42 fundur sveitarstjórnar
Fundur í sveitarstjórn
42. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, Þórshöfn, þriðjudaginn 18. mars 2025. Fundur settur kl. 16:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Sigurbjartsson, Mirjam Blekkenhorst, Þórarinn J. Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Björn S. Lárusson, sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð eða dagskrá, svo var ekki og gengið var til dagskrár.
D a g s k r á
1. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 964 frá 07.02.2025
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 970 frá 25.02.2025
3. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 971 frá 28.02.2025
4. Fundargerð stjórnar Samt. sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 79 frá 26.02.2025
5. Fundargerð 36. fundar byggðaráðs frá 06.03.2025
6. Fundargerð 16. fundar stjórnar Jarðasjóðs frá 05.03.2025
7. Fundargerð 14. fundar hafnarnefndar frá 06.03.2025
8. Fundargerð 24. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 10.03.2025
9. Fundargerð 39. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.03.2025
10. Beiðni Ísfélags vegna lóðamála Langanesvegar 32 og Eyrarvegar 6
10.1 – 10.6 Gögn vegna framkominnar beiðni Ísfélagsins.
11. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025.
11.1 Greinargerð með viðauka.
11.2 Sorpflokkunarstöð, framkvæmda- og kostnaðaráætlun 2025
11.3 Naust, framkvæmda- og kostnaðaráætlun 2025
12. Skýrsla sveitarstjóra.
Fundargerð
1. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 964 frá 07.02.2025.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 970 frá 25.02.2025.
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga nr. 971 frá 28.02.2025.
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Samt. sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 79 frá 26.02.2025.
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð 36. fundar byggðaráðs frá 06.03.2025.
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð 16. fundar stjórnar Jarðasjóðs frá 05.03.2025.
Fundargerðin lögð fram.
7. Fundargerð 14. fundar hafnarnefndar frá 06.03.2025.
Fundargerðin lögð fram.
8. Fundargerð 24. fundar velferðar- og fræðslunefndar frá 10.03.2025.
Fundargerðin lögð fram.
9. Fundargerð 39. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.03.2025.
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tóku: Mirjam, sveitarstjóri, oddviti.
10. Beiðni Ísfélags vegna lóðamála Langanesvegar 32 og Eyrarvegar 6.
10.1 – 10.6 Gögn vegna skipta á lóðum.
Ísfélag hf. fer fram á viðræður við sveitarfélagið um lóðamál. Annars vegar er um að ræða lóð / land sem Ísfélag hf. á við Háholt (samkvæmt kaupsamningi 31.08.2005) þar sem netagerðin stendur við Langanesveg 32. Áætluð heildarstærð er um 6000 m2 en stærð hluta lóðar er 2750 m2 og nær inn á hluta af athafnasvæði. Ísfélag hf. óskar eftir því að fá á lóðina Eyrarvegur 6 sem er í eigu Langanesbyggðar (samkvæmt kaupsamningi 09.06.2006) stærðin er 414 m2 (samkvæmt lóðasamningi sem sveitarstjórn samþykkti 2014).
Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti, Þórarinn, oddviti, sveitarstjóri, Mirjam, sveitarstjóri, oddviti, Þórarinn, Mirjam, oddviti.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að hefja viðræður við Ísfélag hf. um hugsanleg skipti á lóðum / landi við Langanesveg 32 annars vegar og Eyrarveg 6 hinsvegar. Sveitarstjóri leggi fyrir byggðaráð og/eða sveitarstjórn niðurstöður viðræðna.
Samþykkt samhljóða.
11. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025.
11.1 Greinargerð með viðauka.
11.2 Sorpflokkunarmiðstöð, framkvæmda- og kostnaðaráætlun 2025.
11.3 Naust, framkvæmda- og kostnaðaráætlun 2025.
Í viðaukanum er gert ráð fyrir að sú breyting verði á fjárfestingaáætlun að 48 milljónir króna flytjist frá framkvæmdum við Naust og yfir á sorpmóttökustöð. Þessi breyting hefur engin áhrif á niðurstöður afkomu sveitarsjóðs.
Til máls tóku: Sveitarstjóri, oddviti, Júlíus, sveitarstjóri, oddviti, Þórarinn, sveitarstjóri, oddviti, Mirjam, sveitarstjóri, oddviti, Þórarinn, sveitarstjóri,
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Samþykkt samhljóða.
12. Skýrsla sveitarstjóra.
Hr. Oddviti, sveitarstjórnarfulltrúar.
