39. fundur sveitarstjórnar
Fundur í sveitarstjórn
39. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 12. desember 2024. Fundur settur kl. 16:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst, Margrét Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Steinarsson, Þórarinn J. Þórisson, Björn S. Lárusson, sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð eða dagskrá, svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Tvö skjöl bættust við eftir að fundur var boðaður, lánasamningur við LSS nr. 08.3 og útreikningar á láni frá LSS nr. 08.4. Samþykkja þarf afbrigði til að taka þau inn á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
D a g s k r á
1. Síðari umræða um fjárhagsáætlun.
01.1 Fjárhagsáætlun samantekt A hluti og A+B hluti
01.2 Fjárfestingar og viðhald breytingar frá byggðaráði
01.3 Bókanir byggðaráðs vegna fjárfestinga, viðhalds og óska um framlög 2025 (sjá 8 lið, fundargerð byggðaráðs nr. 33).
01.4 Beiðni um fjárframlag frá Álkum
01.5 Lykiltölur 2018 – 2023 – útkomuspá 2024 og áætlun 2025
2. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 955 frá 15.11.2024
3. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 956 frá 20.11.2024
4. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 957 frá 22.11.2024
5. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 958 frá 24.11.2024
6. Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNE frá 05.11.2024
7. Fundargerð 68. fundar stjórnar SSNE frá 25.11.2024
8. Fundargerð 33. fundar byggðaráðs 28.11.2028
08.1. Tillaga um hækkun og breytingar á gjaldskrám og ákvörðun um útsvar endurskoðun.
08.2 Lántökuheimild – bókun frá byggðaráði.
08.3 Lánasamningur LSS
08.4 Útreikningur láns LSS
9. Fundargerð 21. fundar velferðar- og fræðslunefndar 25.11.2024
09.1 Drög NA að samningi um sameiginlega barnaverndarþjónustu
09.2 Kostnaðarskiptin – barnavernd.
09.3 Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnav. NE fylgiskjal með samningi.
09.4 Viðauki við samning barnaverndarþjónustu NE
10. Gjaldskrár og útsvar, endurskoðuð tillaga
10.1 Gjaldskrá gatnagera, fráveitu, byggingaleyfa, vatnsveitu og önnur þjónustugj.
10.2 Gjaldskrá fasteignagjalda
10.3 Gjaldskrá slökkviliðs Langanesbyggðar.
10.4 Gjaldskrá grunn-, tónlistar og leikskóla
10.5 Gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði
10.6 Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.
10.7 Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald.
10.8 Gjaldskrá tjaldsvæðis
10.9 Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar
10.10 Gjaldskrá Langaneshafna
10.11 Gjaldskrá fyrir umsýslugjald utan geymslusvæða.
11. Tillaga um hækkun stofnframlags Brákar íbúðafélags hses.
11.1 Ársreikningur Brákar hses 2023
11.2 Samþykktir Brákar hses
11.3 Yfirlit yfir rekstur Brákar hses.
12. Tillaga Náttúruverndarnefndar vegna slita á Héraðsnefnd.
13. Álit innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslu Langanesbyggðar IRN24010042
14. Drög að starfslýsingu starfsmanns á Bakkafirði
15. Fundaplan 2025
16. Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1. Síðari umræða um fjárhagsáætlun.
01.1 Fjárhagsáætlun samantekt A hluti og A+B hluti
Inn í fjárhagsáætlun eru komnar þær breytingar sem samþykktar voru í byggðaráði 28.11.2024
01.2 Fjárfestingar og viðhald breytingar frá byggðaráði
Áætlunin með áorðnum breytingum.
01.3 Bókanir byggðaráðs vegna fjárfestinga, viðhalds og óska um framlög 2025 (sjá 8 lið, fundargerð byggðaráðs nr. 33).
Breytingar sem byggðaráð gerði á áætluninni með bókunum.
01.4 Beiðni um fjárframlag frá Álkum
Blakhópurinn Álkur fer fram á kr. 250.000 vegna ferðakostnaðar á keppnismót.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn vísar málinu til byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða.
