Fara í efni

41. fundur sveitarstjórnar

27.02.2025 16:00

Fundur í sveitarstjórn

41. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, fimmtudaginn 27. febrúar 2025. Fundur settur kl. 16:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Júlíus Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst, Þórarinn J. Þórisson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Hjörtur Harðarson, Björn S. Lárusson, sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð eða dagskrá, svo var ekki og gengið var til dagskrár.
Eftir fundinn mun starfsfólk SSNE kynna fyrir sveitarstjórn áherslur ársins og það sem snýr helst að hverju sveitarfélagi fyrir sig.

D a g s k r á

1. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 960 frá 13.12.2024.
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 961 frá 17.01.2025
3. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 962 frá 22.01.2025
4. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 963 frá 31.01.2025
5. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 965 frá 18.02.2025
6. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 966 frá 19.02.2025
7. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 967 frá 20.02.2025
8. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 968 frá 21.02.2025
9. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 969 frá 24.02.2025
10. Fyrirspurn frá kennurum. Afstaða til innanhústillögu sáttasemjara
11. Fundargerð 70. fundar stjórnar SSNE frá 05.2.2025
12. Fundur stjórnar Samt. Sjávarútvegssveitarfélaga nr. 84 frá 24.01.2025
13. Fundargerð 35. fundar byggðaráðs frá 13.02.2025
     13.01 Liður 6: Húsnæðisáætlun Langanesbyggðar, uppfærsla fyrir 2025
14. Fundargerð 21. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 29.01.2025
15. Fundargerð 23. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 17.02.2025
     15.1 Liður 7: Bókun velferðarnefndar vegna félagsmiðstöðvar.
16. Fundargerð 38. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.02.2025
17. Fundargerð 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 18.02.2025
18. Spurningar frá L lista um boranir á Bakkafirði og svör verkefnastjóra.
19. Stjórnsýsluúttekt Langanesbyggðar – uppfærsla frá 15.01.2025
     19.1 Stjórnsýsluúttekt Langanesbyggðar – innleiðingaráætlun frá 15.01.2025
20. Innviðauppbygging í Langanesbyggð – stöðuskýrsla 2024
21. Tillaga sveitarstjóra um breytingar á fundartíma sveitarstjórnar í mars og apríl.
22. Skýrsla sveitarstjóra.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 960 frá 13.12.2024.
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 961 frá 17.01.2025
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 962 frá 22.01.2025
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 963 frá 31.01.2025
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 965 frá 18.02.2025
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 966 frá 19.02.2025
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 967 frá 20.02.2025
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 968 frá 21.02.2025
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 969 frá 24.02.2024
Fundargerðin lögð fram.

10. Fyrirspurn frá kennurum. Afstaða til innahústillögu sáttasemjara.
Trúnaðarmaður kennara við Grunnskólann á Þórshöfn óskar eftir því, f.h. kennara, að sveitarstjórn Langanesbyggðar taki opinbera afstöðu til sáttatillögu ríkissáttasemjara sem Samb. ísl. sveitarfélaga hafnaði þann 21. febrúar s.l.

Bókun um afgreiðslu: Langanesbyggð hefur falið Sambandi Íslenskra Sveitafélaga að fara með samningsumboð, sveitafélagsins. Það felur í sér að Samband ísl. sveitarfélaga og stjórn þess rekur málið að hálfu Langanesbyggðar. En um leið fagnar sveitarstjórn Langanesbyggðar því að samningar hafi tekist síðastliðin þriðjudag.

Samþykkt samhljóða.

11. Fundargerð 70. Fundar stjórnar SSNE frá 05.02.2025
Fundargerðin lögð fram.

12. Fundur stjórnar Samt. Sjávarútvegssveitarfélaga nr. 84 frá 24.01.2025
Fundargerðin lögð fram.

13. Fundargerð 35. fundar byggðaráðs frá 13.02.2025
     13.1 Liður 6: Húsnæðisáætlun Langanesbyggðar, uppfærsla fyrir 2025.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framkomna Húsnæðisáætlun fyrir árið 2025.

Samþykkt samhljóða.

