Fara í efni

36. fundur sveitarstjórnar

19.09.2024 16:00

Fundur í sveitarstjórn

36. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 19. september 2024. Fundur settur kl. 16:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson, Júlíus Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst, Hulda Kristín Baldursdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Bjarnheiður Jónsdóttir staðgengill sveitarstjóra og Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð eða dagskrá, svo var ekki svo gengið var til dagskrár.

D a g s k r á

 

1. Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30.08.2024
2. Fundargerð 65. fundar SSNE 04.09.2024
3. Fundargerð 30. fundar byggðaráðs 05.09.2024
Liður 4:
     3.1 Kauptilboð Bakkavegur 7
     3.2 Skilalýsing Bakkavegur 7
     3.3. Heimild til lántöku vegn Bakkavegar 7
     3.3 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
4. Fundargerð 19. fundar velferðar- og fræðslunefndar 09.09.2024
5. Fundargerð 20. fundar HSAM 20.08.2024
6. Tillaga að breytingum á gjaldskrá frístund, tónlistar- og leikskóla.
7. Boð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga 09.10.2024
8. RECET ósk um samstarf. Aðgerðaráætlun fyrir orkuskipti á NE
9. Minnisblað leikskólastjóra varðandi inntökualdur leikskólabarna
10. Frá L – lista. Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar vegna úthlutunar á sértækum
byggðakvóta á Bakkafirði.
     10.1 Svar til aflamarksnefndar
     10.2 Bréf Langanesbyggð – Bakkafjörður aflamark
     10.3 Rökstuðningur Byggðastofnunar vegna bókunar sveitarstjórnar
     10.4 Bakkafjörður GPG – umsókn um aflamark Byggðastofnunar
     10.5 Fundargerð 540 – 29.08.2024 til birtingar
11. Frá L-lista. Keðjuábyrgð í innkaupastefnu Langanesbyggðar
12. Skýrsla staðgengils sveitarstjóra.

Fundargerð

1. Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30.08.2024.
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 65. fundar SSNE 04.09.2024.
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 30. fundar byggðaráðs 05.09.2024.
Liður 4:
     3.1 Kauptilboð Bakkavegur 7.
     3.2 Skilalýsing Bakkavegur 7.
     3.3. Heimild til lántöku vegna Bakkavegar 7.
     3.3 Viðauki við fjárhagsáætlun 2024.

Til máls tók Þorsteinn Ægir Egilsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir kaupin og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamning.

Atkvæðagreiðsla: með: Sigurður, Gunnlaugur, Halldóra, Hulda. Á móti: Þorsteinn, Júlíus, Mirjam.

Samþykkt.

4. Fundargerð 19. fundar velferðar- og fræðslunefndar 09.09.2024.
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 20. fundar HSAM 20.08.2024.
Fundargerðin lögð fram.

6. Tillaga að breytingum á gjaldskrá frístund, tónlistar- og leikskóla.
Tillagan er unnin í samræmi við áskorun ríkisstjórnarinnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að sveitarfélög sem hækkuðu gjaldskrár 2024 umfram 3,5% myndu endurskoða þær hækkanir, sérstaklega þær sem varða börn og barnafjölskyldur.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána og gildir hún frá og með 1. september 2024.

Samþykkt samhljóða.

7. Boð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga 09.10.2024.
Sveitarfélög sem ekki eru meðlimir í Samtökum orkusveitarfélaga er boðið á aðalfund samtakanna í Reykjavík 9. október 2024.
Lagt fram til kynningar.

8. RECET ósk um samstarf. Aðgerðaráætlun fyrir orkuskipti á NE.
Lögð fram aðgerðaráætlun um orkuskipti á NE og óskað samstarfs.

Bókun um afgreiðslu: Langanesbyggð lýsir yfir áhuga á að taka þátt í gerð aðgerðaráætlunar og felur skrifstofu að afla sér frekari upplýsinga og leggja fyrir byggðaráð telji hún ástæðu og þörf á.

Samþykkt samhljóða.

9. Minnisblað leikstjórastjóra varðandi inntökualdur leikskólabarna.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að fara yfir það með skólastjóra leikskólans hvað þarf að gera til að inntaka 12 mánaða barna geti orðið framtíðarfyrirkomulag.

Til máls tóku Mirjam Blekkenhorst, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir og Þorsteinn Ægir Egilsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur skrifstofu að kostnaðarmeta tillöguna og vísar málinu til frekari umræðu við gerð fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

10. Frá L – lista. Ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar vegna úthlutunar á sértækum
byggðakvóta á Bakkafirði.
     10.1 Svar til aflamarksnefndar.
     10.2 Bréf Langanesbyggð – Bakkafjörður aflamark.
     10.3 Rökstuðningur Byggðastofnunar vegna bókunar sveitarstjórnar.
     10.4 Bakkafjörður GPG – umsókn um aflamark Byggðastofnunar.
     10.5 Fundargerð 540 – 29.08.2024 til birtingar.

Til máls tóku Þorsteinn Ægir Egilsson, Sigurður Þór Guðmundsson, Gunnlaugur Steinarsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson og Mirjam Blekkenhorst.
Gunnlaugur Steinarsson tilkynnti að hann myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslu vegna hugsanlegs vanhæfis.

Þorsteinn Ægir Egilsson fyrir hönd L-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn óskar eftir ítarlegum rökstuðningi frá stjórn Byggðastofnunar við ákvörðun á 540 fundi hennar dags. 29.08.2024 vegna úthlutunar á sértækum kvóta á Bakkafirði.