01.5a og 01.5ab hlutar. Lykiltölur 2018 – 2023 – með útkomuspá 2024 og áætlun 2025
Helstu lykiltölur í áætlun fyrir árið 2025 eru þessar í A sjóði:
Heildartekjur: 1.167.860.-
Veltufé frá rekstri: 180.139.000
Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum: 15,42%
Handbært fé í árslok: 102.419.000.-
Veltufjárhlutfall: 0,85
Skuldahlutfall: 95,19%
Skuldaviðmið skv. reglugerð: 66,6%
Helstu lykiltölur fyrir árið 2025 eru þessar fyrir A og B sjóð:
Heildartekjur: 1.515.241.00.-
Veltufé frá rekstri: 233.900.000.-
Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum: 15.44%
Handbært fé í árslok: 102.489.000.-
Veltufjárhlutfall: 1,00
Skuldahlutfall: 69,67%
Skuldaviðmið skv. reglugerð: 54,10%
Til máls tóku: sveitarstjóri, oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun 2026 – 2028.
Samþykkt samhljóða.
2. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 955 frá 15.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 956 frá 20.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 957 frá 22.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 958 frá 24.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNE frá 05.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 68. fundar stjórnar SSNE frá 25.11.2024
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 33. fundar byggðaráðs 28.11.2028
08.1. Tillaga um hækkun og breytingar á gjaldskrám og ákvörðun um útsvar, endurskoðun.
Til máls tóku: Mirjam, oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir þær breytingar sem byggðaráð leggur til. Gjaldskrár A, B og C hækki um 3,5% til að koma til móts við barnafjölskyldur. Aðrar gjaldskrár hækki um 5,5%.
Útsvar verði óbreytt 14,97%.
Samþykkt samhljóða.
08.2 Lántökuheimild – bókun frá byggðaráði.
08.3 Lánasamningur LSS
08.4 Útreikningur á láni frá LSS
Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti.
Bókun um afgreiðslu; Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að útgreiðslufjárhæð allt að kr. 150.000.000 - , með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda og endurbóta hjúkrunarheimilisins Nausts sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Sigurði Lárussyni, sveitarstjóra, kt. 070555-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Langanesbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.
9. Fundargerð 21. fundar velferðar- og fræðslunefndar 25.11.2024
09.1 Drög að samningi um sameiginlega barnaverndarþjónustu á NE
09.2 Kostnaðarskiptin – barnavernd.
09.3 Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnav. NE fylgiskjal með samningi.
09.4 Viðauki við samning barnaverndarþjónustu NE
Lögð fram drög að samningi á milli Akureyrarbæjar annars vegar og sveitarfélaga í Eyjarfjarðar- og Þingeyjarsýslu, að undanskildri Dalvíkurbyggð, um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Samningurinn felur í sér nokkra hækkun á framlögum til barnaverndar. Einnig fylgir viðauki vegna sérsamnings við Dalvíkurbyggð.
Vegna eðlis samningsins þarfnast hann umræðu á tveimur fundum sveitarstjórnar.
Velferðar og fræðslunefnd bókaði eftirfarandi um samninginn: Nefndin gerir engar athugasemdir við samninginn en bendir á að kostnaður við málaflokkinn eykst um c.a 1.500.000 kr.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, Mirjam, sveitarstjóri, oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir samninginn og vísar honum til annarrar umræðu.
Samþykkt samhljóða.
10. Gjaldskrár og útsvar samkvæmt endurskoðaðri tillögu
10.1 Gjaldskrá gatnagerða, fráveitu, byggingaleyfa, vatnsveitu og önnur þjónustugj.
10.2 Gjaldskrá fasteignagjalda
10.3 Gjaldskrá slökkviliðs Langanesbyggðar.
10.4 Gjaldskrá grunn-, tónlistar og leikskóla
10.5 Gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði
10.6 Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs.
10.7 Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald.
