Fara í efni

35. fundur sveitartjórnar, aukafundur

28.08.2024 17:15

Fundur í sveitarstjórn

35. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, aukafundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, miðvikudaginn 28. ágúst 2024. Fundur settur kl. 17:15.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson, Júlíus Sigurbjartsson, Karítas Ósk Agnarsdóttir, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Margrét Guðmundsdóttir, Björn S. Lárusson og Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð eða dagskrá, svo var ekki svo gengið var til dagskrár.

D a g s k r á

1. Fundargerð 7. fundar landbúnaðar og dreifbýlisnefndar 21.08.2024.
     01.1 Endurnýjaður samningur um aðalskilarétt í Garði
2. Fundargerð 31. fundar, aukafundar skipulags- og umhverfisnefndar 27.08.2024
Liður 2
     02.1 Aðalskipulagsbreyting Tungusel tillaga 20240718
     02.2 Deiliskipulagsuppdráttur
     02.3 Deiliskipulag greinargerð Tungusel
     02.4 Bókun skipulags- og umhverfisnefndar
Liður 3
Aðalskipulagsbreyting, höfnin á Þórshöfn. Uppfærsla eftir auglýsingu.
     03.1 Bókun skipulags og umhverfisnefndar 27.08.2024
Liður 4
Deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn, greinargerð uppfærð eftir auglýsingu
     04.1 Deiliskipulagsuppdráttur, uppfært eftir auglýsingu
     04.2 Bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

Fundargerð

1. Fundargerð 7. fundar landbúnaðar og dreifbýlisnefndar 21.08.2024. 
     01.1 Endurnýjaður samningur um aðalskilarétt í Garði.
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð 31. fundar, aukafundar skipulags- og umhverfisnefndar 27.08.2024

Liður 2 
     02.1 Aðalskipulagsbreyting Tungusel tillaga 20240718
     02.2 Deiliskipulagsuppdráttur
     02.3 Deiliskipulag greinargerð Tungusel
     02.4 Bókun skipulags- og umhverfisnefndar

Bókun um afgreiðslu: Sveitastjórn samþykkir að óska eftir heimild skipulagsstofnunar til að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig samþykkir sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillögu skv. 1.mgr. 43. gr. sömu laga.

Samþykkt með 6 atkvæðum, Júlíus Sigurbjartsson situr hjá.

Liður 3
Aðalskipulagsbreyting, höfnin á Þórshöfn. Uppfærsla eftir auglýsingu.
     03.1 Bókun skipulags og umhverfisnefndar 27.08.2024

Til máls tóku Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson.

Þorsteinn Ægir Egilsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd L-lista:

Bókun L-lista: Fulltrúar L-lista gera en og aftur verulegar athugasemdir við skipulagið í heild sinni, ótímabært framkvæmdaleyfi og ekki síður skipulagsvinnuna hjá umhverfis-og skipulagsnefnd, hafnarnefnd og meirihluta sveitarstjórnar eftir að málið kom inn á borð sveitarstjórnar 17. apríl sl. Ferlið hefur ekki verið unnið að öllu leyti skv. lögum, reglum og hefðum eins og fulltrúar L-lista hafa reynt að benda á ítrekað í ferlinu. Einnig gera fulltrúar L-lista verulegar athugasemdir við það að Verkfræðistofan Efla skuli taka saman athugasemdirnar við auglýsta tillögu og veitir umsögn. Efla er að vinna fyrir Ísfélagið og er því ekki óháður aðili enda niðurstaða þeirra, við þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust, skv. minnisblaði í gögnum fundarins hér í dag að litlu sem engu þarf að breyta, enda eru það hagsmunir þeirra sem þeir vinna fyrir að svo sé. Málið í heild hefur litast af algjörum sérhagsmunum í stjórnkerfi sveitarfélagsins en ekki almanna- eða samfélagshagsmunum.

Margar ábendingar og athugasemdir hafa borist eftir auglýsingu þ.m.t. frá stofnunum og íbúum. Við yfirferð á þeim þarf fyrst og fremst að gæta að almanna- og samfélagshagsmunum og taka tillit til þeirra en ekki sérhagsmuna.

Það skal tekið skýrt fram að ekkert mat eða gögn liggja fyrir um að verkefnið sé til samfélagslegra hagsbóta.

Til máls tóku Sigurður Þór Guðmundsson, Björn S.Lárusson og Þorsteinn Ægir Egilsson

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Langanesbyggðar skv. 1. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt með 4 atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta.

Liður 4
Deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn, greinargerð uppfærð eftir auglýsingu

     04.1 Deiliskipulagsuppdráttur, uppfært eftir auglýsingu.
     04.2 Bókun skipulags- og umhverfisnefndar. T

Til máls tóku Þorsteinn Ægir Egilsson og Sigurður Þór Guðmundsson sem lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans:

Bókun meirihluta: Nú höfum við gefið fulltrúa L-lista færi á að draga til baka bókun sína á fundi umhverfis og skipulagsnefndar þann 27. ágúst s.l. og því verið hafnað. Því er okkur nauðugur einn kostur að svara þeim ásökunum sem þar koma fram.

Nú erum við að staðfesta deiliskipulag hafnarsvæðis á Þórshöfn og samsvarandi aðalskipulagsbreytingar. Um er að ræða löngu tímabæra uppfærslu á deiliskipulagi hafnarsvæðis en eldra skipulag er frá 2007 og gríðarlegar breytingar hafa orðið á starfsemi á hafnarsvæðinu frá þeim tíma. Við höfum ríkan skilning á að um er að ræða mikilvæga starfsemi og þróun hafnarsvæðisins er mikilvæg fyrir okkar samfélag, að starfsemin þar vaxi og eflist og hafi tækifæri til að halda áfram að þróast næstu áratugi, það er okkar ríkustu samfélagshagsmunir. Það er eindregin ósk okkar að verstöðvar okkar eflist og þetta eitt skrefið á þeirri vegferð. Í einu og öllu hefur skipulagsreglum, lögum og hefðum verið fylgt. Dylgjur um annað eru í besta falli ósannindi í versta falli alvarlegar ærumeiðingar gangvart því fólki sem hefur lagt sig alla fram um að vanda þá vinnu eins og mest má vera. Það er ekki annað hægt en biðja það fólk afsökunar á því að þurfa að sjá slíkt í fundargerðum okkar. En það er klárlega ekki viðhorf meirihluta Langanesbyggðar.

Til máls tóku Björn S. Lárusson og Þorsteinn Ægir Egilsson

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðisins á Þórshöfn skv. 3 mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 4 atkvæðum meirihluta gegn þremur minnihluta

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?