Fara í efni

130. fundur sveitarstjórnar

16.09.2021 17:00

130. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í Þórsveri, Þórshöfn, fimmtudaginn 16. september 2021 og fundur settur kl. 17:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Árni Bragi Njálsson, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn Sigurður Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki. Var síðan gengið til dagskrár.

D a g s k r á

1) Fundargerð Samband Ísl. Sveitarfélaga nr. 900, dags. 28. ágúst 2021
2) Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 436, dags. 20. ágúst 2021
3) Fundagerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 8. ágúst 2021
4) Fundargerð íbúafundar á Bakkafirði, dags. 8. september 2021
5) Fundargerðir 3., 4., og 5. fundar um sameiningu sveitarfélaga, dags. 6. maí, 23. ágúst og 13. september
6) Fundargerð 44. fundar byggðaráðs, dags. 2. september 2021
7) Fundargerð 45. fundar byggðaráðs, dags. 13. september 2021
8) Fundargerð 22. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 1. september 2021
Liður 2) Úttekt á friðlýsingarkostum á Langanesi
9) Fundargerð 23. fundar velferðar og fræðslunefndar, dags. 1. september 2021
10) Fundargerð 36. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 24. ágúst 2021
11) Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 7. og 8. október nk.
12) Aðalfundur Fjárfestingarfélags Þingeyinga 23. september nk.
13) Brothættar byggðir ársskýrsla 2020
14) Kynning Umhverfisráðuneytis á gerð skiltis við Heiðarfjall
15) Kynningarbréf til Langanesbyggðar frá Vegagerðinni, dags. 6. september 2021
16) Leiðbeiningar og álit SRN í máli SRN20020089
17) Heilsueflandi samgöngur í Langanesbyggð
18) Bréf HMS til sveitarstjórnar Langanesbyggðar vegna slökkviliðs, dags. 13. september 2021
19) Drög að nýjum verkssamningi vegna sorphirðu
20) Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

1. Fundargerð Samband Ísl. Sveitarfélaga nr. 900, dags. 28. ágúst 2021

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð Hafnarsambandsins nr. 436, dags. 20. ágúst 2021

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundagerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 8. ágúst 2021

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð íbúafundar á Bakkafirði, dags. 8. september 2021

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir 3., 4., og 5. fundar um sameiningu sveitarfélaga, dags. 6. maí, 23. ágúst og 13. september

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir tillögu í 5. fundargerð viðræðunefndar um mögulega sameiningu sveitarfélaga, um að haldinn skuli íbúafundur 6. október nk. þar sem ráðgjafi sveitarfélaganna fer yfir stöðu viðræðna.

Til máls tóku; Mirjam, Siggeir, Þorsteinn Ægir, Siggeir.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Fundargerð 44. fundar byggðaráðs, dags. 2. september 2021

Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 45. fundar byggðaráðs, dags. 13. september 2021

Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 22. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 1. september 2021

Liður 2) Úttekt á friðlýsingarkostum á Langanesi

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að hefja vinnu við undirbúning skv. bókuninni.

Samþykkt samhljóða.

9. Fundargerð 23. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 1. september 2021

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundargerð 36. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 24. ágúst 2021

Fundargerðin lögð fram.

11. Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga 7. og 8. október nk.

Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldin í Reykjavík 7. og 8. október nk.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að gefa einum fulltrúa frá meirihluta sveitarstjórnar og öðrum úr minnihluta kost á þátttöku á vegum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12. Aðalfundur Fjárfestingarfélags Þingeyinga 23. september nk.

Aðalfundur Fjárfestingarfélags Þingeyinga, áður Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, verður haldinn á Húsavík 23. september nk.

Til máls tók sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Langanesbyggðar á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

13. Brothættar byggðir ársskýrsla 2020

Ársskýrsla Brothættra byggða fyrir árið 2020 lögð fram.

14. Kynning Umhverfisráðuneytis á gerð skiltis við Heiðarfjall

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 31. ágúst 2021, vegna rannsóknar á umfangi mengunar í jarðvegi á Heiðarfjalli. Í erindinu eru kynntar fyrirætlanir um að setja upp viðvörunarskilti vegna mengunar á svæðinu.

Bókun um afgreiðslu; Sveitarstjórn fagnar ákvörðun Alþingis og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að fara í aðgerðir á svæðinu að frumkvæði landeigenda.

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri og Þorsteinn Ægir.

Samþykkt samhljóða.

