Fara í efni

20. fundur sveitarstjórnar

05.10.2023 17:00

Fundur í sveitarstjórn

20. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 5. október 2023. Fundur settur kl. 17:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Gunnlaugur Steinarsson, Mirjam Blekkenhorst, Margrét Guðmundsdóttir, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Til máls tók: Þorsteinn, sveitarstjóri, oddviti, Þorsteinn.

Dagskrá

 

1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 932 frá 08.09.2023.
2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 933 frá 18.09.2023
3. Fundargerð 16 fundar byggðaráðs 14.09.2023
03.1) Núgildandi reglur um greiðslur til sveitartjónarmanna
03.2) Tillaga að breytingum á reglum um þóknanir.
03.2) Tillaga að breytingum á greiðslum til nefndarmanna
4. Fundargerð 54 fundar SSNE frá 6.09.0223
5. Fundargerð 9. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 27.09.2023
05.1) Skýrsla framkvæmdasjóðs um fuglaskýli.
05.2) Kostnaðaráætlun um skýlin.
05.3 Verðskrá Kistunnar
6. Fundargerð 10. fundar velferðar- og fræðslunefndar 28.9.2023
06.1) VER almennar umgengis- og öryggisreglur
7. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 26.09.2023
8. Fjárfestingafélag Þingeyinga, fundur um samruna
08.1) Fjárfestingafélag Þingeyinga, samrunaskrá hlutafjáraukning
08.2) Fjárfestingafélag Þingeyinga tillaga
9. Viðaukasamningur við samning um verkefnið Betri Bakkafjörður
10. Auglýsing eftir verkefnastjóra við verkefnið Betri Bakkafjörður
11. Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
12. Skipulagstillaga að Langanesvegi 17 - 19
13. Skýrsla sveitarstjóra

Fundargerð

 

1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 932 frá 08.09.2023.

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 933 frá 18.09.2023.

Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 16 fundar byggðaráðs 14.09.2023.
Eftirfarandi eru liðir frá 16. fundi byggðaráðs.

03.1) Núgildandi reglur um greiðslur til sveitarstjórnarmanna
03.2) Tillaga að breytingum á reglum um þóknanir.
03.3) Tillaga að breytingum á greiðslum með greinargerð í samræmi við lið 03.2

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til á reglum um greiðslur og einnig þær breytingar sem gerðar eru á þóknunum.

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 54. fundar SSNE frá 06.09.2023.

Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 9. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar 27.09.2023.
05.1) Skýrsla framkvæmdasjóðs um fuglaskýli.
05.2) Kostnaðaráætlun við fuglaskýli. Hlutur Langanesbyggðar í byggingu hússins er kr. 1.211,245-.

Til máls tók: Mirjam.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að greiða það hlutfall sem lagt er til eða kr. 1.211.245-.

Samþykkt samhljóða.

05.3) Verðskrá Kistunnar lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir verðskrá sem verkefnastjóri Kistunnar hefur lagt fram.

Samþykkt samhljóða.

6. Fundargerð 10. Fundar velferðar- og fræðslunefndar 28.9.2023.
06.1) VER almennar umgengis- og öryggisreglur.

Settar hafa verið fram almennar umgengis og öryggisreglur fyrir VER sem lagðar eru hér fram til kynningar.

Til máls tóku: Þorsteinn, sveitarstjóri, Þorsteinn, oddviti.

06.2) Ábending frá deildarstjóra félagslegrar heimaþjónustu á starfssvæði Norðurþings. Vöntun er á akstursþjónustu í sveitarfélaginu fyrir vistmenn á Nausti. Einnig er brýn þörf á að bæta við helgarþjónustu á heimsendum mat.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við forstöðumann Nausts, að kanna og leggja til tillögur til úrbóta.

Samþykkt samhljóða.

7. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 26.09.2023

Fundargerðin lögð fram

8. Fjárfestingafélag Þingeyinga, fundur um samruna.
08.1) Fjárfestingafélag Þingeyinga, samrunaskrá hlutafjáraukning.
08.2) Fjárfestingafélag Þingeyinga tillaga.

