Til máls tóku Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson.
3. Gjaldskrá slökkviliðs Langanesbyggðar.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
4. Gjaldskrá grunn- og leikskóla Langanesbyggðar.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
5. Gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði í Langanesbyggð.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
6. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
7. Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
8. Gjaldskrá fyrir almenna útleigu á Þórsveri Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
9. Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði á Þórshöfn og á Bakkafirði. Til máls tók Mirjam Blekkenhorst og lagði fram breytingartillögu um að almenna gistigjaldið yrði 1.800 kr.pr.einstakling og 1.000 kr.í rafmagn. Samþykkt samhljóða.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.
10. Verðskrá fyrir sundlaug og íþróttahús. Til máls tók Sigríður Friðný Halldórsdóttir og lagði fram eftirfarandi tillögu: „Óskað er eftir því að gjaldskránni verið vísað til Velferðar- og fræðslunefndar til umsagnar áður en hún verður samþykkt í sveitarstjórn“ Til máls tók Þorsteinn Ægir. Þorsteinn bað um fundarhlé kl.17.54. Fundur settur á ný kl. 18.00. Tillagan felld með 4 atkvæðum Þorsteins, Mirjam, Halldórs og Árna Braga. Samþykk voru Siggeir, Sólveig og Sigríður F.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt með 4 atkvæðum Þorsteins, Mirjam, Halldórs og Árna Braga, á móti voru Siggeir, Sólveig og Sigríður F.
11. Gjaldskrá Langaneshafna (textaskrá og tafla).
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
12. Gjaldskrá um stöðuleyfi.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt samhljóða.
13. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Bókun um afgreiðslu: Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu miðast við gjaldskrá Norðurþings. Samþykkt samhljóða.
21. Drög að fjárhagsáætlun 2021 – fyrri umræða
Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024, dags. 12. nóvember 2020, lögð fram.
Til máls tók: sveitarstjóri.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun og vísar henni til seinni umræðu. Einnig er sveitarstjóra falið að boða sveitarstjórn til vinnufundar síðdegis mánudaginn 23. nóvember nk. Samþykkt samhljóða.
22. Skýrsla sveitarstjóra
Þótt Covid-19 veirunni hafi ekki skotið upp hér enn að minnsta kosti sem betur fer, gætir áhrifa hennar hér. Aðallega eru tekjuáhrif hennar á ríkissjóðs að bitna á okkur, en okkar fjölmennustu og viðkvæmustu stofnanir hafa þurft að grípa til aðgerða með því að takmarka aðgang og heimsóknir. Sem betur fer ekki meira en það, hingað til.
Unnið er að því að koma götulýsingu í lag. Samhliða er unnið að „Led-væðingu“ götuljósa á vegum sveitarfélagsins. Viðræður verða fljótlega við Vegagerðina um viðhald og þjónustu götulýsinga á þjóðvegum í þéttbýli, en eins og kunnugt er, yfirtóku sveitarfélagið og Vegagerðin rekstur og viðhald götulýsingar frá RARIK í vor.
Tiltekt er hafin í kjallaranum á Þórsveri. Þar er einnig er búið að setja upp öfluga rafmagnsblásara svo hægt sé að kynda húsið, en kyndikerfið þar er komið á tíma og þarf að skipta því út. Unnið er við lagfæringar á kyndikerfi í Hálsvegi 11, en ólag hefur verið á því um langan tíma og álitamál hvort ekki sé hagkvæmara að setja þar upp nýtt kerfi.
Flutningaskip sigldi á stálþil og olli nokkru tjóni á eldri hluta nýju bryggju. Unnið er í því máli í samvinnu við Neðansjávar Ehf, Vegagerðina, Samskip og okkar tryggingafélag, en til að hindra frekara tjón þarf að gera við stálþilið þar sem það skemmdist og er Vegagerðin að meta tjónið
Gengið var frá samningi við sóknarnefnd Þórshafnarkirkju í vikunni um rekstur Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps á líkgeymslu í Þórshafnarkirkju. Undirbúningur að lagfæringum á húsnæðinu er hafinn og ekki útlit fyrir að sveitarfélögin þurfi að kosta miklu til við að laga búnað og húsnæði, og ætti það vera komið í viðunandi horf í lok næstu viku.
Rekstur líkgeymslunnar hefur einnig verið tekið upp við HSN um mögulega aðkomu þeirra að framtíðarlausn, því núverandi aðstaða er ekki boðleg til framtíðar. Vandamálið er að þessi málaflokkur er ekki á ábyrgð neins aðila lögum samkvæmt. Á fjölmennari þéttbýlissvæðum eru einkaaðilar sem sinna þessu, víða eru það sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar sem sinna þessum málum. Ekki hefur fundist viðunandi lausn fyrir fámennari byggðarlög.
Mikill tími starfsfólks skrifstofu hefur farið í fundi, uppgjörsmál og fjárhagsáætlunargerð síðustu vikur og því hafa önnur verk verið lítið sjáanleg á yfirborðinu. Eins e.t.v. má sjá á fundargerðum nefnda eru fjölmörg góð mál í vinnslu og vonast til að þau líti dagsins ljós á næstu dögum og vikum.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.33
Hægt er að horfa á fundinn hér.