Atkvæðagreiðsla: Með: Þorsteinn, Júlíus, Mirjam. Sitja hjá: Sigurður, Halldóra, Gunnlaugur, Hulda.

Bókun fulltrúa L-lista: Frá því að sveitarstjórn barst bréf frá Aflamarksnefnd dags 14. Júní sl. þar sem þeir upplýstu sveitarstjórn um niðurstöðu sína þ.e. að afhenda Bjarginu ehf. öll 300 tonnin sem áætlað er að fara eigi til Bakkafjarðar hefur ýmislegt gerst í málinu. Sem dæmi þá aflétti sveitarstjórn trúnaði á málinu en í bréfi Aflamarksnefndar kemur eftirfarandi fram „Þess er óskað að upplýsingar um afgreiðslu sveitarfélagsins og innihald bréfs þessa verði ekki birt fyrr en stjórn Byggðastofnunar hefur tekið ákvörðun í málinu.“
Sveitarstjórn óskaði eftir rökstuðningi frá nefndinni fyrir hennar ákvörðun og var sá rökstuðningur lagður fyrir sveitarstjórn á 33 fundi hennar dags. 24.06.2024. Á þeim fundi hafnar sveitarstjórn tillögum Aflamarksnefndar og leggur til að horft verði til beggja aðila við úthlutun.
Þrátt fyrir það kemst stjórn Byggðastofnunar að þeirri niðurstöðu að útdeila kvótanum með þessum hætti. Það eru Fulltrúar L-lista ósáttir við enda er það afstaða fulltrúa listans að útdeila eigi þessum almannaeigum jafnt á milli aðila með það að markmiði að hagur samfélagsins vænkist, það verður meiri fjölbreytni, fleiri atvinnumöguleikar í boði fyrir íbúa og útgerðir og umfram allt styrkist samkeppnishæfni svæðisins í heild.

11. Frá L-lista. Keðjuábyrgð í innkaupastefnu Langanesbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Til máls tóku Mirjam Blekkenhorst, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson og Bjarnheiður Jónsdóttir.

Málinu vísað til skrifstofustjóra í framhaldi af umræðum.

12. Skýrsla staðgengils sveitarstjóra.

Hr. Oddviti og ágætu fulltrúar í sveitarstjórn.
Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í þorpinu eru enn í fullum gangi og ganga vel þrátt fyrir að aðgengi að húsum sé misgott. Því miður hafa nokkrar lóðir orðið fyrir óhjákvæmilegu raski og biðjumst við velvirðingar á því. Um þessar mundir er verið að leggja ljósleiðara frá Lækjarvegi norðanverðum og upp að Holti austanverðu en næsta ári verður farið í þau hús sem eftir eru. Lagning strengs um Hófaskarð hefur einnig gengið vel og hefur Tengir lokið allri jarðvinnu á svæðinu, sett upp mastur og fjarskiptahús. Til að gera sambandið enn betra á þessu svæði þá lagði Tengir einnig streng upp á Viðarfjall og mun Vodafone, að öllum líkindum, vera með tengingu á milli þessa tveggja senda. Það sem eftir er, er að tengja nýju leggina sem lagðir hafa verið, við stofnstrenginn en það er í höndum Mílu þar sem þeir eru með þann streng á leigu. Einnig á eftir að koma fyrir tetrasendi á Hófaskarði fyrir Neyðarlínuna sem verður vonandi fyrr en síðar.

Það hefur ekki farið framhjá íbúum Langanesbyggðar þær miklu jarðvegsframkvæmdir sem í gangi eru norðan Kjörbúðarinnar. Verið er að bregðast við þeim mikla bílastæðaskorti miðsvæðis í þorpinu og stendur til að koma fyrir bílastæðum fyrir 18 bíla. Til að koma til móts við aukna rafbílavæðingu verða settar upp fjórar hleðslustöðvar á bílastæðinu og mun Orka náttúrunnar sjá um uppsetningu og rekstur þeirra. Hleðslustöðvarnar verða kærkomin viðbót við þær sem fyrir eru í sveitarfélaginu.

Framkvæmdum við sorpmóttökustöð miðar vel áfram, búið er að steypa sökkul og plötu og er húsið væntanlegt á næstu dögum. Umhverfisfulltrúi sveitarfélagsins hefur unnið að því að skoða þau tæki og tól sem nauðsynleg eru svo hægt sé að hefja starfsemi og mun hann koma með tillögur að tækjabúnaði innan skamms. Það er einnig ánægjulegt að segja frá því að umhverfisfulltrúinn hefur átt í viðræðum við sveitarstjóra Vopnafjarðar um sorpmál sveitarfélaganna og mögulegt samstarf í þeim málum.

Á næstu dögum hefst úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Samið var við ráðgjafafyrirtækið Strategíu um að framkvæma úttektina og munu starfsmenn fyrirtækisins vinna í nánu samstarfi við deildarstjóra, sveitarstjóra og sveitarstjórn. Einnig mun fyrirtækið meðal annars fara yfir reglur, verklag, áætlanir og skipurit sem sveitarfélagið og stjórnendur þess hafa sett sér. Úttekt eins og þessi er ekki bara einhver gæðastimpill sem við erum að reyna að ná, heldur er henni ætlað að greina styrkleika og veikleika stjórnskipulagsins og fá ráðgjöf í því sem betur má fara, því alltaf er hægt að gera betur.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?