14. Fundargerð 21. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 29.01.2025
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð 23. fundar velferðar og fræðslunefndar frá 17.02.2025
     15.1 Liður 7: Bókun velferðarnefndar vegna félagsmiðstöðvar.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Sigríður, Mirjam, oddviti, Mirjam, Sigríður, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að halda áfram þeirri vinnu að finna lausn á málinu svo ungmennin geti endurheimt félagsmiðstöðina í íþróttahúsinu.

Samþykkt samhljóða.

16. Fundargerð 38. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.02.2025
Fundargerðin lögð fram.

17. Fundargerð 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 18.02.2025
Fundargerðin lögð fram.

18. Spurningar frá L – lista um boranir á Bakkafirði og svör verkefnastjóra innviða
Fyrirspurn og svör lögð fram.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Mirjam, oddviti, sveitarstjóri, Mirjam, oddviti.

Bókun um afgreiðslu: Fela sveitarstjóra að kanna nánar hvers vegna var ekki stuðst við fyrri rannsóknir frá 2013 og fá nánari upplýsingar um hvar verkefnið er statt og hvað er áætlað framhald. Árið 2013 var borað við Bjargið að 260 metra dýpi og hitti þar á gjöfula æð þegar holan hrundi. Nú var bara borað að 210 metra, hefði verið ráð að halda áfram þar sem frá var horfið og rannsaka í aðeins meira dýpi með því að fóðra holuna hvort nýtileg lind finnst sem mætti neyta til að hita þorpið.
Einnig fá upplýsingar um:
Heildarkostnað (borun, varmadæla, allur annar efniskostnaður og vinna) við skólaverkefnið?
Hvenær varmadælan var gangsett, hver er afkastageta hennar og hver er reynslan að svo komnu máli?

Samþykkt samhljóða.

19. Stjórnsýsluúttekt Langanesbyggðar – uppfærsla frá 15.01.2025
     19.1 Stjórnsýsluúttekt Langanesbyggðar – innleiðingaráætlun frá 15.01.2025.
Strategía hefur uppfært orðalag og uppröðun efnis með tilliti til innleiðingar á úttektinni. Farið verður í þá vinnu að hrinda innleiðingaráætlun í verk í mars eftir að Strategía hefur svarað nokkrum spurningum varðandi hana.
Uppfærð úttekt og innleiðingaráætlun lögð fram.

Til máls tóku: Sveitarstjóri, Júlíus, sveitarstjóri, Mirjam, Sigríður, sveitarstjóri, oddviti.

20. Innviðauppbygging í Langanesbyggð – stöðuskýrsla 2024
Verkefnastjóri innviða hefur lagt fram skýrslu um vinnu sína árið 2024. Skýrslan var einnig send ráðuneyti sveitarstjórnarmála vegna greiðslu fyrir árið 2025.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

21. Tillaga sveitarstjóra um breytingar á fundartíma sveitarstjórnar í mars og apríl og boðun aukafundar í maí.
Vegna þings Sambands sveitarfélaga og óska KPMG um framlagningu ársreiknings fer sveitarstjóri fram á breytingar á fundartíma sveitarstjórnar samkvæmt meðfylgjandi skjali.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu sveitarstjóra um breytingar á fundartíma og aukafundar í maí vegna framlagningu og umræðu um ársreikning.

Samþykkt samhljóða.

22. Skýrsla sveitarstjóra.

Hr. Oddviti, sveitarstjórnarfulltrúar.

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fengið heimsóknir frá fólki úr atvinnulífinu, verkalýðshreyfingunni og sjálfstætt starfandi sem eru að leita að tækifærum í atvinnulífi. Einn fasteignasali gerði sér ferð hingað á leið sinni um Norðurland vegna frétta um að hér væri farið að byggja íbúðarhús eftir 14 ára hlé og ég fór með honum í skoðunarferð um Þórshöfn. Mér þótti sérlega vænt um orð eins vinar míns úr atvinnulífinu sem sagði að hann hafði ekki búist við jafn þróttmiklu og góðu og athafnasömu samfélagi, hafandi ferðast víða um land og heimsótt sambærilegar byggðir. „Glöggt er gests augað“ og við erum þannig gerð að við kunnum að meta skoðanir og álit annarra á okkur. Þekkt er orðið „Íslandsvinur“ um þá sem koma hingað til lands, jafnvel stoppa einungis í einn dag, og segja svo álit sitt á landi og þjóð sem er nær undantekningalaust jákvætt.