Lagt fram minnisblað vegna fundar um samrunaáætlun Fjárfestingafélags Þingeyinga.
Lagður fram hluthafalisti yfir þá sem hafa samþykkt að taka þátt í Fjárfestingafélagi Þingeyinga. Einnig lagður fram efnahagsreikningur eins og hann var 31 des 2022.
Stefnt er að samráðsfundi síðar í þessari viku til að afgreiða endanlega tillögu til stækkunar félagsins sem svo verður lagður fyrir sveitarstjórnir.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að vinna áfram að samrunaáætluninni í samræmi við framkomin gögn.

Samþykkt samhljóða.

9. Viðaukasamningur við samning um verkefnið „Betri Bakkafjörður“.

Gerður hefur verið viðaukasamningur um verkefnið „Betri Bakkafjörður“ til eins árs við Byggðastofnun.

Til máls tóku: Þorsteinn, oddviti, Þorsteinn, oddviti, Mirjam, Þorsteinn, Halldóra, Þorsteinn, oddviti.

Bókun fulltrúa L-lista: Fulltrúar L-lista lýsa yfir ákveðnum vonbrigðum með ákvörðun ríkisins/Byggðarstofnunar um einungis eins árs framlendingu á verkefninu Betri Bakkafjörður. Það er ótækt að skilja við verkefnið og sveitarfélagið út í miðri á því verkefninu er langt frá því að vera lokið. Töluvert langt er í land með það að ná að reisa Bakkafjörð við eftir áratuga hnignun á staðnum og samfélaginu. Fulltrúar L-lista hvetja meirihluta sveitarstjórnar til að hefja strax vinnu við að tryggja verkefninu framhaldslíf t.d. með því að hefja samtal við ráðuneyti, þingmenn og eftir atvikum aðra aðila sem gætu komið þessu verkefni.

Breytingartillaga fulltrúa L-lista á viðaukasamningi vegna Betri Bakkafjarðar: Fulltrúar L-lista leggja til að samningurinn verði einfaldaður og eða að samningurinn verði skýrari hvað varðar skuldbindingar sveitarfélagsins. Oddvitum beggja lista ásamt og sveitarstjóra falið að koma með drög af breyttum samningi á næsta reglubundna fund sveitarstjórnar.

Atkvæðagreiðsla breytingartillögu: Með: Þorsteinn, Júlíus, Mirjam. Á móti; Sigurður, Halldóra, Gunnlaugur, Margrét.

Bókun fulltrúa L-lista: Ákveðið hefur verið að framlengja verkefnið um eitt ár eða til ársloka 2024 með viðaukasamningi. Eftir þann tíma er samstarfi ríkis/byggðarstofnunar og sveitarfélagsins lokið og verkefninu hætt. Ókláruð verkefni klárast árið 2025 en eftir það tekur Langanesbyggð alfarið við Bakkafirði og verkefnum þess og rekur það á sínum forsendum líkt og önnur svæði í sveitarfélaginu.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar gerðu fulltrúar L-lista athugasemdir við orðalag og óskýrar skuldbindingar sveitarfélagsins í viðaukasamningnum. Í gögnum fyrir fundinn hér í dag kemur óbreyttur viðaukasamningur frá síðasta fundi og er það mat fulltrúa L-lista að orðalag í viðaukasamningnum sé mjög óskýrt og erfitt að átta sig á því hvað sveitarfélagið er að skuldbinda sig til að gera eftir að verkefninu lýkur. Að mati fulltrúa L-lista þarf ekki að skuldbinda sveitarfélagið með samningi til að vinna að málefnum Bakkafjarðar heldur liggur það í hlutarins eðli að sveitarfélagið gerir það líkt og með önnur svæði í sveitarfélaginu.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir viðaukann fyrir sitt leiti.

Atkvæðagreiðsla: Með; Sigurður, Halldóra, Margrét, Gunnlaugur. Á móti: Þorsteinn, Júlíus, Mirjam.

10. Auglýsing eftir verkefnastjóra við verkefnið Betri Bakkafjörður.

Lögð fram til kynningar auglýsing sem Byggðastofnun, SSNE og Langanesbyggð hafa látið gera þar sem ljóst er að Gunnar Már Gunnarsson mun láta af störfum um næstu áramót.

11. Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.
Innviðaráðuneytið bendir á að æskilegt sé að sveitarfélög útbúi orkuskiptaáætlun á sínu svæði í góðu samræmi við hagsmunaaðila. Orkustofnun bendir á við að staðarval vegna hraðhleðslustöðva þurfi að hafa í huga nálægðina við mikilvæga innviði raforkukerfisins, eins og tengipunkta flutningskerfisins.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Þorsteinn, Mirjam, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Erindið ítrekar mikilvægi þess að sem áður hefur komið fram að mikilvægt sé að hið snarasta byggi Landsnet upp afhendingu raforku á Þórshöfn. Þannig að dreifiveitan Rarik geti fullnægt þeim kröfum sem gerð eru til orkuskipta. Núverandi ástand er óviðunandi á svæðinu og krefst sveitarstjórn Langanesbyggðar úrbóta. Sveitarstjóra falið að koma óánægju og áhyggjum sveitarstjórnar á framfæri við ráðuneyti, Orkustofnun og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða.

12. Skipulagstillaga að Langanesvegi 17 – 19.
Útbúið hefur verið nýtt deiliskipulag á lóðunum Langanesvegur 17 – 19 þar sem ætlunin er að rísi 4 smærri hús á tveimur hæðum með þjónustu á neðri hæð og íbúð á efri hæð. Skipulagið var kynnt samkvæmt lögum en engin mótmæli bárust.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti skipulagið og felur sveitastjóra að undirrita tillöguna og senda skipulagsstofnun.

Samþykkt samhljóða.

13. Skýrsla sveitarstjóra.

Hr. oddviti, góðir fundarmenn.

Nú fer í hönd sá tími þegar við byrjum á gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og þriggja ára áætlun. Við tókum það upp í fyrra að kalla deildarstjóra á fund og fá fram óskir þeirra og forgangsraða framkvæmdum og viðhaldi. Eins og okkur grunaði reyndist mjög erfitt að fá verktaka til að taka að sér sum verk og því verða nokkur þeirra ekki unnin á þessu ári eins og við þó vonuðumst til. Ennfremur komu inn verk sem við gerðum ekki ráð fyrir og munar þar kannski mestu um að kostnaður við Fjarðarveg 5 fór þó nokkuð fram úr áætlun. Húsið var mun verr farið en gert var ráð fyrir í bráðabirgðaúttekt sem gerð var í húsinu 2021 við kaup á því. Hinsvegar þótti hagkvæmast að leggja í allan kostnaðinn í ár til að koma Kistunni á laggirnar sem allra fyrst í stað þess að skipta kostnaði og draga þar með opnun á þessari frábæru aðstöðu sem við höfum núna. Styrkur var veittur á síðasta ári til undirbúnings og við áttum vilyrði fyrir og fengum styrk á þessu ári einnig til undirbúnings. Þessir styrkir námu alls um 20 milljónum króna og runnu til Þekkingarnetsins vegna undirbúnings Kistunnar samkvæmt samkomulagi. Án þeirrar vinnu sem Þekkingarnetið vann við undirbúninginn hefði það tekið mun lengri tíma að koma starfseminni í gang og óvíst hvor við hefðum fengið styrkinn í ár ef við hefðum ekki haldið áfram með verkið. Þegar tölur um endanlegan kostnað liggja fyrir verður lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun þessa árs.

Í byrjun þessa árs var ljóst að við þurftum að fara í umfangsmiklar breytingar á efri hæð á Nausti sem munu kosta um 120 milljónir króna. Þessar breytingar og endurbætur voru orðnar mög aðkallandi og munu þegar þeim er lokið skapa okkur meiri tekjur án teljandi viðbótarkostnaðar í rekstri. Svo hefur verið settur á laggirnar vinnuhópur til að skoða hvort við getum farið í enn frekari endurbætur en það kemur í ljós í vetur. Við getum ekki á þessu stigi sagt nákvæmlega til um hve mikið af þeim framkvæmdum sem nú þegar hafa verið ákveðnar verða gjaldfærðar á þessu ári og hve mikið á næsta ári. Það er einfaldlega vegna innkaupa á þeim byggingavörum sem við þurfum og hraða verksins, sérstaklega í vetur. Þar sem um er að ræða endurbætur á eldra húsi þurfti töluverðan tíma í undirbúning og hönnun verksins en forstjóri og hönnuður unnu vel saman að því að finna bestu lausnirnar. Um þessar mundir er mun lengri afgreiðslutími á aðföngum og skortur á verktökum sem setur allar áætlanir úr skorðum í framkvæmdum og viðhaldi. Til dæmis hafa þegar orðið tafir á afhendingu skrifstofuhúss sem átti að vera tilbúið í september en kemur nú í október.