10.8 Gjaldskrá tjaldsvæðis
10.9 Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar
10.10 Gjaldskrá Langaneshafna
10.11 Gjaldskrá fyrir umsýslugjald utan geymslusvæða.
Lögð fram drög að gjaldskrám samkvæmt endurskoðaðri tillögu sem lögð var fram undir 8. lið.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn leggur til að gjaldskrá tjaldsvæðis verði samkvæmt tillögu en gistináttaskatti verði bætt við sólarhringsgjald fullorðna og fjárhæðin rúnuð að næsta hundraði. Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn framkomnar gjaldskrár fyrir sveitarfélagið og taka þær gildi 1. janúar 2025.
Samþykkt samhljóða.
11. Tillaga um hækkun stofnframlags Brákar íbúðafélags hses.
11.1 Ársreikningur Brákar hses 2023
11.2 Samþykktir Brákar hses
11.3 Yfirlit yfir rekstur Brákar hses.
Stjórn Brákar hses. hefur frestað ákvörðun um hækkun stofnframlags um óákveðinn tíma og mun undirbúa málið betur.
Ársreikningur, samþykktir og yfirlit rekstrar Brákar hses. lagt fram.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti.
12. Tillaga Náttúruverndarnefndar vegna slita á Héraðsnefnd.
Náttúruverndarnefnd Þingeyinga hefur verið hýst hjá Héraðsnefnd sem nú er í slitameðferð. Í bréfi frá skiptastjórn Héraðsnefndar er á það bent að hver sveitarstjórn fyrir sig geti farið þá leið sem mörg sveitarfélög fara að fela sinni fastanefnd á sviði umhverfis-, skipulags-, og framkvæmdamála náttúrverndar skv. lögum þar um. Eða farið aðrar leiðir eftir því sem við á.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd þau verkefni sem áður voru hjá Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Samþykkt samhljóða.
13. Álit innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslu Langanesbyggðar IRN24010042
Úrskurðurinn lagður fram:
Það er niðurstaða ráðuneytisins að úrskurður oddvita sveitarfélagsins Langanesbyggðar, um
að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun við dagskrárlið 13 á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2023, hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Ráðuneytið telur hins vegar ekki að ástæða sé til að fella úr gildi úrskurð oddvita og er málinu lokið að hálfu ráðuneytisins.
Til máls tóku: Mirjam, oddviti.
Bókun fulltrúa L-lista: Undir þessum lið er tekið fyrir þriðja álit Innviðaráðuneytisins á þessu kjörtímabili vegna kvartana á stjórnsýslu meirihluta og ekki síst oddvita sem situr í þeirra umboði. Niðurstaða ráðuneytisins hefur verið sú sama í öllum sínum álitum þ.e. að verulegir annmarkar og ámælisverð vinnubrögð hafa átt sér stað hjá oddvita, fyrrum sveitarstjóra og meirihluta. Sveitarstjórnarlög og samþykktir sveitarfélagsins hafa ítrekað verði brotin skv. ályktunum að hálfu þessara aðila. Það er grafalvarleg og ótrúleg staðreynd. Viljum við ítreka að vinnubrögð og samskipti verði bætt.
14. Drög að starfslýsingu starfsmanns á Bakkafirði
Um áramót lýkur samstarfssamningi við Byggðastofnun um „Brothættar byggðir“ er varða Bakkafjörð. Hugmyndin er að halda verkefninu áfram í þeirri mynd að ráðinn verði starfsmaður á Bakkafirði til að sinna ýmsum verkefnum þar. Viðkomandi starfsmaður komi til með að móta starfið auk þeirra hugmynda sem hafa komið fram um hlutverk starfsmanns. Í drögum er auglýsing um stöðu „samfélagsfulltrúa“ á Bakkafirði sem sinni þeim verkefnum sem mótuð verða í samstarfi við viðkomandi starfsmann, hverfisráð Bakkafjarðar og byggðaráðs Langanesbyggðar.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, Mirjam, oddviti, Halldóra, sveitarstjóri, oddviti, Þórarinn, sveitarstjóri, Þórarinn, oddviti, Gunnlaugur, oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir starfsmanni í samræmi við drög að auglýsingu og felur sveitarstjóra og fráfarandi verkefnastjóra Betri Bakkafjarðar að vinna úr umsóknum og leggja tillögu fyrir byggðaráð og hverfisráð Bakkafjarðar um ráðningu starfsmanns og eftir atvikum starfslýsingu.
