98. fundur sveitarstjórnar
Fundur í sveitarstjórn
98. fundur sveitarstjórnar, aukafundur, Langanesbyggðar haldinn í Hafliðabúð, Fjarðarvegi 6, Þórshöfn miðvikudaginn 10. apríl 2019. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson oddviti, Mirjam Blekkenhorst, Oddný S. Kristjánsdóttir, Þórarinn J. Þórisson, Siggeir Stefánsson, Almar Marinósson, Sigríður Friðný Halldórsdóttir og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fundinn og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki.
Að því loknu var gengið til dagskrár.
Dagskrá
-
Undirritun samninga vegna Finnafjarðarverkefnisins:
-
Stjórnunarsamningur (Management Agreement)
-
Samrekstrarsamningur (Joint Venture Agreement)
-
Fundargerð
1.Undirritun samninga vegna Finnafjarðarverkefnisins:
Oddviti bar upp tillögu þess efnis að liðir a og b á dagskrá yrðu afgreiddir samhliða og var það samþykkt samhljóða.
Fram hafa verið lögð stofnskjöl vegna verkefnisins í endanlegri útgáfu, í íslenskum og enskum þýðingum eftir atvikum. Þann 14. mars sl. lágu fyrir endanlegar útgáfur tveggja stærstu samninganna á ensku, þ.e. Management Agreement (Stjórnunarsamningur) og Joint Venture Agreement (Samrekstrarsamningur). Þær útgáfur voru sendar sveitarstjórnarmönnum til yfirlestrar sama dag. Bárust löggildar þýðingar til sveitarstjórnarmanna þann 5. apríl sl. til yfirlestrar. Þann 8. apríl sl. voru einnig lögð fyrir sveitarstjórnarmenn til yfirlestrar önnur endanleg skjöl er varða stofnun einstakra félaga, þ.e. samþykktir Finnafjarðarhafnar slhf. (FFPA), samþykktir Finnafjarðar slhf. (FF), samþykktir tveggja ábyrgðarfélaga þeirra (GP ehf.) og samþykktir Þróunarfélags Finnafjarðar (FFPD).
Sveitarstjórnarmenn hafa kynnt sér öll ofangreind gögn eins ítarlega og þeim var unnt.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar veitir sveitarstjóra heimild og fullt umboð til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins þá samninga og þau skjöl sem þarf til stofnunar Finnafjarðarverkefnisins þann 11. apríl nk. Í því felst heimild sveitarstjóra til undirritunar þeirra skjala sem þarf til stofnunar þeirra félaga sem sveitarfélagið mun eiga hlut í sem og undirritun Stjórnunarsamningsins og Samrekstrarsamningsins, eftir atvikum fyrir hönd óstofnaðra félaga ef þess krefst.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók Siggeir Stefánsson og gerði grein fyrir svohljóðandi afstöðu U-listans: U-listinn samþykkir fyrirliggjandi samninga og fagnar að þessi áfangi skuli loksins vera að veruleika. Á sama tíma lýsum við yfir óánægju okkar með vinnubrögð sveitarfélagsins og upplýsingaflæði við gerð þessara samninga. Við teljum margt vera ábótavant í vinnuferlinum. Ljóst er að tími sem gafst til að yfirfara svona veigamikla samninga er langt í frá nægur. Við erum afar hlynnt verkefninu og er það aðal ástæða þess að við samþykkum bókunina. Við horfum björtum augum á framgang þessa stóra verkefnis sem getur ef vel tekst til haft góð og jákvæð áhrif á samfélagið.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:21.