95. fundur sveitarstjórnar
Fundur í sveitarstjórn
95. fundur sveitarstjórnar Langanesbyggðar haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn fimmtudaginn 7. febrúar 2019. Fundur var settur kl. 17:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Halldór Rúnar Stefánsson, Árni Bragi Njálsson, Siggeir Stefánsson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir, Björn Guðmundur Björnsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
Að því loknu var gengið til dagskrár.
Dagskrá
-
Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2019
-
Fundargerð 1. fundar byggðaráðs, dags. 31. janúar 2019
-
Fundargerð 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, 22. janúar 2019
-
1. liður - Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar – erindisbréf
-
-
Fundargerð 1. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 22. janúar 2019
-
1. liður - Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar – erindisbréf
-
-
Fundargerð 1. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 22. janúar 2019
-
1. liður – skipun varaformanns
-
-
Fundargerð 1. fundar hafnarnefndar, dags. 24. janúar 2019 - erindisbréf
-
-
Fundargerðir samstarfsnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 16. og 26. janúar 2019
-
Samstarfssamningur við Svalbarðshrepp
-
Hverfisráð Bakkafjarðar og dreifbýlis
-
Tilnefning tveggja fulltrúa Langanesbyggðar í vinnuhóp Byggðastofnunar vegna Bakkafjarðar
-
Heimild til lántöku
-
Skýrsla sveitarstjóra
Fundargerð
1)Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2019
Fundargerðin lögð fram.
2)Fundargerð 1. fundar byggðaráðs, dags. 31. janúar 2019
a) Fundargerð 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, 22. janúar 2019
1. liður - Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar – erindisbréf.
Samþykkt um bókun: Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf nefndarinnar og að Tryggvi Steinn Sigfússon verði varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
b) Fundargerð 1. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 22. janúar 2019
1. liður - Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar – erindisbréf.
Samþykkt um bókun: Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf nefndarinnar og að Hallsteinn Stefánsson verði varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
c) Fundargerð 1. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 22. janúar 2019
1. liður – skipun varaformanns.
Bókun um bókun: Sveitarstjórn samþykkir að Oddný Kristjánsdóttir verði varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
d) Fundargerð 1. fundar hafnarnefndar, dags. 24. janúar 2019 - erindisbréf
1. liður Verkefni og hlutverk nýrrar nefndar
Bókun um bókun: Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf nefndarinnar og að Árni Bragi Njálsson verði varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
3)Fundargerðir samstarfsnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 16. og 26. janúar 2019
Fundargerðirnar lagðar fram.
4)Samstarfssamningur við Svalbarðshrepp
Nýr samstarfssamningur milli Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps lagður fram. Samningurinn tók gildi 1. janúar sl.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti.
Samþykkt samhljóða.
5)Hverfisráð Bakkafjarðar og dreifbýlis
Lögð fram innsend tillaga að fulltrúum í hverfisráð Bakkafjarðar og dreifbýlis.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn samþykkir að framlengja frest til að skila inn tillögum fram að næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
6)Tilnefning tveggja fulltrúa Langanesbyggðar í vinnuhóp Byggðastofnunar vegna Bakkafjarðar
Byggðastofnun hefur óskað eftir tilnefningu tveggja fulltrúa vegna verkefnisins brothættar byggðir á Bakkafirði.
Bókun um afgreiðslu: Oddviti og sveitarstjóri verða fulltrúar sveitarfélagsins í vinnuhópnum.
Samþykkt samhljóða.
7)Heimild til lántöku
Lagður fram tölvupóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 5. febr. 2019. Þar kemur fram að heimild er fyrir allt að 200 m.kr. láni til sveitarfélagsins í lánaflokki LSS34. Lokagjalddagi yrði 5. nóvember 2034.
Til máls tók: Elías Pétursson.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 100.000.000.- með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir fundinum.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu leikskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Elíasi Péturssyni sveitarstjóra (kt. 130665-3739) veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Langanesbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.
8)Skýrsla sveitarstjóra
Nýr leikskóli: Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun. Uppsetning veggja og innréttinga er langt komin og málningarvinna mun hefjast fljótlega. Áætluð verklok eru sem fyrr um mánaðamótin maí/júní.
Langanesvegur 2: Skrifað hefur verið undir samning við Dawid Smið ehf. um að hann taki að sér vinnu við klæðningu á húsinu og frágang á því að utanverðu. Kostnaðarverð er undir því sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Áætluð verklok eru 31. maí nk.