Samþykkt samhljóða.
15. Fundaplan 2025
Lagt fram fundaplan sveitarstjórnar, byggðaráðs og nefnda fyrir árið 2025.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti, Mirjam, sveitarstjóri, oddviti.
16. Skýrsla sveitarstjóra
Hr. Oddviti og ágæta sveitarstjórnarfólk.
Góðu og gjöfulu ári er nú að ljúka hjá okkur hér í Langanesbyggð, þrátt fyrir loðnubrest og við horfum björtum augum til framtíðar. Eins og kemur fram í útkomuspá fyrir árið 2024, A og B hluta hafa tekjur sveitarfélagsins aldrei verið meiri eða tæplega 1,6 milljarður á árinu sem er að líða. Rekstrarniðurstaða verður líklega tæpar 400 milljónir og brúttó fjárfestingar voru um 355 milljónir króna. Við nýttum eigið fé langt fram eftir ári í rekstur og fjárfestingar og þurftum ekki að ganga á yfirdrátt fyrr en undir lok árs. Það sést best á lykiltölum um veltufjárhlutfall A og B sjóðs sem verður í kring um 1 á þessu og næsta ári. Það eru kjöraðstæður og markmið sveitarfélaga og fyrirtækja.
Fyrri áfanga endurbóta á Nausti lauk í haust með því að efri hæð hússins var tekin í gegn, en þar eru 3 dvalarrými. Á neðri hæð eru 11 hjúkrunarrými. Bæði heimilisfólk og starfsfólk eru hæst ánægt með þessar breytingar. Strax á næsta ári hefjast svo framkvæmdir við neðri hæð þar sem aðstaða starfsfólks, eldhús, skrifstofur og geymslurými verða stækkuð og bætt auk þess sem neðri hæðin verður klædd að utan. Þá erum við komin með mjög góða aðstöðu bæði fyrir heimilisfólk og starfsfólk.
Framkvæmdir við endurskipulagningu sorpmála, meðal annars með byggingu nýrrar móttökustöðvar er á fullu skriði. Stöðina átti að taka í notkun í haust en það frestast um nokkra mánuði þar sem ákveðið var að stækka lóðina, snúa húsinu til að skapa betra rými á lóðinni og búa þannig til betri aðstöðu. Með fastari tökum á sorpmálum á þessu ári hefur okkur tekist að snúa við þeirri þróun, að sífellt jókst hlutfallið á milli tekna og gjalda og tekjur voru komnar niður í 35% af útgjöldum á síðasta ári en nú er hlutfallið komið í um 50%. Það þýðir að við höfum ekki þurft að hækka sorpgjöld langt umfram önnur gjöld eins og undanfarin ár. En við stefnum við að því að ná jafnvægi í tekjum og gjöldum árið 2026. Það verður mikil breyting frá því sem áður var þegar stöðugt hallaði á ógæfuhliðina í hlutfalli tekna og gjalda.
Við hófum það verkefni að leggja gangstétt við Miðholt og á Hafnargötuna á Bakkafirði og höldum því verki áfram á næsta ári. Komnar eru fram hugmyndir um hvernig við höldum áfram verkefninu „Betri Bakkafjörður“ í samvinnu við núverandi verkefnastjóra og hverfisráð Bakkafjarðar þegar Byggðastofnun lýkur stuðningi við „Brothætta byggð“ um áramótin.
