33. fundur sveitarstjórnar, aukafundur
Fundur í sveitarstjórn
33. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, mánudaginn 24. júní 2024. Fundur settur kl. 21:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Valgerður Sæmundsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst, Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð eða dagskrá, svo var ekki svo gengið var til dagskrár.
Dagskrá fundar
1. Bréf Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks á Bakkafirði.
01.1 Umsókn GPG
01.2 Umsókn Bjargið
01.3 Bókun sveitarstjórnar á 32. fundi 20. júní 2024.
01.4 Rökstuðningur Byggðastofnunar vegna bókunar.
Fundargerð
Bókun: Oddviti lagði til að trúnaði yfir gögnum fundarins yrði aflétt.
Samþykkt samhljóða.
1. Bréf Byggðastofnunar um úthlutun aflamarks á Bakkafirði.
01.1 Umsókn GPG.
01.2 Umsókn Bjargið.
01.3 Bókun sveitarstjórnar á 32. fundi 20. júní 2024.
01.4 Rökstuðningur Byggðastofnunar vegna bókunar.
Til máls tóku: Mirjam, oddviti, Sigríður, Júlíus, Mirjam, Halldóra, Mirjam.
Oddviti lagði til að gert yrði fundarhlé kl. 21:26 og nefndarmenn ræði sín á milli sameiginlega bókun.
Samþykkt samhljóða.
Fundur hófst aftur kl. 21:46.
Til máls tóku: oddviti, Sigríður, oddviti, Halldóra.
Tillaga fulltrúa L-lista: Vegna úthlutunar á aflamarki Byggðastofnunar til Bakkafjarðar sem var auglýst 13. maí sl. allt að 300 þorskígildistonnum fyrir næstkomandi sex fiskveiðiár á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 og sbr. 10. gr. a. laga nr. 116/2006, leggja fulltrúar L-lista til að aflamarkinu verði skipt jafnt á milli umsóknaraðila.
Atkvæðagreiðsla með tillögu: Júlíus, Mirjam, Valgerður. Á móti: Sigurður, Sigríður, Margrét, Halldóra.
Bókun fulltrúa L-lista: Fulltrúar L-lista telja afar óeðlilegt að Aflamarksnefnd hafi óskað eftir í bréfi sínu til sveitarfélagsins dags. 14.06.24 um trúnaði á umræddu bréfi þeirra sem og niðurstöðu sveitarfélagsins í málinu. Um er að ræða úthlutun á almannafé (í formi byggðarkvóta, alls 300 tonnum) að verðmæti 125 milljóna króna á núvirði á ári. Það gera 750 milljónir á samningstímanum.
Í bréfi Aflamarksnefndar kom heldur ekki fram neinn rökstuðningur við ákvörðun þeirra að veita Bjarginu ehf. öll 300 tonnin og að GPG Seafood sé hafnað. Fullkomlega óeðlileg vinnubrögð og kröfðust fulltrúar L-lista þess á fundi sveitarstjórnar dags 20.06.24 að þeir færi rök fyrir sinni ákvörðun og upplýsi sveitarstjórn sem fyrst. Sveitarstjórn sammæltist á þeim fundi að óska eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun sem barst sveitarfélaginu með bréfi dags. 22.06.24. Þann rökstuðning telja fulltrúar L-lista ekki nægjanlegan til að veita öðrum aðilanum allar aflaheimildirnar.
Eðlilegast er að heimildunum sé skipt jafnt á milli aðila enda tryggir það að mati fulltrúa L-lista góða og eðlilega samkeppni, fjölbreyttara atvinnulíf með fleiri fyrirtækjum á staðnum, fleiri störfum og um leið sterkari samfélagi.
Tillaga H-lista: H-listinn telur að meginmarkmiðið með úthlutun sé að auka stöðugleika og bæta rekstrarskilyrði fyrir uppbyggingu vinnslu á sjávarfangi á Bakkafirði og störfum fjölgi og þess vegna mælist h listi til þess við Byggðastofnun að horfa til beggja vinnsla þegar úthlutað er.
Atkvæðagreiðsla með tillögu H-lista: Sigurður, Halldóra, Sigríður, Margrét. Á móti: Júlíus, Mirjam, Valgerður.
Bókun um afgreiðslu: Langanesbyggð telur að meginmarkmiðið með úthlutun sé að auka stöðugleika og bæta rekstrarskilyrði fyrir uppbyggingu vinnslu á sjávarfangi á Bakkafirði og störfum fjölgi og þess vegna mælist Langanesbyggð til þess við Byggðastofnun að horfa til beggja vinnsla þegar úthlutað er.
Atkvæðagreiðsla með bókun: Sigurður, Halldóra, Sigríður, Margrét. Á móti: Mirjam, Valgerður. Sitja hjá: Júlíus.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 22:14.