Næstu daga erum við að ljúka við samning við Landstólpa um kaup á flokkunarhúsi vegna sorps en húsinu verður komið fyrir við Háholt 4-6 en þær lóðir voru sameinaðar í vetur í þeim tilgangi að koma skipulagi á sorpmál. Gert er ráð fyrir afhendingu þessa húss á vormánuðum á næsta ári. Þangað til þurfum við að velja leiðir í losun, flutningi og förgun á sorpi sem er ekki einfalt mál miðað við þær kröfur sem gerðar eru í lögum. Flestir sérfræðingar eru þó á því að 4 tunnu kerfi sé lang ódýrast í rekstri. Einnig þurfum við að fara í frágang á lóðinni, steypa sökkla og plötu undir húsið.

Miðað við stöðu sveitarsjóðs ættum við að geta fjármagnað þetta að mestum hluta með eigin fé en ekki er tímabært að fullyrða neitt um það þó góðar vonir standi til að svo verði. Allavega yrði lántaka sem minnst vegna þessara framkvæmda en ljóst er að þrengra verður um aðrar fjárfestingar og viðhald á næsta ári.

Ég hef að undanförnu verið í miklum samskiptum við verktaka sem ætlar að byggja raðhús við Miðholt. Framkvæmdir áttu að hefjast í september en ekkert hefur orðið af þeim ennþá. Ég hef ég verið í sambandi við framkvæmdastjóra leigufélagsins Bríetar sem á sínum tíma hafði mikinn áhuga á að kaupa 2 íbúðir og fyrir lágu drög að samningum á milli Bríetar og verktakans um kaup á íbúðunum. Einhver snuðra hljóp þó á þráðinn hjá Bríet og verktakanum á síðustu stundu þannig að enn hafa ekki verið undirritaðir samningar á milli þeirra. Okkar tilgangur var og er að kaup okkar séu millileikur, því ég hef þegar rætt við leigufélagið Brák, þar sem ég er reyndar í stjórn, um kaup á þeim tveimur húsum sem við keyptum. Ég geri mér góðar vonir um að svo verði. Áætlaður er fundur verktakans og Bríetar í dag og vonandi kemur eitthvað út úr þeim fundi því Leigufélagið Bríet er að sumu leiti í svipaðri stöðu og við að mér skilst varðandi verk sem þeir eru að vinna með sama verktaka. Þess má geta að í aðdraganda þessa máls var ég í sambandi við þau sveitarfélög þar sem umræddur verktaki er að byggja og gengu framkvæmdir vel t.d. upplýsti sveitarstjóri Grýtubakkahrepps mig um að allt hefði staðið sem lofað var þar. En þetta mál er á mjög viðkvæmu stigi og litið hægt að setja um það eins og er - en við bíðum átekta um framvindu málsins.

Framkvæmdir eru að hefjast við tvö einbýlishús, annað við Bakkaveg og hitt við Langanesveg og sveitarstjórn samþykkti áðan að mínu mati mjög gott skipulag á lóðum nr. 17 og 19 við Langanesveg þar sem ætlunin er að byggja 4 smærri hús á tveimur hæðum þar sem kostur gefst á að hafa þjónustu á neðri hæð og íbúð á efri hæð. Þetta skipulag var gert að frumkvæði umsækjenda og lagað að óskum þeirra.

Að lokum, þá er það eilífðarverkefnið, skipulag lóða en með góðu samstarfi starfsmanns hjá Faglausn sem áður starfaði hjá Þjóðskrá, byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa sér nú til lands að færa svokallað óútvistað land á Bakkafirði yfir á sveitarfélagið Langanesbyggð undir heitinu Bakkaland. Óútvistað land er það land þar sem ekki eru til lóðasamningar eða áreiðanleg gögn um eignarhald eða leigu. Þar með getum við búið til lóðir við þau hús sem ekki hafa neina slíka og komið skipulagi á lóðamál á Bakkafirði.

 

Fundargerðin lesin upp, samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:27

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?