Brák hses, sem fékk úthlutað lóðinni við Miðholt 21 -27, er að gera samning við Dawid smið um byggingu 4 íbúða raðhúss við Miðholt sem verður eign Brákar, rekið af þeim og leigt út. Áætluð verklok eru haustið 2025. Teikningar verða lagðar fyrir skipulagsnefnd á fyrsta fundi næsta árs og verið er að gera lóðasamning með mæliblaði við Brák sem lagður verður fyrir nefndina samtímis. Byggingu tveggja húsa er að ljúka við Bakkaveg og Langanesveg og keypti Langanesbyggð annað þeirra sem verður afhent eftir áramót. Þá er skipulagnefnd með í ferli umsóknir um þrjár lóðir auk Miðholtsins en beðið er eftir teikningum til að leggja fyrir skipulagsnefnd og síðar byggingafulltrúa. Það eru nýir og breyttir tímar í húsnæðismálum því hér hafa engar nýbyggingar verið frá 2010.
Fyrsta áfanga við framkvæmdir við höfnina með dýpkun og stækkun athafnasvæðis Ísfélagsins lauk nú í desember ásamt því að gert var við skemmdir á Norðurgarði. Þessi framkvæmd treystir í sessi starfsemi félagsins hér á Þórshöfn. Næstu áfangar eru svo gerð trébryggju og breytingar á aðkomu að höfninni en síðan verður farið í lengingu hafnargarðs. Ný ríkisstjórn mun væntanlega afgreiða nýja fjármálaáætlun og þá er hægt að hefja samninga við Vegagerðina um þeirra hlut í framkvæmdum sem ekki hafa nú þegar verið greiddir.
Brekknaheiðin komst í gegn um nálarauga framkvæmda Vegagerðarinnar á næsta ári og verður fljótlega boðin út. Allt er til reiðu frá okkar hendi og nú er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr útboði. Við þurfum að færa vatnsleiðslu á kafla en Vegagerðin hefur fallist á að taka þátt í stórum hluta þess kostnaðar. Þá skal þess getið að nú er kominn sendir í Hófaskarð, bæði fyrir GSM og Tetra samband en það tókst með stuðningi fjarskiptasjóðs að flýta því. Við seldum Fjarskiptafélag Svalbarðshrepps til Tengis og nú er unnið að því að tengja ljósleiðara í öll hús á Þórshöfn.
Á árinu leigðum við út Þórsver og mér sýnist á öllu að með þeim samningi höfum við fengið góðan og fagmannlega rekinn veitingastað sem marga var farið að lengja eftir.
Á næsta ári eru stærstu framkvæmdirnar við endurbætur á Nausti, framkvæmdir hefjast við lóðir leikskólans og grunnskólans og við verjum töluverðri fjárhæð til endurskipulagningar á slökkviliði. Hönnun og kostnaðaráætlanir liggja fyrir og næsta verkefni er að fá verktaka í verkin. Það er einmitt sá akkilesarhæll sem við höfum búið við, nefnilega skortur á iðnaðarmönnum og fagmenntuðu fólki á sviði framkvæmda en það þýðir dýrari framkvæmdir við að flytja hingað fólk sem þarf á gistingu að halda. Atvinnutigið er hátt og okkur skortir vinnuafl en með betra ástandi í húsnæðismálum ættum við að sjá fyrir endann á því. Innviðir eru sterkir ef við lítum til sveitarfélaga af svipaðri stærð. Við erum með banka, pósthús, verslun, veitingastað, tiltölulega greiðar samgöngur í lofti og jafnvel á landi þó alltaf megi gera betur á því sviði. Við horfum við til betri tíðar í orkumálum og að styrkja innviði enn frekar. Við fengum til þess styrk frá innviðaráðuneytinu til að vinna í þeim málum er varða innviði, hugsanlega friðun á Langanesi, ýta verkefninu við Finnafjörð áfram og nokkur önnur verkefni.
Ég er svo heppinn, að njóta þeirra forréttinda að fá að starfa með frábæru, framtakssömu og duglegu starfsfólki hjá sveitarfélaginu og í nefndum og ráðum – ég vil óska þeim og öllum íbúum Langanesbyggðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.