Hafnartangi 4: Framkvæmdir við klæðningu og innréttingar og aðrar lagfæringar á verslunarhúsinu á Bakkafirði eru langt komnar og á áætlun. Stefnt er að því að húsnæðið verði tilbúið fyrir opnun í vor og að þar verði lítil verslun og kaffishús með fleiru – e.k. samfélagsmiðstöð á Bakkafirði, auk þess sem ferðamenn geti nýtt sér þjónustuna líka.
Félagsheimili við Skólaveg: Endurbætur eru í gangi á félagsheimili Bakkfirðinga og er stefnt að því að þar verði lítið gistiheimili komið í rekstur í sumar. Einnig verður þar vinnuaðstaða fyrir sveitarstjóra og aðra sem þurfa með. Húsið verður opið og aðgengilegt fyrir viðburði heimamanna eins og verið hefur. Á því verður engin breyting. Endurbætur og framkvæmdir eru unnar í fullri sátt og í samráði við heimamenn.
Framkvæmdir við Naust: Teikningar liggja fyrir að endurbótum á neðri hæðinni á Nausti og framkvæmdir ættu að geta hafist um næstu mánaðamót. Þessar breytingar fela í sér nauðsynlegar endurbætur á vistrými á neðri hæð eldri hluta til samræmis við þær kröfur sem gerðar eru til slíks rýmis í dag.
Deiliskipulag: Auglýstar hafa verið deiliskipulagsbreytingar á tveimur svæðum á Þórshöfn. Annars vegar miðsvæði sem afmarkast af Bakkavegi og Langanesvegi og hins vegar af fyrirhuguðum kirkjugarði á Þórshöfn. Umsagnarfrestur til athugasemda er til 27. febrúar nk.
Aðgangur að Veri: Komið hefur verið fyrir útbúnaði sem gerir handhöfum áskriftarkorta að þreksal íþróttamiðstöðvarinnar Vers, kleift að nýta sér aðstöðuna utan hefðbundins opnunartíma. Aukinn þjónustutími er frá kl. 6 að morgni og til kl. 23 á kvöldin sem og um helgar. Myndavélar fylgjast með allri umferð og þurfa þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu að skrifa undir sérstaka ábyrgðarskuldbindingu sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í desember sl.
Ný heimasíða: Heimasíðan hefur verið í endurgerð frá því í haust. Bæði verður útliti hennar breytt og efni hennar gert aðgengilegra. Ný síða mun auk þess uppfylla þær öryggiskröfur sem gerðar eru til heimasíðu sveitarfélaga. Með þessari síðu skapast ný tækifæri til öruggra samskipta við íbúa með rafrænum hætti þar sem persónutengdar upplýsingar koma fram. Þá er hægt að koma öllum helstu umsóknareyðublöðum fyrir og senda inn með rafrænum hætti.
Veraldarvinir: Í skýrslu Veraldarvina fyrir síðasta ár fáum við Langnesingar hæstu einkunn allra hér á landi, eða 9,16 af 10 mögulegum. Samtals komu hingað í fyrra 42 sjálfboðaliðar sem dvöldu hér í fimm hópum síðasta sumar, bæði á Þórshöfn og Bakkafirði. Unnu þeir við ýmiss verkefni, þrif, málningarvinnu og tiltektir. Taka þarf ákvörðun fljótlega um framhald þessa verkefnis hér.
Brúin við Staðarsel. Í lok síðasta mánaðar kom í ljós að brúin yfir Gunnlaugsá við Staðarsel er orðin ófær. Hefur hún gefið sig undan of þungri umferð, snjóþyngslum eða vatnavöxtum. Komið hefur verið upp skilti við hálsinn þar sem varað er við þessu.
Vegur um Langanesströnd og Brekknaheiði. Fyrir liggur að í breytingartillögum við samgönguáætlun er í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis kveðið skýrt á um að unnið verði í samfellu að vegabótum á veginum um Langanesströnd og Brekknaheiði. Mælist meirihluti nefndarinnar til þess að hafist verði handa við lagningu bundins slitlags á Langanesströnd á yfirstandandi ári og ljúki eigi síðar en 2021 og að framkvæmdir við Brekknaheiði skuli hefjast í beinu framhaldi af lúkningu framkvæmda á ströndinni.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:18.