15. Kynningarbréf til Langanesbyggðar frá Vegagerðinni, dags. 6. september 2021

Kynningarbréf frá Vegagerðinni, dags. 6. september 2021, vegna skilavega lagt fram, ásamt gögnum. Þar kemur fram að Hafnargata á Bakkafirði, í þéttbýlinu, færist til sveitarfélagsins skv. breytingum á vegalögum frá 2007.

Til máls tóku; sveitarstjóri, Þorsteinn Ægir, Siggeir, sveitarstjóri, Þorsteinn Ægir, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við Vegagerðina um yfirtöku á Hafnargötu á Bakkafirði í samræmi við lög nr. 80/2007.

Sveitarstjórn getur ekki fallist á að taka við veginum nema að veginum sé komið í það ástand sem greinargerð um skilavegi segir til um, eða að það komi til greiðsla eða sveitarfélaginu tryggð endurgreiðsla á kostnaði við verkefnið.

Samþykkt samhljóða.

16. Leiðbeiningar og álit SRN í máli SRN20020089

Lagt fram bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, móttekið 19. ágúst 2021.

Tillaga að bókun frá U listanum; „Á árunum 2019 og 2020 óskaði U-listinn eftir gögnum frá skrifstofu við vinnslu ákveðinna mála. Gögnin bárust í mörgum tilfellum mánuðum síðar og einhver áttu enn eftir að berast þegar kvörtun var send á samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Ráðuneytið sá ástæðu til þess að taka málið formlega fyrir og samkvæmt niðurstöðu þeirrar vinnu voru verkferlar sveitarfélagsins ekki réttir við afgreiðslu fyrirspurna um gögn og sveitafélaginu bent á rétta verkferla við afgreiðslu slíkra mála. Það er von U- listans að álit og leiðbeiningar ráðuneytisins verði teknar til greina við afgreiðslu mála í framtíðinni“.

Til máls tóku; Siggeir, sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri.

17. Heilsueflandi samgöngur í Langanesbyggð

Lögð fram umsókn um styrk með gögnum vegna mögulegra almenningssamgangna milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Hugmyndin er að tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda- og tómstundaakstur.

Til máls tóku sveitarstjóri, Þorsteinn Ægir, Mirjam, Siggeir, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn er samþykk framlagðri umsókn og um framlag vegna almenningssamgangna milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Jafnframt er sveitarstjóra falið að gera tillögu um kostnað vegna framlags sveitarfélagsins við verkefnið við afgreiðslu fjárhagsáætlun næstu ára, að því gefnu að umsóknin verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

18. Bréf HMS til sveitarstjórnar Langanesbyggðar vegna slökkviliðs, dags. 13. september 2021

Bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 13. september 2021, vegna húsnæðis fyrir Slökkvilið Langanesbyggðar með athugasemdum, lagt fram.

Til máls tóku; Þorsteinn Ægir, Siggeir, Þorsteinn Ægir, Siggeir, Þorsteinn Ægir, sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn þakkar framkomnar ábendingar og tekur undir nauðsyn þess að búið sé vel að slökkviliðinu. Sveitarstjóra falið að gera tillögur til úrbóta í samráði við slökkviliðsstjóra fyrir komandi fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt samhljóða.

19. Drög að nýjum verkssamningi vegna sorphirðu

Lögð fram drög að nýjum verksamningi, ásamt tilboðsskrá, við Íslenska Gámafélagið (ÍG) vegna sorphirðu í Langanesbyggð til ársloka 2023 lögð fram. ÍG var eini aðilinn sem bauð í verkið við útboð fyrr á þessu ári.

Til máls tóku: sveitarstjóri, Siggeir, sveitarstjóri.

Fundarhlé kl. 18:30 – 18:41

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til næsta byggðaráðsfundar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

20. Skýrsla sveitarstjóra

Framkvæmdum miðar áfram við endurnýjun holræsa undir Langanesvegi. Áætlað er að framkvæmdir standi áfram næstu tvær vikur. Þá verði 1. áfanga við endurnýjun frárennslislagna í Langanesbyggð lokið. Vonast er til að malbiksframkvæmdir við Fjarðarveg og Langanesveg á vegum Vegagerðarinnar ljúki í kjölfarið í haust, en veðurskilyrði hafa verið framkvæmdum og malbikslagningu hagstæð í haust.