Samningar tókust á ögurstundu á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Langanesbyggð hefur, eins og öll sveitarfélög framselt umboð sitt til samninganefndar Sambandsins og gat því ekki tekið afstöðu til þess tilboðs sem sáttasemjari lagði fram í síðustu viku, enda stóð það ekki til boða nema afturkalla það umboð. Til þeirrar umræðu kom þó aldrei þar sem samningar tókust eins og áður segir. Það sama gildir um þau verkalýðsfélög sem eiga aðild að til dæmis Starfsgreinasambandinu og hafa framselt umboð sitt til samninga til SGS. Ef þau sætta sig ekki við þá samninga sem liggja á borðinu þá geta þau afturkallað umboð og samið sérstaklega – en slíkt tekur tíma. Flóabandalagið, bandalag verkalýðsfélaga við Faxaflóa flosnaði upp á sínum tíma vegna deilna innan verkalýðsfélaga sem áttu aðild að því og vildu ekki samþykkja samninga sem gerðir voru – ef minnið svíkur mig ekki. En um allt þetta er fjallað í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938. Hvað sem því líður þá held ég að allir hafi í lokin gengið sáttir frá borði.

Fyrir sveitarstjórn í dag lá fyrir stöðuskýrsla verkefnastjóra innviða. Það er ljóst af skýrslunni að dæma að verkefnið er umfangsmikið en engu að síður er Gunnar Már að vinna, að mínu mati, ómetanlegt starf í þágu okkar. Það var á sínum tíma auðsótt mál að fá styrk til verkefnisins frá Innviðaráðuneyti. Hans verksvið er víðtækt, meðal annars raforkumál, fjarskipti þar sem okkur hefur orðið mjög ágengt eftir sölu á Fjarskiptafélagi Svalbarðshrepps til Tengis. Finnafjarðarverkefnið er flókið og umfangsmikið og tengist raforkumálum og innviðum í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi, samningum við landeigendur og ekki síst vali á þeirri starfsemi sem tengist fyrirhugaðri höfn. Orkuskipti, húsahitun og hitaveitumöguleikar eru einnig á hans borði í framhaldi af skýrslu starfshóps sem umhverfis- orku og loftslagsráðherra skipaði og hópurinn skilaði af sér skýrslu s.l vor. Stofnun þjóðgarðs eða friðlýsts svæðis á utanverðu Langanesi er langhlaup þar sem tekið er tillit til vilja landeigenda og hugsanlegra áhrifa fyrir Langanesbyggð í heild. Gunnar Már er einnig að skoða hugsanlegar fjárfestingar í Langanesbyggð í ýmsum greinum ásamt sveitarstjóra. Loks eru það hafnarmál en þar er verkefnastjóri hafnarstjórn og sveitarstjórn innan handar varðandi uppbyggingu hafna í Langanesbyggð.

Af þessu má sjá að það eru mörg verkefni sem verið er að fást við núna og öll miða þau að því að styrkja innviði og byggð þar með. Mér sýnist á öllu að allir geri sér grein fyrir á hverju við lifum og hvað þarf til þess að byggð hér verði í framtíðinni og styrkari stoðum verði rennt undir hana. Ég veit af reynslu frá öðrum sveitarfélögum sem ég hef starfað fyrir að sterkir innviðir og samheldni í sveitarfélögum er undirstaða byggðar. Við höfum alla burði til þess hér í Langanesbyggð að treysta enn frekar þessar undirstöður.

Að lokum. Okkar ætlun er að leggja í stafræna vegferð sem þýðir að við erum að einfalda stjórnsýsluna með skipulögðum hætti, koma á skjalavistun sem styttir verkferla og leit í skjalasafni, skapar skilvirkari afgreiðslu mála og veitir okkur betri yfirsýn. Við höfum aðeins tekið upplýsingafund með KPMG og Vopnafjarðarhreppi og vonumst til að þessi tvö sveitarfélög sem eru á svipuðum stað í þessu, taki höndum saman í þessu ferli til að gera þetta á sem hagkvæmastan hátt. Kynningarnefni verður lagt fyrir byggðaráð á næsta fundi.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:05.

Í framhaldi kynnti starfsfólk SSNE starfsemi þeirra, áherslur ársins og það sem snýr helst að hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?