Það er kannski að bera i bakkafullan lækinn að fara nánar út í það að skýra út þá vegferð sem við lögðum út í þegar við hófumst handa við að uppfylla ákvæði laga nr. 55/2003 eða „Lög um meðhöndlun úrgangs“ með síðari breytingum. Í greinargerð með viðauka er reynt að fara yfir ferlið. Þessar síðari breytingar hafa lagt meiri og fleiri verkefni á herðar sveitarfélaga svo erfitt hefur verið að fylgjast með. Í upphaflegum lögunum voru til að mynda ákvæði þar sem gert var ráð fyrir að ráherra gæfi út almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs og boðaðar reglugerðir til nánari útfærslu. Smátt og smátt hafa reglugerðir og breytingar á lögunum litið dagsins ljós. Kjarninn í þessu öllu saman er að draga úr losun úrgangs, gera verðmæti úr úrgangi og má segja að lykilorðið sé „borgað þegar hent er“ – það er, að þeir sem henda, borgi fyrir það. Þá er átt við að það, að allt sem er umfram „eðlilegt“ sorp frá heimilum og greitt er fyrir með sorpgjöldum, greiði þeir sem henda fyrir. Sveitarfélögin taka upp flokkunarkerfi og halda bókhald yfir allt sem þau taka á móti, hvaða sorp er um að ræða, hvaðan kemur það, hvað verður um það og hvernig er allur ferilinn frá upphafi til enda s.b.r. 19. gr. laganna. Þetta er æði mikið verkefni sem við erum að takast á við. Við – eins og öll sveitarfélög fórum mjög blint í þessa vegferð sem kostaði þau sveitarfélög sem byrjuðu strax offjár í misjöfnum ákvörðunum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri. Við höfum hinsvegar farið hægt í sakirnar og tekið lítil skref í einu í áætlun sem staðið hefur allt frá byrjun árs 2023 þegar við lögðum fram fyrstu áætlun. Þessu tengt er svo vinna loftslagsbókhalds sem öllum verður skylt að skila til umhverfisstofnunar. Við vonumst þó til, að til langs tíma muni þetta spara okkur útgjöld vegna sorpmála og að jafnvægi komist á tekjur og gjöld. Þetta er verkefni sem við urðum að fara í strax í upphafi árs 2023 – enginn undankoma var frá því.
Ég sagði í síðustu skýrslu minni að margir undrast þau miklu umsvif sem eru í sveitarfélaginu okkar. En – ég skal vera fyrstur manna til að viðurkenna að við gerð síðustu fjárhagsáætlunar spenntum við bogann dálítið hátt þar sem mörg og mjög brýn verkefni höfðu beðið í langan tíma. Þar á ég við skólalóðirnar sem nú hillir undir að farið verði loks í og verulegar endurbætur á Nausti, en fyrsta áfanga lauk s.l. haust. Næsti áfangi snýr að því að gera Naustið að góðum vinnustað og ekki síst vistlegum fyrir heimilisfólk eða stækkun upp á 140m2 og setja nýja lyftu en sú gamla er ónothæf. Enn bíða verkefni eins og gatnagerð með tilheyrandi kostnaði við malbikun og frárennsli, frágangur gatna á athafnasvæði, nýjar götur í nýju hverfi þegar þar að kemur, og svo það stóra verkefni, endurbætur á Íþróttahúsinu.
Við höfum takmarkað fjármagn til umráða og verðum að nýta fjármuni vel og halda vel á spilunum. Rekstrarafgangur síðasta árs, lántaka og hugsanleg skammtíma lántaka til að brúa bil er það sem við höfum að spila úr á þessu ári án þess að tefla á tæpasta varð í fjárhag sveitarfélagsins.
Það sem við þurfum að hugsa fyrst og fremst um, er rekstur grunnþjónustu sem okkur ber gagnvart íbúum og fjárfesta í þjónustuþáttum sem þarf til þess að halda þeim við. Við þurfum einnig að huga að því á hverju við lifum og fjárfesta í þeim þáttum sem treysta grundvöll atvinnulífs og þar með afkomu okkar hér. Við þurfum eins og komi hefur fram áður að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf, styrkja þær sem fyrir eru, vinna að frekari orkuöflun og jafna aðstöðu okkar hér til jafns við önnur byggðarlög.
Í sjálfu sér er þetta ekki van rataður vegur. Lög, reglur og samþykktir segja okkur hverjar eru skyldur okkar og réttindi, tekjur og útgjöld. Það er almennt viðurkennt að sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn og við verðum einfaldlega að lúta því. En – við getum þrýst á ríkisvaldið að taka þátt í því sem því ber og verðum að standa vaktina þar.
Til máls tóku: Oddviti, sveitarstjóri, oddviti.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:54.