Framkvæmdir við skrifstofu ganga skv. áætlun og gert ráð fyrir að flutningar á búnaði og tækjum hefjist í næstu viku og að ný skrifstofa Langanesbyggðar verði opnuð að nýju í endurgerðu húsnæði að Langanesvegi 2 í byrjun október nk. Lokið er við að mála, setja gólfefni og klæða loftin. Hurðir eru komnar. Eftir er að ganga frá tenglum og ljósabúnaði að hluta. Búast má við lokun skrifstofu í 1-2 daga með á flutningum stendur og tölvur eitthvað úr sambandi þess vegna. Næsti fundur sveitarstjórnar verður því væntanlega í nýjum fundarsal sveitarstjórnar á Langanesveginum, sem einnig verður nýttur fyrir fundi nefnda sveitarfélagsins. Fjórir aðrir aðilar munu einnig hafa aðsetur í nýrri aðstöðu. Starfsmaður sýslumanns deilir aðstöðu og búnaði með skrifstofu Langanesbyggðar, en í norðurhluta rýmisins verða Kristín Heimisdóttir sálfræðingur, Steinunn Halldórsdóttir hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Aneta Potrykus starfsmaður Verkalýðsfélags Þórshafnar með sitthvert skrifstofu herbergið. Kaffistofa verður sameiginleg og við munum sjá um þrif sameignar ásamt okkar rýmum. Formleg opnun og sýning húsnæðisins verður kynnt síðar þegar búnaður, húsgögn og annað verða komin á sinn stað.

Landsbankinn opnaði nýja afgreiðslu hér á Þórshöfn í dag í húsnæði Kjörbúðarinnar. Þetta er mun minni afgreiðsla en var á Fjarðarvegi 5, en hún er löguð að þörfum samtímans. Um leið og við óskum starfsfólki bankans til hamingju með nýjan vinnustað er óhætt að fagna því að bankinn haldi þó úti starfsemi í sveitarfélaginu. Reynslan, jafnvel á fjölmennari stöðum sýnir, að það er ekki sjálfgefið.

Sveitarstjóri hefur átt viðræður við SSNE um mögulegt samstarf við þróun og mótun stefnu um mögulega starfsemi í húsnæðinu við Fjarðarveg 5, þar sem Landsbankinn var áður til húsa. Beðið er svara bankans við tilboði sveitarfélagsins í húsnæðið. Þegar og ef niðurstöður fást, verða hafnar formlegar viðræður við mögulega leigjendur að húsnæðinu. Þar mun að öllum líkindum áfram verða afgreiðsla Íslandspósts og líklega mun Þekkingarsetrið óska eftir aðstöðu í húsnæðinu líka. Eins þarf að taka afstöðu til þess hvernig eignarhaldi Langanesbyggðar á húsinu verður fyrir komið til framtíðar, ef af kaupum verður.

Fjögur staðfest Covid smit hafa verið greind hér í Langanesbyggð og tveir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið settir í sóttkví. Þessi veikindi eiga ekki að trufla löndun eða uppskipun í Bakkafjarðarhöfn, en vegna veikinda og einangrunar þeirra sem flytja fisk frá Bakkafjarðarhöfn geta flutningar á fiskmarkað frá höfninni riðlast eitthvað, þó bæði Bjargið og GPG starfi óhindrað. Ljóst er að við þurfum að viðhafa góða gát og halda áfram og takmarka eftir því sem við best getum áhrif þessa vágests hjá okkur.

Vatnslítið varð í þorpinu á Bakkafirði á liðnu misseri, Þegar var búið að skrúfa fyrir allt óþarfa rennsli var það vandamál úr sögunni. Heldur verra ástand er með vatnsmál við Bakkafjarðarhöfn en með sparnaði á vatni hefur tekist að halda sæmilegu rennsli. Vonandi verður þetta ekki viðvarandi vandamál. Það sem er kannski merkilegt er að ekki hefur orðið vatnsskortur á Þórshöfn þrátt fyrir afleita þurrkatíð. Samt sem áður er nauðsynlegt að fara að huga að öruggari vatnsöflun fyrir bæði þorpin.

Annars er búið að vera talsvert líf á höfnunum. Makrílvertíð lokið og síldavertíð hafin og miðin stutt frá okkur og því full vinnsla alla daga. Talsvert hefur verið um aðkomubáta bæði á línu og handfærum. Einnig hefur Geirinn okkar verið að landa hér heima upp á síðkastið

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:55.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?